Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Blaðsíða 7
Inngangur.
Introduction.
1. Greinargerð um tilhögun verzlunarskýrslnanna.
General statement.
Flokkun vörutegunda í verzlunarskýrslunum. í Verzlunarskýrslum 1952 voru
vörurnar í fyrsta sinn flokkaðar eftir nýrri alþjóðlegri vöruskrá, „Standard
International Trade Classification“ (skammstafað SITC), sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa látið gera, í stað vöruskrár Þjóðabandalagsins frá 1938, sem þótti ekki lengur
fullnægjandi. Eftir að sérfræðingar höfðu fjallað um vöruskrána og leitað liafði
verið tfllagna og álits um hana frá öllum þátttökuríkjum Sameinuðu þjóðanna,
var hún, í maí 1950, endanlega samþykkt af tölfræðinefnd Sameinuðu þjóðanna.
Og í júlí 1950 gerði Efnahags- og félagsmálanefndin ályktun, þar sem skorað var
á allar ríkisstjórnir að nota þessa vöruskrá í skýrslugerð um utanríkisverzlun. Það
hafa flest lönd þegar gert, annaðhvort þannig, að skýrslugerð þeirra er beinlínis
byggð á vöruskránni — eins og á sér stað um ísland — eða þannig, að þau nota
hana að meira eða minna leyti í opinberri skýrslugerð, eða geta a. m. k. látið skýrslur
í té samkvæmt henni eftir því, sem þörf er á. Tflgangur þessarar alþjóðlegu vöru-
skrár er sá að samræma skýrslugerð hinna ýmissu landa á þessu sviði og gera hana
betur sambærflega en ella væri.
Vöruskráin nýja hefur verið notuð í Hagtíðindum frá og með janúar 1950,
í töflunni „innfluttar vörur eftir vörudeildum“, sem birtist mánaðarlega, og í
töflunni „innfluttar vörur eftir löndum og vörudeildum“, sem kemur ársfjórðungs-
lega. Hin fyrsta af fyrr nefndu töflunum kom í febrúarblaði Hagtíðinda 1951, með
tölum janúarmánaðar 1951 og 1950. Fyrsta ársfjórðungstaflan með nýju flokkun-
inni kom í aprílblaði Hagtíðinda 1951, með tölum janúar—marz 1951. — Frá og
með febrúarblaði Hagtíðinda 1952 hefur í töflunni um útfluttar afurðir verið til-
greint við hverja afurð, hvaða vöruflokki hún tilheyrir samkvæmt hinni nýju
vöruskrá.
Frá 1938 voru vörurnar í verzlunarskýrslum flokkaðar eftir hinni alþjóðlegu
vöruskrá Þjóðabandalagsins gamla. í inngangi Verzlunarskýrslna 1938 er gerð
grein fyrir þeirri flokkun. Þar sem sú vöruskrá var lágmarkslisti til samanburðar
við önnur lönd, var sundurliðun innflutningsins höfð allmiklu ýtarlegri, með því að
skipta númerum vöruskrárinnar í undirliði. Frá 1947 var þessi sundurliðun það
ýtarleg, að hvert einstakt tollskrárnúmer var sérstakur liður í töflu IV A, þar sem
sundurliðunin er mest. Sama flokkun var notuð í útflutningnum, en þar var þegar
frá upphafi um að ræða fyllstu sundurliðun vörutegunda innan hvers vöruskrár-
númers. Þetta fyrirkomulag að því er snertir sundurliðun innflutnings og útflutnings
breytist ekki nú, þegar nýja vöruskráin er tekin upp, en hins vegar verður niður-
röðun vara allt önnur.
Tala vörugreina (,,items“) í vöruskránni nýju er 570 og eiga allar vörur
í milliríkjaviðskiptum þar sinn stað. Hér er ekki um að ræða djúptæka sundur-