Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Page 11
Verslunarskýrslur 1974
7
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í ís-
lenska mynt á sölugengi, en útflutningstölur eru aftur á móti miðaðar
við kaupgengi.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru vísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, heldur beint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heimflutn-
ingskostnaðar og kemur þá fram verðmætið, sem tekið er í verslunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið tek-
inn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnimánaðar og des-
embermánaðar, nema þegar sérstök ástæða hefur verið til annars, í sam-
bandi við gengisbreytingar. Sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainn-
flutninginn. ■— í kaflanum um innfluttar vörur siðar i innganginum er
gerð nánari grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1974. — Útflutt
ski]) hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um
útfluttar vörur siðar í innganginum er gerð grein fj'rir sölu skipa úr
landi 1974.
Útflutningurinn er í verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða
með nmbúðum. fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytj-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að i útflutningslevfinu, er upphæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum,
er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trygg-
ingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettóverðið til útflvtjand-
ans er fob-verðið samkvæmt verslunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útflutningi. í kjölfar gengisbrevtingar i nóv. 1968 var útflutningsgjaldi
af sjávarafurðum breytt frá og með ársbvrjun 1969, sjá II. kafla laga nr.
79/1968, um ráðstafanir i sjávarútvegi vegna breytingar gengis islenskrar
krónu. Gjaldi þessu var enn brevtt með bráðahirgðalögum nr. 73 1. júní
1970, með lögum nr. 4/1971, með lögum nr. 17/1972, með lögum nr.
19/1973 og með bráðabirgðalögum nr. 87 20. sept. 1974. Vísast til þessara
laga. Auk hins almenna útflutningsgjalds á sjávarafurðum, greiða út-
flytjendur þeirra gjöld af fob-verði i Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins
og í Fiskveiðasjóð íslands, þó ekki af afurðum frá hvalveiðum, selveið-
um og hrognkelsaveiðum. Gjaldið til Aflatryggingasjóðs (sbr. lög nr. 77/
1962 og lög nr. 80/1971) var hækkað frá og með 19. febr. 1969 úr 1%%
i 2*4%, með lögum nr. 74/1969, um breyting á lögum nr. 77/1962, og
enn frekar í 2%% 1. júní 1970, með bráðabirgðalögum nr. 23/1970. Með
lögum nr. 5 5. april 1971 var veitt heimild til að lækka gjald af niður-
lögðum og niðursoðnum sjávarafurðum í Aflatryggingasjóð úr 2,75% í
0,92%. Þessi heimild var notuð og látin gilda frá 1. júlí 1970. Var gjaldið