Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Síða 14
12*
Verzlunarskýrslur 1947
verzlunarskýrslnanna (bls. 34*—38*) er skrá, sem raðað er eftir toll-
skrárnúmerum, og tilgreint, undir hvaða verzlunarskýrslunúmer hvert
þeirra fellur. Má því nota skrá þessa sem lykil til þess að finna, hvar í
verzlunarskýrslunum ákveðið tollskrárnúmer er að finna.
Niðurskipun vörutegundanna í vöruskránni í verzlunarskýrslunum og
skipting þeirra í vöruflokka og stærri vörubálka hefur ekki verið miðuð
allsstaðar við eina og sömu reglu. Að mjög miklu leyti hefur verið farið
eftir því, úr hvaða efni varan er, en sumstaðar hefur þó notkun vör-
unnar ráðið skiptingunni, og stundum liefur líka komið til greina vinnslu-
stig vörunnar, eða hvort hún er óunnin, lítt unnin eða fullunnin. En
fyrir utan flokkunina í I. og II. töflu, sem algerlega fylgir niðurröðun
vöruskrárinnar, þá hefur einnig verið gerð önnur flokkun, sem algerlega
miðast við notkun varanna og vinnslustig þeirra. Hvernig vörurnar skipt-
ast samkv. þessari flokkun, sést á 2. yfirliti (bls. 11*), sem er gert sam-
kvæmt fyrirmynd Þjóðabandalagsins og því sambærilegt við samskonar
yfirlit annara þjóða, sem liafa tekið upp skýrslugerð byggða á vöruskrá
Þjóðabandalagsins. Hvaða vörur úr vöruskránni í löflu III falla undir
hvern af þessum flokkum, sést í 2. viðaukatöflu aftan við innganginn, á
bls. 39* hér á eftir.
Eftir notkun er vörunum skipt í 2. yfirliti í framleiðsluvörur, 7 flokka,
og neyzluvörur, 3 flokka. 6 fyrstu flokkarnir eru lireyfifé, sem hverfur
alveg í hinar framleiddu vörur, en hinn 7. er fastafé eða allskonar tæki
atvinnuveganna, svo sem vélav, verkfæri og annar útbúnaður. 5. og 6.
flokkinn má að nokkru leyti telja til neyzluvara, og eru þeir þess vegna
aðgreindir frá þeim undanfarandi. Flokkunin í 2. yfirliti er að sunm
leyti nokkuð frábrugðin þvi, sem áður tíðkaðist hér, einkum að því er
snertir greinarmun á neyzluvörum og framleiðsluvörum. Þannig eru lcorn-
vörur og alls konar álnavara taldar með efnivörum til framleiðslu, en
þær vörur var áður tíðkanlegast hér að telja með neyzluvörum.
í 2. yfirliti má sjá, hve mikið hver þessara flokka hefur verið hærri
(eða lægri) að verðmagni árið 1947 heldur en 1946, með því að hera
saman heildartölurnar fyrir bæði árin (4. og 6. dálk). En af dálkinum,
sem er á milli þeirra (5. dálki), má sjá, hve mikið af þessari hækkun
(eða lækkun) stafar af verðbreytingu og hve mikið af breytingu vöru-
magnsins. Þessi dálkur sýnir verðupphæð hvers flokks, ef vörumagn
hvers liðar, sem fellur undir hann 1947, er reiknað með verðinu frá ár-
inu á undan. Mismunurinn á þessum dálki og á samtöludálkinum fyrir
1947 stafar því eingöngu frá verðbrcytingu, en mismunurinn á honum
og samtöludálkinum fyrir 1946 stafar hins vegar frá breytingu vöru-
magnsins.
Eftirfarandi aðalyfirlit um innflutninginn eftir notkun og vinnslustigi
er tekið upp úr 2. yfirliti, en mikið samandregið og með samanburði
við næstu ár á undan.