Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 42
38
Verslunarskýrslur 1974
á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé skilað til bankanna.
Útflutningsverðmæti 18 skipa, sem seld voru úr landi 1974 (nr.
93.20.00, 93.30.00 og 93.90.00 í töflu V), nam alls 493 571 þús. kr. Af
þeim voru 9 seld til niðurrifs, 8 síðutogarar og 1 farskip, að útflutnings-
verðmæti alls 71 174 þús. kr. Hér fer á eftir skrá yfir skip seld úr landi
1974:
brúttó þús. kr.
1. Marz RE-261 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs) ............
2. Úranus RE-343 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs) ..........
3. Sléttbakur EA-4 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs).........
4. Kaldbakur EA-1 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs) .........
5. Hallveig Fróðadóttir RE-203 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs) .
6. Tungufoss til Kýpur, farskip ..................................
7. Eldvík til Grikklands, farskip ................................
8. Bakkafoss til Líberíu, farskip ................................
9. Rangá til Danmerkur, farskip ..................................
10. Röðull GK-518 til Bretlands, síðutogari (til niðurrifs) .......
11. Svalbakur EA-2 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs)..........
12. Akraborg til Bretlands, farþegaskip ...........................
13. Hjörleifur RE-211 til Spánar, síðutogari (til niðurrifs) ......
14. Jökulfell til Spánar, farskip (til niðurrifs) .................
15. Suðri til Kýpur, farskip ......................................
16. Selá til Kýpur, farskip .......................................
17. Norðri til Panama, farskip.....................................
18. Huginn II VE-55 til Noregs, fískiskip .........................
684 9 319
656 8 933
654 5 629
654 5 629
736 4 493
1 176 38 786
933 38 308
1 441 81 627
976 56 401
680 7 423
656 9 933
358 18 304
610 9 278
972 10 537
388 13 267
962 70 364
497 65 572
188 39 768
Samtals 13 221 493 571
Sex hin fyrst töldu skip eru talin með útflutningi júnímánaðar, en
hin með útflutningi desembermánaðar.
Engin flugvél var seld úr landi á árinu 1974.
1 6. yfirliti er sýnd hlutfallsleg skipting á verðmæti útfluttra afurða
eftir uppruna, þ. e. í meginatriðum eftir atvinnuvegum. Frá ársbyrjun
1970 kom til framkvæmda endurskoðuð og bætt flokkun á útfluttum
afurðum eftir uppruna. Hafa niðurstöður hennar verið birtar í 6. yfir-
liti í Verslunarskýrslum síðustu ára, ásamt með tölum samkvæmt eldri
flokkuninni allt aftur til aldamóta, enda voru þær sæmilega sambæri-
legar innbyrðis að því er varðar afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar,
en útfluttar iðnaðarvörur komu ekki sérstaklega fram í eldri flokkuninni,
heldur voru þær taldar í „ýmislegu“. Rétt þótti að fá fram hlutdeild
iðnaðar i útflutningi aftur i tímann, og um leið var annar útflutningur
fyrir 1970 endurflokkaður til samræmis við þá flokkun, er tók gildi
1970. Þá voru og þessar tölur látnar ná aftur til ársins 1881. Er 6. yfir-
lit af þessum sökum alveg ný tafla, með samræmdum upplýsingum fyrir
allt tímabilið 1881—1974. Að öðru leyti vísast til skýringa í neðanmáls-
grein við 6. yfirlit. — Flokkun sú á útflutningi, er hér um ræðir, kemur
fram í töflu III á bls. 20—27, og þar sést staður hverrar útflutningsvöru
í þessari flokkun. Þó er flokkunin í töflu III önnur að því leyti, að af-
urðir af hvalveiðum mynda þar ekki sérflokk, heldur eru þær með sjáv-