Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 10
6
Vcrslunarskýrslur 1974
í annarri skránni ætti sér „mótnúmer“ með nákvæmlega saina innihaldi
i hinni. Dró þetta úr notagildi skrárinnar og hagskýrslugerð á þessu sviði
torveldaðist, en þetta var lagfært, með því að bætt var áður nefndum
rúmlega 200 undirliðum við Brússel-skrána, jafnframt þvi sem ýmsar
breytingar voru gerðar á tölfræðilegu vöruskránni. Komust þessar tvær
skrár þar með í fullt samræmi hvor við aðra.
í Brússel-skránni eru á 14. hundrað vörunúmer að meðtöldum áður
nefndum 200 undirliðum. í hinni endurskoðuðu tölfræðilegu skrá (Stand-
ard International Trade Classification, Revised), sem gefin var út af
Sameinuðu þjóðunum, New York 1961, voru 1312 vörunúmer. í islensku
tollskránni eru nú um 2500 vörunúmer, enda eru mörg númer alþjóð-
legu skrárinnar með 2 eða fleiri undirliði í íslensku tollskránni.
Hin endurskoðaða vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna er þannig
uppbyggð: f 625 undirflokkum („subgroups", táknaðir xxx.x) á hver vara
í millirikjaviðskiptum sinn stað. Af þessum undirflokkum eru 278 skiptir
þannig að 944 númer („subsidiary headings", táknuð xxx.xx) bætast við
625h-278 númer, og verður heildartala vörunúmera þá 1312, eins og
áður segir. Hinir 625 undirflokkar skiptast á 177 vöruflokka („groups“,
táknaðir xxx), og þeir ganga upp í 56 vörudeildir („divisions", táknaðar
xx), sem að lokum mynda vörubálka („sections“, táknaðir x).
Verslunarskýrslur fyrir árið 1974 eru með sömu tilhögun og versl-
unarskýrslur undanfarinna ára.
Aðaltafla innflutnings, tafla IV, er í tollskrárröð. Aðaltafla útflutn-
ings, tafla V, var frá og með Verslunarskýrslum 1970 sett í röð nýrrar
vöruskrár Hagstofunnar fyrir útflutning, sem tekin var í notkun í ársbyrj-
un 1970. Töflu III var breytt til samræmis við þetta, og eru því útfluttar
vörur í henni í sömu röð og í töflu V, en saman dregnar, þannig að
verðmætistölur svara til 2ja fyrstu stafa hinnar 6 stafa tákntölu hvers
vöruliðs i vöruskrá útflutnings. Hér vísast að öðru leyti til liðs 3 í skýr-
ingum við töflu V, á bls. 210. — Að öðru leyti eru aðaltöflur að mestu
óbreyttar frá því, sem verið hefur.
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og
útflutnings (V) vísast að öðru leyti til skýringa i upphafi hvorrar töflu.
Einkum er visað til liða 3—5 i skýringum við töflu IV.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 var innflutningurinn i versl-
unarskýrslum eingöngu tnlinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru i útflutnings-
landinu (fob-verð), að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar lil hún er
affermd á ákvörðunarstað. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og
vátryggingu. Síðan í Verslunarskýrslum 1951 hefur innflutningurinn
einnig verið gefinn upp á foh-verði i nokkrum töflum. Svo er nú i töfl-
um I og IV og i 2. yfirliti í inngangi. — í þeim kafla inngangsins, sem
fjallar sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að fob-verð-
mæti innflutningsins og mismun þess og cif-verðmætisins.