Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Blaðsíða 33
VerzlunarskýTslur 1958
31*
enda er landið tilgreint, ef það er ekki nema eitt. Tölu landanna, sem ekki eru
sundurliðuð, er getið í sviga.
Sundurliðun útflutningsins í töflu V B er, gagnstætt því sem á sér stað
um töflu V A, ávallt eins djúp og í aðaltöflunni, IV B. Sömuleiðis eru þar tilgreind
öll lönd, sem kver útflutningsvara hefur verið flutt út til, hversu lítið sem verð-
mætið er.
í töflu VI (bls. 121—140) er tahnn upp innflutningur frá hverju landi
og útflutningur til þess, en aðeins verðmætið, enda sést tilsvarandi magn
að jafnaði í töflum V A og B, svo og í töflum VI A og B, þar sem þó ekki er sundur-
liðun á lönd. Sundurliðun innflutningsins er í töflu VI hagað svo, að upphæð vöru-
flokksins er tilgreind, en þó að jafnaði ekki nema verðmætið nái %% heildar-
innflutningnum frá viðkomandi landi. Hins vegar eru tilgreindar einstakar vöru-
greinar í vöruflokki, ef þær að verðmæti til ná %% heildarinnflutningi frá land-
inu. Nái enginn vöruflokkur í vörubálki þí>% af innflutningi, þá er heildarupphæð
vörubálksins tilgreind, með númeri hans og 2 núllum fyrir aftan. Ella er allt það
í vörubálki, sem er ekki tilgreint sérstaklega, sett í einn safnlið t. d.: ,,annað í
bálki 6“. — Útflutningur til hvers lands er hins vegar ávallt sundurliðaður til
fullnustu, eins og í aðaltöflunni, IV B.
Það hefur verið regla í íslenzkum verzlunarskýrslum að miða viðskiptin við
innkaupsland og söluland, hvaðan vörurnar eru keyptar og hvert þær eru
seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum löndum en þar, sem þær
eru framleiddar, og eins er um ýmsar útfluttar vörur, að þær eru notaðar í öðrum
löndum en þeim, sem fyrst kaupa þær. Innkaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta
hugmynd um hin eiginlegu vöruskipti milli framleiðenda og neytenda varanna.
Ýmis lönd hafa því breytt verzlunarskýrslum sínum viðvíkjandi viðskiptalöndum
í það horf, að þær veita upplýsingar um upprunaland og neyzluland. Til þess að
fá upplýsingar um þetta viðvíkjandi innflutningi til íslands, er á innflutnings-
skýrslueyðublöðunum dálkur fyrir upprunaland varanna, auk innkaupslandsins,
en sá dálkur hefur mjög sjaldan verið útfylltur. Hefur því ekki þótt tiltækilegt að
gera yfirht um það. Þó hefur verið breytt til um nokkrar vörur, þar sem augljóst
hefur þótt, hvert upprunalandið var. Á þetta einkum við um sumar þungavörur,
svo sem kol, olíur, bensín, salt o. fl.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
Exlernal trade by customs areas.
Töflu VII á hls. 141 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar vöru eftir
tollafgreiðslustöðum. í því sambandi skal tekið fram, að tölur þessarar töflu
eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt er að bæta úr. T. d.
kveður talsvert að því, að farmar og einstakar vörusendingar séu tohafgreiddar —
og þar með taldar fluttar inn — í öðru tollumdæmi en þar, sem innflytjandi er
búsettur. Eins og vænta má, er það aðallega í Reykjavík, sem tollafgreiddar eru
vörur, sem fluttar eru inn af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um skiptingu
útflutningsins á afgreiðslustaði, þar sem það er talsvert mikið á reiki, hvaðan
útflutningurinn er tilkynntur. Stafar þetta einkum af því, að sölusambönd, sem
hafa aðsetur í Reykjavík, annast sölu og útflutning á sumum helztu útflutnings-
vörunum, þannig að útflutningsvörur utan af landi eru afgreiddar í Reykjavík og
oft ekki tilkynntar Hagstofunni sem útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.