Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1950, Page 28
26*
Verzlunarskýrslur 1947
hlutfallslega i verzluninni við Island samkvæmt íslenzku verzlunarskýrsl-
unum.
Stríðið hafði í för með sér gagngerða breytingu á viðskiptum íslands
við útlönd. Viðskipti við meginland Evrópu féllu niður að mestu leyti, en i
þess stað beindust viðskiptin að Bretlandi, Bandarikjunum og Kanada.
Árið 1945 lauk striðinu og leiðin opnaðist aftur til meginlands Evrópu.
Siðari hlula ársins hófust því nokkur viðskipti við Norðurlönd og nokkur
lönd í Vestur-Evrópu, en að mestu voru þó viðskipti íslands árið 1945 eins
og áður við Bretland, Bandaríkin og Kanada. Frá þessum löndum komu
þá tæp 90% af öllum innflutningnum og þangað fóru 80% af öllum út-
flutningnum. En 1946 bættust við ýnis lönd í Mið-, Austur- og Suður-
Evrópu, svo að hlutdeild aðalviðskiptalandanna frá stríðsárunum (Bret-
lands, Bandaríkjanna og Kanada) féll niður í % af innflutningnum og
helming af útflutningnum. Árið 1947 varð enn brej'ting í sömu átt, en
miklu minni. Hlutdeild Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada varð þá
ekki nema 63% af innflutningnum og 41% af útflutningnum.
Rúml. þriðjungur alls innflutnings árið 1947 kom frá Bretlandi og
um þriðjungur alls útflutningsins fór þangað. Innflutningur þaðan nam
188 millj. kr„ en útflutningur þangað aðeins 105 millj. kr„ svo að um-
framinnflutningur varð 83 millj. kr. Er það 27 millj. kr. meiri halli held-
ur en árið á undan og stafar eingöngu af hækkun innflutningsins. Lang-
hæsti liðurinn í litflutningi til Bretlands 1947 var ísfiskur, 43 millj. kr„
og frystur fiskur, 28 millj. króna, en þar næst síldarlýsi, 22 millj. króna.
Helztu innflutningsvörur þaðan 1947 voru flutningstæki fyrir 84 millj.
kr„ þar af skip fyrir 72 millj. kr„ en önnur, svo sem bifreiðar, flug-
vélar o. fl„ fyrir 12 millj. kr„ vefnaðarvörur og fatnaður fyrir 24 millj.
kr„ vélar og áhöld 21 millj. kr„ járn og aðrar íuálmvörur 17 millj. kr„
kol og olíur 9 millj. kr.
Frá Bandaríkjunum kom tæpl. % innflutningsins 1947, en aðeins
5% af útflutningnum fór þangað. Varð innflutningsupphæðin þaðan
121 millj. kr„ cn útflutningsupphæðin ekki nema 15 millj. kr„ svo að
umframinnflutningur varð 106 millj. ltr. Er það miklu meiri munur cn
næsta ár á undan, og stafar það mestmegnis af lækkun útflutningsins
þangað. Helztu liðirnir í innflutningnum frá Bandaríkjunum 1947 voru
flutningstæki 31 millj. kr. (þar af bílar og bílahlutar 26 millj.), vélar
og áhöld 22 millj. kr. og kol og olíur 14 nrillj. kr. I útflutningnuin kveður
langmest að þorskalýsi, fyrir 9% millj. kr„ eða næstum % af öllum
útflutningnum, þar næst er frystur fiskur fyrir 2 millj. kr. og söltuð
sild fyrir iy> inillj. kr.
Þriðja viðskiptalandið í röðinni 1947 var Rússland. Útflutningur
þangað nam 54 millj. kr. eða framundir y3 af ölluin útflutningnum.
Var það aðallega lýsi, síldarlýsi (24 nrillj. kr.) og þorskalýsi (7% millj.
kr.), frystur fiskur (19 millj.) og söltuð síld (4 millj.). En innflutn-
ingur frá Rússlandi var 9 millj. kr„ og var það timbur.