Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Page 55
Verslunarskýrslur 1974
51*
Samkvæmt lögum nr. 79/1974 um fjáröflun til vegagerðar hækkaði
innflutningsgjald á bensíni úr kr. 9,87 í kr. 16.00 á lítra frá 9. september
1974, en gjald á hjólbörðum og gúmmíslöngum hélst óbreytt, kr. 45,00
á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum hækkaði á árinu 1974 (sbr. reglu-
gerð nr. 103 17. maí 1974). 25% gjaldið hækkaði í 35%, en 15% gjaidið
í 20%. Að öðru leyti vísast hér til greinargerðar neðst á bls. 45* í inn-
gangi Verslunarskýrslna 1972 og til viðbótar við hana neðarlega á bls.
46* í inngangi Verslunarskýrslna 1973.
Samkvæmt upþlýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1973 1974
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) 6 654,8 9 585,1
Bensíngjald2)...................................................... 885,8 1 102,6
Gúmmígjald2) ....................................................... 89,6 104,9
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum......................... 388,2 757,0
Alls 8 018,4 11 549,6
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum var frá 1. mars 1973
hækkaður úr 11% í 13%, með því að þá bættist við hann sérstakt 2%
gjald til Viðlagasjóðs (sbr. lög nr. 4/1973). Frá 25. mars 1974 hækkaði
söluskattur úr 13% í 17% og frá 1. október 1974 úr 17% i 19% (sbr.
lög nr. 10/1974 og nr. 85/1974). Frá 1. mars 1974 rennur helmingur
hins sérstaka Viðlagasjóðsgjalds til Olíusjóðs (vegna húshitunar). I
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga runnu 8% af andvirði 11% söluskattshluta,
þar til 1. október 1974, er hlutdeild Jöfnunarsjóðs varð 8% af andvirði
13% söluskattshluta. Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um sölu-
skatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjenda
leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10%
áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi voru 415,1 millj. kr. 1973,
en 860,5 millj. kr. 1974, hvort tveggja áður en 8% hluti Jöfnunarsjóðs,
og hluti Viðlagasjóðs og Olíusjóðs 1974 dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
töldum söluskatti) sýnir 44,0% hækkun þeirra frá 1973 til 1974. Heild-
arverðmæti innflutnings hækkaði hins vegar um 65,2% frá 1973 til
1974. Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin — en á þeim
eru engin gjöld — er hækkun innflutningsverðmætis 68,1%. Sé enn
fremur sleppt innflutningi til framkvæmda Landsvirkjunar og til ís-
1) Innifalin i aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
(1973 327,2 millj. kr., 1974 472,0 millj. kr.), tollstöðvargjald og byggingarsjóðsgjald
(hvort um sig Vi% af aðflutningsgjöldum, samtals: 1973 65,4 millj. kr., 1974 94,4
Piillj. kr.), sjónvarpstollur (1973 34,7 millj. kr., 1974 34,2 millj. kr.) og sérstakt gjald
til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (1973 10,2 millj. kr., 1974 15,7 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.