Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Page 54
50
V eralunarskýrslur 1974
Á árinu voru sett ný lög um tollskrá o. fl. (nr. 6 5. mars 1974), og
tóku þau þegar gildi. Ný tollskrá samkvæmt þessum lögum kom í stað
tollskrár í lögum nr. 1/1970 með síðari breytingum. Hin nýja tollskrá
felur í sér fjölmargar og allvíðtækar breytingar á tollum, og voru þær
allar til lækkunar. Jafnframt bættust við allmörg ný tollskrárnúmer
(þar á meðal númer með nýjum verndarvörum, t. d. í plastvörukafla
tollskrár), en á hinn bóginn var einnig noltkuð um sameiningu eldri
tollskrárnúmera. Ýmsar samræmingar og lagfæringar voru og gerðar
á tollskránni, oft vegna erinda, sem fjármálaráðuneytinu höfðu borist
síðan síðasta heildarendurskoðun tollskrárlaga hafði farið fram. Að því
er varðar tollalækkanir var í fyrsta lagi um að ræða verulega niður-
færslu tolla á vélum og hráefnum til iðnaðar. Var það þáttur í fyrir-
ætlunum um að bæta samkeppnisaðstöðu iðnaðarins í sambandi við
minnkaða tollvernd vegna lækkandi tolla á verndarvörum innfluttum
frá löndum Fríverslunarsamtakanna og Efnahagsbandalagsins. Þessi
lækltun tolla á vélum og hráefnum gilti í raun frá ársbyrjun 1974 að
því er varðar iðnað í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur, því að
hlutaðeigandi iðnaðarfyrirtæki fengu endurgreiddan tollamismun á vél-
um og hráefnum innfluttum á tímabilinu frá ársbyrjun 1974 og til
gildistökudags nýrrar tollskrár 6. rnars 1974. Var þessi tollalækkun
almennt um 50%, og frá ársbyrjun 1976 eiga tollar á þessum vélum
og hráefnum að falla alveg niður. — í öðru lagi var ákveðin lækkun
tolla á verndarvörum innfluttum frá löndum utan EFTA og EBE. Talið
var óhjákvæmilegt að lækka þessa tolla í kjölfar tollalækkunar sömu
vara frá EFTA- og EBE-löndum, þar eð mikill tollmunur gæti leitt til
óæskilegrar viðskiptaþróunar. í þriðja lagi var í þessum nýju tollskrár-
lögum stigið fyrsta skref til lækltunar fjáröflunartolla almennt, þar á
meðal var ákveðin lækkun á mörgum 100% tolltöxtum i 80%, og enn
fremur á tollum á ýmsum vörum, sem jöfnum höndum eru notaðar
sem hráefni til iðnaðar og til neyslu eða fjárfestingar. — Gert var ráð
fyrir, að tollalækkanir samkvæmt þessari nýju tollskrá lækkuðu tekjur
rikissjóðs sem hér segir, miðað við áætlað innflutningsverðmæti 1974:
Millj. kr.
Tollalækkun á vélum og hráefnum ................................ 325
„ frá löndum utan EFTA og EBE ........................ 235
„ á fjáröflunartollavörum ............................ 55
Alls 615
Vegna verulega aukins innflutnings 1974 umfram áætlun hefur
tekjutap rikissjóðs vegna þessara tollalækkana orðið meira en þetta.
— Að lokum skal það tekið fram, að í tollskrá 1974 eru í sérstökum
dálkum sýndir tollar á verndarvörum frá löndum EFTA og EBE eins
og þeir eru á hverjum tíma frá ársbyrjun 1974 til ársloka 1976. Er
þetta gert til þess, að ekki þurfi að gefa út tollskrána árlega á þessu
tímabili.