Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1967, Page 25
Verzlimarskýrslur 1966
23*
flutningsins eftir notkun er miklum vandkvæðum bundin, fyrst og fremst
vegna þess að sumar vörutegundir falla á fleiri en einn hinna þriggja aðal-
flokka, auk þess sem þær geta talizt til tveggja eða fleiri undirflokka hvers
aðalflokks. 1 stað þess að skipta innflutningi hverrar slíkrar vörutegundar
eftir notkun hennar — en það er óframkvæmanlegt — hefur hér verið
farin sú leið að skipa slíkum vörum þar í flokk, sem notkun þeirra er
talin mest. Eldsneytisvörur (olíur, benzín og kol) hafa hér sérstöðu, bæði
vegna þýðingar þeirra og margbreytni í notkun, og var sú leið farin að
setja þær i sérstakan lið í rekstrarvöruflokknum. í þvi sambandi verður
að hafa í huga, að heildarverðmæti neyzluvöruflokksins er í yfirlitinu
talið of lágt svarandi til þess hluta eldsneytisinnflutningsins, sem fer til
neyzlu (t. d. benzín á fólksbíla, olía til húsakyndingar). Sömuleiðis má
halda því fram, að t. d. fólksbílar, sem taldir eru með fjárfestingarvörum,
ættu frekar að vera í neyzluvöruflokknum, ekki siður en aðrar varanlegar
neyzluvörur þar, svo sem rafmagnsheimilistæki. Þessi dæmi eru tekin hér
aðeins til þess að skýra yfirlitið um flokkun innflutningsins og stuðla
að því, að menn noti niðurstöður þess með varfærni. — Rétt er að geta
þess sérstaklega, að allar hrávörur og efnivörur til innlendrar neyzluvöru-
framleiðslu eru í 5. yfirliti taldar neyzluvörur, en ekki rekstrarvörur.
Innflutningur vegna Búrfellsvirkjunar. Framkvæmdir við virkjun
Þjórsár við Búrfell hófust á árinu 1966. Innflutningur á árinu vegna
þessarar virkjunar, sem nam alls 143,1 millj. kr. að cif-verðinæti, er inni-
falinn i innflutningstölum ársins. Það skal tekið fram, að innflutningur
1966 vegna stækkunar á gufuaflstöðinni við Elliðaár, sem er þáttur í
framkvæmdum samkvæmt lögum nr. 59/1965, um Landsvirkjun, er ekki
talinn með í nefndum 143,1 millj. kr. innflutningi. — Samkvæmt 13. gr.
Landsvirkjunarlaga skal fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni,
tækjum og vélum til viðkomandi framkvæmda, þó ekki af vinnuvélum,
en fjármájaráðherra er heimilt að fresta innheimtu þessara gjalda af
vinnuvélum, eða hluta þeirra, gegn tryggingum. Vinnuvélar, skráðar inn-
fluttar á árinu til virkjunarframkvæmda við Búrfell, eru með öðrum vél-
um í vörugrein 71 hér á eftir, með alls 55,2 millj. kr. innflutningi. —
Hér á eftir er allur þessi innflutningur 1966 sundurgreindur eftir vöru-
greinum og löndum innan þeirra. Tilgreind er nettóþyngd innflutnings
frá hverju landi í tonnum, síðan fob-verðmæti og loks cif-verðmæti,
hvort tveggja í þús. kr.
24‘. Trjáviður og korkur
Danmörk ............
Sviþjóð ............
477,1 1 427 1 592
134,7 365 453
342,4 1062 1 139
57. Sprengiefni o. þ. h,
Noregur ...........
Sviþjóð ...........
180,7 3 572 3 760
104,2 1 934 2 003
76,5 1 638 1 757
62. Unna'r gúmvörur, ót. a.
Danmörk ................
27,7 2 524 2 653
2,0 183 190