Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Síða 14
10
Verslunarskýrslur 1974
þeirra í gjaldeyriskaupum og sölu (dollar meðtalinn), er, samkvæmt
útreikningum hagfræðideildar Seðlabanka Islands, 45,6% á kaupgengi
og 50,8% á sölugengi. Meðalgengi dollars gagnvart krónunni var 1974
kr. 99,84 kaup og kr. 100,24 sala, og er um að ræða 11,3% hækkun frá
meðalgengi dollars 1973. Samkvæmt útreikningum hagfræðideildar
Seðlabanka Islands er hækkun frá 1973 til 1974 á meðalgengi allra er-
lendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
sölu, 11,1% á kaupgengi og 11,4% á sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar
komi hér til, mun þetta hlutfall komast næst því að sýna áhrif gengis-
breytinga á verðmætistölur verslunarskýrslna 1974. Hér skal á það
bent, að mikið kveður að þvi, að innflutningur -— og i enn rikara mæli
útflutningur — sé verðskráður og greiddur i gjaldmiðli annars lands
en þess, sem selur hingað eða kaupir héðan vöru.
Eins og áður segir kom almenn 17,0% gengisfelling krónunnar
til framkvæmda 2. september 1974. Svo sem ávallt á sér stað við meiri
háttar gengislækkanir voru sett lög (nr. 78 30. ágúst 1974) um ráð-
stafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um breytingu á gengi
islenskrar krónu. Var hér um að ræða hliðstæð ákvæði varðandi toll-
afgreiðslu innflutnings og kaup á gjaldeyri fyrir útfluttar sjávarafurðir
og lögfest voru við gengisbreytingu 19. desember 1972, sjá greinargerð
á bls. 7 í janúarblaði Hagtiðinda 1973. Gengishagnaður sá, er myndast
vegna þess að iitfluttar sjávarafurðir framleiddar fyrir 1. september
1974 skulu greiddar útflytjendum á eldra gengi, skal færður á sér-
stakan reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlabankanum. Fé á þessum reikn-
ingi skal, með vissum frávikum, ráðstafað með sérstökum lögum i
þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. t bráðabirgðalögum nr. 87 20.
september 1974, um ráðstafanir í sjávarútvegi og um ráðstöfun gengis-
hagnaðar, er kveðið á um þetta, en i þessum lögum voru einnig ákvæði
um ýmsar frekari ráðstafanir til að „tryggja viðunandi rekstrarafkomu
sjávarútvegsins og til þess að greiða fyrir ákvörðun nýs fiskverðs frá
1. september s. 1. að telja,“ eins og segir í inngangsorðum bráðabirgða-
laganna.
Sú regla gildir almennt, að verðmæti utanríkisverslunar eru tekin
á skýrslu á því gengi, sem gildir hverju sinni, er vörur eru tollafgreiddar
inn í landið eða út úr því. En við meiri háttar gengisfellingar er vikið
frá þessu. Er hér á eftir gerð grein fyrir því, hvernig gengisfellingin í
september 1974 verkar á tölur verslunarskýrslna, eins og þær eru birlar
í þessu hefti og i Hagtíðindum:
Innfliitningur. Hið nýja gjaldeyrisgengi gilti við ákvörðun tolla
og annarra gjalda á innfluttum vörum frá mánudegi 2. september 1974.
Þó skyldi, samkvæmt ákvæðum i lögum nr. 78/1974, miðað við eldra
gengi, ef fullnægjandi skjöl hefðu verið afhent til tollmeðferðar fyrir
22. ágúst 1974, en þó þvi aðeins að tollafgreiðslu væri lokið fvrir 7.
sept. 1974. Eins og við fyrri gengisfellingar var gerð undantekning
fyrir vörur áður afhentar innflytjanda með levfi tollvfirvalds gegn