Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1957, Síða 8
6*
Verzlunarslcýrslur 1955
liðun, en hún er látin nægja, til þess að skráin sé meðfærileg og sem flest lönd geti
fullnægt henni. Þessum 570 númerum er svo skipt á 150 vöruflokka (,,groups“),
sem ganga upp í 52 vörudeildir (,,divisions“), sem svo aftur mynda 10 vöru-
hálka (,,sections“). Vörubálkarnir hafa númerin 0—9 (sjá töflu I, bls. 1). Vöru-
deildirnar eru táknaðar með 2 tölustöfum, þ. e. með númerum 0—9 aftan við númer
vörubálksins (sjá töflu II, bls. 2), og vöruflokkarnir með númerum 0—9 á eftir
númeri vörudeildanna. Þcir eru því táknaðir með þriggja stafa tölu, sem sýnir
jafnframt, í hvaða deild og bálki viðkomandi flokkur er. Heiti hinna 150 vöruflokka
sjást í töflu IV A (bls. 12—71), þar sem þau eru prentuð með bili á milli bókstafa
ásamt 3ja stafa tölu framan við. Vörugreinarnar eru táknaðar með númerum frá
01—99 aftan við viðkomandi flokksnúmer, og er haft bandstrik þar á milli til bægðar-
auka. Er þannig rúm fyrir 99 vörugreinar innan hvers vöruflokks. — Tákntölu-
kerfíð, sem hér um ræðir, er þá þannig:
xxx-xx er vörugrein.
xxx er vöruflokkur.
xx er vörudeild.
x er vörubálkur.
Tollskráin íslenzka er allmiklu meira sundurgreind heldur en alþjóðlega vöru-
skráin. í binni fyrr nefndu eru um 1600 vörunúmer, þar af koma tæplega 1200
fyrir í innflutningi, en svo bætast við um 45 vörutegundir, vegna skiptingar Hag-
stofunnar á tollnúmerum. Tala vörugreina í alþjóðlegu vöruskránni er 570, og falla
því oft tvö eða fleiri tollskrárnúmer undir vörugrein í vöruskránni, þó að hitt sé
líka algengt, að tollskrárnúmer og vörugrein sé eitt og það sama. í töflu IV (bls.
12—78) sést, hvernig vörunum er í heild niðurraðað í verzlunarskýrslunum. Heildar-
tölur (magn og verðmæti) vörubálka, vörudeilda, vöruflokka og vörugreina eru
gefnar upp í sömu línu og heiti þeirra standa, með mismunandi letri, en tollskrár-
númer, sem er ekki jafnframt vörugrein, kemur á eftir viðkomandi vörugrein með
smærra letri. í útflutningnum (tafla IV B, bls. 72—78) þarf oft að hafa tvöfalda
flokkun undir bverri vörugrein. Þar er liver sjálfstæður liður auðkenndur með btl-
um bókstaf, og í línunni til hægri er, ef svo bcr undir, samtala eftirfarandi vöru-
tegunda, sem settar eru með sama letri, en ekki auðkenndar með bókstaf.
Sjálf töfluskipunin er óbrcytt frá því, sem var fyrir 1952. Aðaltöflur eru eftir
jem áður 9 talsins (3 þeirra tvískiptar), þ. e. III, IV og V og heiti þeirra svo að
segja hin sömu og verið hafa. Hins vegar hefur niðurröðun vara í töflunum ger-
breytzt. Hún er mjög frábrugðin þeirri niðurröðun, sem notuð er í toUskránni,
og því er aftan við þennan inngang (á bls. 33*) skrá, röðuð eftir tollskrárnúmerum,
þar sem tilgreint er, undir hvaða vöruskrárnúmer livert þeirra fellur. Þessi skrá
er þannig lykill að því, hvar í verzlunarskýrslunum hvert tollskrárnúmer er að fínna.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 hefur innflutningurinn í verzlunarskýrsl-
um eingöngu vcrið talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru í útflutningslandinu (fob-
verð), að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er affermd á ákvörðunar-
stað. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og vátryggingu. í Verzlunarskýrsl-
um 1951 og framvegis er innflutningurinn einnig gefinn upp á fob-verði,
en þó aðeins í töflum II og IV A. í hinni síðar nefndu eru allar vörutegundir sam-
kvæmt tollskrá taldar með magni og vcrðmæti hverrar um sig. Hinar stórvirku
skýrsluvélar, er Hagstofan tók í notkun árið 1949, liafa gerbreytt vinnubrögðum
og afköstum við úrvinnslu innflutningsskýrslna, og meðal margs annars gert mögu-
legt að fínna og birta fob-verð sérhverrar innfluttrar vöru, auk cif-verðsins. Þetta
eykur notagildi vcrzlunarskýrslnanna, og auk þess hefur það mikla þýðingu við