Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1954, Side 36
Verzlunarskýrslur 1952
32*
í gildi síðan í ársbyrjun 1948, eru ekki taldar í töflu VIII, og sama gildir að sjálf-
sögðu um viðbótargjöld af iunflutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum. í töflu VIII
eru og aðeins talin aðflutningsgjöld á bensíni samkvæmt tollskrárlögimum 1939
með síðari breytingum. Hið sérstaka innflutningsgjald á bensíni, sam-
kvæmt lögum nr. 84/1932 með síðari breytingum, kemur með öðrum orðum til
viðbótar aðflutningsgjöldum af bensíni, eins og þau eru talin í töflu VIII. Síðan
lög nr. 68/1949 voru sett vorið 1949, hefur gjald þetta numið 31 eyri á hvern bensín-
lítra. Tekjur ríkissjóðs 1952 af gjaldi þessu námu 11 382 þús. kr., en þar af fóru
lögum samkvæmt 1 836 þús. kr. í brúasjóð, þannig að á rekstrarreikning ríkissjóðs
komu 9 546 þús. kr. af gjaldinu. í Verzlunarskýrslum 1949, bls. 27*, er greint
nánar frá innflutningsgjaldi þessu.
í 8. yfirliti er samanburður á vörumagnstolltekjum ríkissjóðs af hinum gömlu
tollvörum 5 síðustu árin og fjögur 5 ára tímabil þar áður, og jafnframt eru til-
greindar þar vörumagnstolltekjur af öðrum vörum og heildarupphæð verðtollsins
þessi sömu ár.
Hér fer á eftir yfirlit um hnndraðshluta tolltekna ríkissjóðs af heild-
arverðmæti innflutningsins. í því sambandi verður að hafa í huga, að inn-
flutningsgjaldið af bensíni ásamt viðbótargjöldum á innflutningsleyfi, svo og sölu-
skattur á innfluttum vörum, er liér ekki meðtalið í tolltekjunum, eins og fyrr var
getið.
1931—35 meðaltal 13,4 % 1948 17,7 %
1936—40 16,2 ,. 1949 19,3 „
1941—45 18,6 „ 1950 14,7 „
1946—50 — 17,4 „ 1951 15,4 „
1952 14,3 „
í 1. kafla inngangsins er greint frá hinum ýmsu gjöldum á útflutnings-
vörum, sem voru í gildi á árinu 1952. Eins og þar kemur fram eru gjöld þessi,
að útflutningsleyfisg j aldinu fráteknu, innheimt af ríkissjóði fyrir aðra aðila samkvæmt
lagaákvæðum þar að lútandi. Tekjur ríkissjóðs af útflutningsleyfisgjaldinu 1952
námu 590 þús. kr.
8. Tala fastra verzlana.
Number of Commercial Establishments.
Skýrsla um tölu fastra verzlana árið 1952 í hverju lögsagnarumdæmi á landinu
er í töflu IX (bls. 124—125). Síðan 1943 er skýrsla þessi töluvert meira sundur-
liðuð heldur en áður, þar sem reynt hefur verið að skipta smásöluverzlununum
eftir því, með hvaða vörur þær verzla. Taldar eru hér með verzlunum fisk-, brauð-
og mjólkurbúðir, þótt ekki þurfi verzlunarleyfi til að reka þær, en þær hafa ekki
verið taldar með áður en forminu var breytt 1943. Útibú og aðskildar verzlunar-
deildir eru taldar hver í sínu lagi sem sérstakar verzlanir.
Frá 1951 til 1952 fjölgaði verzlunum á öllu landinu úr 1 624 í 1 662, en í
Reykjavík varð fjölgun úr 1 024 í 1 040.
Verzlanir í Reykjavík 1951 eru hér taldar 22 færri en í Verzlunarskýrslum
1951, þar eð það er komið í ljós, að búðir, sem hafa verzlað með fisk ásamt öðrum
vörum, liafa verið tvítaldar í skýrslum Hagstofunnar um tölu verzlana í Reykjavík.
Tala hreinna fiskbúða í Reykjavík 1951 er réttilega talin 37, en ekki 59, eins og
er í Verzlunarskýrslum 1951. — Utan Reykjavíkur urðu litlar breytingar á tölu
verzlana. í Reykjavík fjölgaði heild- og umboðssöluverzlunum úr 206 í 223, en
tala smásöluverzlana breyttist lítið.