Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1954, Síða 23
Verzlunarskýrslur 1952
19*
leika á við lireinan vínanda. Eru tveir lítrar af brenndum drykkjum þannig látnir
samsvara einum lítra af vínanda. Mannfjöldatalan, sem notuð er til þess að finna
neyzluna á mann, er áætlað meðaltal fólksfjöldans í árslok 1951 og 1952, þ. e. 147 700.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirbtinu var sem hér segir síðustu
fimm árin (100 kg); 1948: 2148, 1949: 2272, 1950: 2588, 1951: 2321, 1952: 1541.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
flokkum. Skip eru eins og fyrr greinir tekin á skýrslu hálfsárslega, með innflutningi
mánaðanna júní og desember. Af skipunum, sem talin eru á bls. 17*, eru togararnir
taldir með innflutningi júnímánaðar, en öll smærri skipin eru með innflutningi
desembermánaðar.
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (bls. 71—76) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir skyldleika
á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og eru yfirlit yfir þá flokkaskiptingu í töflu I og
II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verzlunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) á
þeirri höfn, er þær fara fyrst frá, samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við ísfisk, sem íslenzk skip selja í erlendum höfnum,
og gilda því um verðákvörðun hans í verzlunarskýrslum sérstakar reglur, er nú
skal gerð grein fyrir. Um langt skeið hafa verið dregin 20% frá brúttósöluverði
ísfisks til Bretlands samkvæmt upplýsingum Fsikifélagsins, fyrir sölukostnaði og
tolli. Af þessum 20% eru 9,1% innflutningstollur. Af söluverði ísfisksins til Þýzka-
lands liefur frádrátturinn, frá 1. desember 1951, sömuleiðis numið 20%, en var
áður 10%, frá nóvemberbyrjun 1950, og þar áður 5%. Aðflutningsgjöld á ísfiski
eru miklu lægri í Þýzkalandi en Bretlandi, en annar kostnaður meiri. Hér er um
að ræða löndunarkostnað, svo sem uppskipun fisksins, hafnargjöld, þóknun til
umboðsmanna skipanna o. fl. Áður nefnd 20% eru áætlun, sem látin er gilda jafnt
fyrir öll skip, þó að sölukostnaður þeirra sé að sjálfsögðu mismunandi mikill. Auk
þess er hér ekki um nákvæma tölu að ræða, jafnvel þó að miðað sé við flotann
í heild. Auk áætlaðs sölukostnaðar, dregst frá brúttóandvirðinu farmgjald, sem
togurum og íslenzkum fiskkaupaskipum er reiknað fyrir flutning ísfisks. Á árunum
1947—1949 og fram að gengisbreytingu 1950 nam þetta farmgjald 200 kr. á hvert
tonn ísfisks til Bretlands og 250 kr. á tonn í Þýzkalandssiglingum, sem hófust
aftur 1948, eftir að hafa legið niðri síðan 1939. Með gengisbreytingunni var farm-
gjaldið í Bretlandssiglingum hækkað í 300 kr. og í Þýzkalandssiglingum í 350 kr.
tonnið, og hefur það haldizt óbreytt síðan. Hér fer á eftir sundurgreining á
verðmæti ísfisksútflutningsins 1952 (í millj. kr.):
Bretland Þýzkaland Samtals
Fob-verð skv. verzlunarskýrslum .. 27,5 6,8 34,3
Reiknaður flutningskostnaður ............ 6,3 2,8 9,1
Áætlaður sölukostnaður og tollur .. 8,5 2,4 10,9
Brúttósölur......................... 42,3 12,0 54,3
Gjaldeyrisskil vegna ísfisksútflutningsin6 1952 námu ekki nema 19,6 millj. kr.,
eða aðeins 57% fob-verðs. Ástæðan fyrir því, að ekki kemur meira heim af andvirði