Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Blaðsíða 29
Verzlunarskýrslur 1958
27*
leika á sama liátt sem innfluttu vörumar, og eru yfirlit yfir þá flokkaskiptingu
í töflu I og II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verzlunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) á
þeirri böfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við Í6fisk, sem íslenzk skip selja í erlendum höfnum,
og gilda því um verðákvörðun bans í verzlunarskýrslum sérstakar reglur, er nú
skal gerð grein fyrir. Frá ársbyrjun 1957 eru dregin 14% frá brúttósöluverði ís-
fisks til Bretlands fyrir sölukostnaði og tolli, og að auki 20 aurar á kg vegna vinnu
við löndun o. þ. b. Frá brúttósöluverði ísfisks til Vestur-Þýzkalands eru frá 15.
ágúst 1956 dregin 15% fyrir sölukostnaði, tolli og löndun, ef fiskur er fluttur
út á tímabilinu frá 15. ágúst til ársloka, en 25% á tímabilinu frá ársbyjun til
14. ágúst. Munurinn stafar af sérstökum 10% innflutningstolli fyrri bluta ársins.
Að öðru leyti vísast til upplýsinga í febrúarblaði Hagtíðinda 1957 um bina nýju
aðferð við útreikning á fob-verði ísfisks. Frádráttur þessi nemur sömu hundraðs-
tölu fyrir öll skip, þó að sölukostnaður þeirra sé að sjálfsögðu mismunandi mikill.
Auk þess er hér ekki um nákvæma tölu að ræða, jafnvel þó að miðað sé við flotann
í heild. — Auk þess, sem áður er talið, dregst frá brúttóandvirðinu farmgjald,
sem togurum og íslenzkum fiskkaupskipum er reiknað fyrir flutning ísfisks. Á
árunum 1947—1949 og fram að gengisbreytingu 1950 nam þetta farmgjald 200
kr. á bvert tonn ísfisks til Bretlands og 250 kr. á tonn í Þýzkalandssiglingum,
sem hófust aftur 1948, eftir að bafa legið niðri síðan 1939. Með gengisbreytingunni
var farmgjaldið í Bretlandssigbngum hækkað í 300 kr. og í Þýzkalandssiglingum
í 350 kr. tonnið, og hefur það haldizt óbreytt síðan. Hér fer á eftir sundurgrein-
ing á verðmæti ísfisksútflutningsins 1958 (í millj. kr.):
Fob-verð skv. verzlunarskýrslum ..
Reiknaður flutningskostnaður ......
Áætlaður sölukostnaður og tollur ...
Brúttósölur........................
Brctland V.-Þýzkaland A.-Þýzkaland Samtali
7,6 9,9 - 17,5
1,3 2,0 - 3,3
2,5 2,6 - 5,1
11,4 14,5 — 25,9
Löndunarbann það, sem í október 1952 var lagt á íslenzkan ísfisk í Bretlandi
að undirlagi togaraeigenda þar, var fellt niðrn í nóvember 1956, og bófst þá útflutn-
ingur ísfisks þangað á ný, eftir að hafa legið að mestu niðri í 4 ár.
Það skal tekið fram, að togarar, sem selja ísfisk erlendis, nota miklar upphæðir
af fiskandvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til greiðslu á
skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefndum hundraðshluta, sem
dreginn er frá brúttósölum, þegar fob-verðið er reiknað út. Skortir því mjög mikið
á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé skilað til bankanna.
5. yfirlit sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan hefur numið síðan um
aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir því, frá hvaða atvinnuvegi
þær stafa. Enn fremur er sýnt með hlutfahstölum, hve mikill hluti verðmætisins
stafar árlega frá hverjum atvinnuvegi.
í 6. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutningsins 1958
skiptist á mánuði.
Engin 6kip voru seld úr landi á árinu 1958. Ein flugvél, Gullfaxi, var seld
til Suður-Afríku, og var söluverðið 4 406 þús. kr.