Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Side 24
20*
Verslunarskýrslur 1974
28. Sólberg ÓF-212 frá Frakklandi, skuttogari
29. Gullberg VE-292 frá Noregi, fískiskip ... .
30. Eldvík frá Vestur-Þýskalandi, farskip .. . ,
31. Hvítá frá Vestur-Þýskalandi, farskip...
32. Tungufoss frá Danmörku, farskip .........
33. Bakkafoss frá Vestur-Þýskalandi, farskip .
34. ísborg frá Danmörku, farskip ..........
35. Svanur frá Noregi, farskip ..............
36. Sclá frá Hollandi, farskip...............
37. Grjótjötunn frá Noregi, sanddæluskip ...
38. Trölli frá Hollandi, dýpkunarskip......
39. Nökkvi frá Hollandi, dráttarbátur......
Samtals
Rúmlestir Innflutn.verð
brúttó þús. kr.
500 227 000
347 199 900
1 491 165 085
500 114 765
499 194 605
2 724 317 693
1 427 161 326
778 129 100
1 450 140 198
300 66 610
121 57 815
15 7 294
24 526 5 425 284
I verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og
heimsiglingarkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í inn-
flutningsverði, séu keypt hér á landi og því tvítalin í innflutningi. —
24 fyrst talin skip eru talin með innflutningi júnímánaðar, en hin
með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1974 voru flutttar inn 18 fluguélar að verðmæti alls 160 602
þús. kr. Með innflutningi júnímánaðar er talin 1 flugvél frá Noregi að
verðmæti 18 740 þús. kr., 1 flugvél frá Belgíu að verðmæti 1 975 þús.
kr., 4 flugvélar frá Bretlandi að verðmæti 24 498 þús. kr. og 6 flug-
vélar frá Bandaríkjunum að verðmæti 106 975 þús. kr. Með innflutningi
desembermánaðar er 1 þyrla frá Bretlandi að verðmæti 844 þús. kr., 1
sviffluga frá Vestur-Þýskalandi að verðmæti 2 288 þús. kr. og 1 svif-
fluga og þrjár flugvélar frá Bandaríkjunum að verðmæti 5 282 þús. kr.
1 3. yfirliti er sýnd árleg neysla nokkurra vara á hverju 5 ára slceiði,
siðan um 1880 og á hverju ári síðustu árin, bæði í heild og á hvern
einstakling. Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt
magn og talið, að það jafngildi neyslunni. Sama er að segja um öl framan
af þessu tímabili, en eftir að komið var á fót reglulegri ölframleiðslu i
landinu er hér miðað við innlent framleiðslumagn. — Vert er að hafa
það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til um neyslumagn, nema
birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs, en þar getur
munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneysluna, þarfnast sérstalrra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyslunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneysla, þó að
hluti hans hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi
um, hve stór sá hluti hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að
meginhluti vínandans hafi á þessu tímabili farið til drykkjar. — Frá
árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverslunar ríkisins á sterkum drykkjum
og léttum vínum og hún talin jafngilda neyslunni, en vinandainnflutning-
urinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir til fram-
leiðslu brennivíns og ákavítis hjá Áfengisversluninni, talinn í sölu hennar