Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1954, Qupperneq 13
Verzlunarskýrslur 1952
9
samningu greiðslujafnaðarskýrslna o. fl. í öllum öðrum töflum er innflutningurinn
talinn á cif-verði einu, en í þeim kafla inngangsins, sem fjallar sérstaklega um
innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verðmæti innflutningsins og mismun
þess og cif-verðmætisins.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda, sem Hag-
stofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar eru til landsins,
er þó öðruvísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær Hagstofan yíirleitt ekki
frá tollyfirvöldimum, heldur beint frá lilutaðeigandi innflytjendum. Upplýsa þeir,
hver sé byggingarkostnaður eða kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst
áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem reiknað er
með í verzlunarskýrslum. Skipainnflutningurinn liefur frá og með árinu 1949 verið
tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. a. s. með innflutningi júnímánaðar og desember-
mánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainnflutninginn. — í kaflanum
um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari grein fyrir skipainnflutn-
ingnum á árinu 1952. — Utflutt skip liafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárs-
lega. í kaflanum um útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu
skipa úr landi 1952.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með
umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er hér
yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda, og útflutningsgjöld
eru ekki lögð þar við. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það
heimilað í útflutningsleyfinu, er upphæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð
komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum, er fundið
með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðs-
launum, ef nokkur eru. — Nettóverðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt
verzlunarskýrslum að frádregnum útflutningsgjöldum, en þau voru á árinu
1952 sem hér segir, í hundraðshluta af fob-verði eða í krónum á magnseiningu:
Síld, ísvarin, fryst, niðursoðin, reykt ... Alm. útflutuings- gjald i 1 3Á°lo Gjald til Fiski- málasjóðs y2°/o Gjald til Síldar- útvegsn. Útflutn- ingsleyfis- gjald l°/oo
Saltsíld, allar tegundir 1%« - 2% 1»
Síldarmjöl 1 kr. á vætt V-2 » - 1 „
Sfldarlýsi 13/4°/o a/2» - 1 „
Saltfiskur, verkaður og óverkaður y*„ /4 » - 1 „
Fiskur, nýr, ísvarinn, frystur, reyktur, hertur, niðursoðinn i %» Vi „ 1 „
Fiskúrgangur, óþurrkaður 50 aur. á vætt /4 » - 1 „
„ haus og bein þurrkuð 3 kr. á vætt Vz » - 1 „
Þorskalýsi 1 % % % » - 1 „
Fiskmjöl i % » /4 » - 1 „
Aðrar fiskafitrðir i % » x/2 » - 1 „
Hvalur og hvalafurðir i % » /4 » - 1 „
Selur og selafurðir, rækjur og aðrar sjávarafurðir, ót. a 13/i » y2» 1 „
Allar landbúnaðarafurðir - - - 1 „
Ýmsar ísl. afurðir, ót. a - - - 1 „
Erlendar vörur - - - 1 „