Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1956, Side 10
8*
Verzlunarskýrslur 1954
Frá 1. júlí 1949 befur, auk ofaugreinds, verið tekið *4% hlutatryggingasjóðs-
gjald (sbr. lög nr. 48/1949) af öllum útfluttum sjávarafurðum, öðrum en þeim, sem
koma frá togurum, hvalveiðum og selveiðum. — Af útfluttri beitusíld var á árinu
1954 innlieimt 8% framlciðslugjald, miðað við fob-verð, en ekki var um að ræða
framleiðslugjald af öðrum sjávarvörum, sbr. Verzlunarskýrslur 1950, bls. 6*. Af
saltsíld, öllum tegundum, var reiknað matsgjald 1954, 1 kr. á tunnu, ef síldin
var metin.
Almenna útflutningsgjaldið rennur að ®/7 hlutum (þ. e. 1*4%) til Fiskveiða-
sjóðs, en */7 hluti þess (þ. e. %%) rennur til Landssambands ísl. útvegsmanna og
til byggingar fiskirannsóknarstöðvar, að hálfu til hvors. Almenna útflutnings-
gjaldið á saltfiski (%%) rennur á sama hátt til þessara tveggja síðastnefndu aðila.
— Vísast hér til laga nr. 81/1947, sem breytt var með lögum nr. 38/1948. Gjöldin
eru iniðuð við fob-verð, eða, ef svo ber undir, við cif-verð að frádregnu flutnings-
og ábyrgðargjaldi til útlanda og umboðslaunum til erlendra aðila.
í ársbyrjun 1951 gengu í gildi ákvæði um innflutningsfríðindi bátaút-
vegsmanna, og voru þau framlengd lítið breytt 1952, 1953 og 1954. Samkv. þeim
fá bátaútvegsmenn og vinnslustöðvar bátafisks umráð yfir helmingi af söluandvirði
útfluttra bátaafurða, annarra en þorskalýsis, síldar og síldarafurða. Má ráðstafa
þessum gjaldeyri til kaupa erlendis frá á vörum, sem eru á sérstökum „skilorðs-
bundnum frílista“. Dollarar og E.P.U.-gjaldeyrir, sem útflytjendur hafa þannig
fengið til ráðstöfunar, hefur verið seldur með 61% álagi, en vöruskiptagjaldeyrn-
með 26% álagi, þar af leyfisgjald 1% fyrir skrifstofukostnaði og öðrum útgjöldum
vegna framkvæmdar þessara mála. Þetta samsvarar því, að útflytjendur bátaafurða
fái sem svarar 30% eða 12*4% viðbót við fob-verðið eins og það er talið í útflutu-
ingsskýrslum. Þessi viðbót er m. ö. o. ekki innifalin í fob-verði afurða í verzlunar-
skýrslum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.
Nokkuð kveður að því, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi viðskipta-
deildar Utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látið er uppi af liálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað allmiklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að 1951 liefur þyngd vöru í verzlunarskýrslum, bæði í útflutningi
og innflutningi, verið nettóþyngd, og svo er einnig í Verzlunarskýrslum 1951 og
síðar að því er snertir útfluttar vörur. Innfluttar vörur eru hins vegar frá
og með árinu 1951 taldar með brúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum.
Mælir margt með því að miða við brúttóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir
innfluttar vörur. í fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp í
skýrslum innflytjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldum, þar eð vöru-
magnstollur er í flestum tilfellum miðaður við brúttóþyngd. Séu innfluttar vörur
gefnar upp með nettóþyngd í verzlunarskýrslum, er það því ávallt samkvæmt útreikn-
ingi eftir ákveðnum umreikningshlutföllum, sem liljóta að verameiraeðaminnaóáreið-