Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Blaðsíða 11
Verslunarskýrslur 1976
9*
falla undir stórflutning, hækkuðu í júní 1976 á sama hátt og stykkja-
vörufarmgjöld innflutnings. Að því er varðar stórflutning á frystum fiski,
sem samið er um sérstaklega, varð sú breyting, að farmgjöld hækkuðu
1. júlí 1976 úr 80 dollurum í 85 dollara á tonn, miðað við fryst flök til
Bandaríkjanna. Þetta farmgjald var óbreytt 80 dollarar á tonn allt árið
1975. Sérstök viðbót við þetta farmgjald vegna olíuverðhækkunar var
fellt niður 1. júlí 1976, og hefur þvi taxtabreytingin þá verið óveruleg
í raun. — Farmgjöld fyrir stórflutning fiskmjöls héldust sem næst
óbreytt, samkvæmt ráðandi marlcaðsaðstæðum. — Hér hefur aðeins verið
getið meginbreytinga á farmgjöldum 1976, til þess að gefa mynd af þróun
þessara mála í stórum dráttum. — Þetta eru upplýsingar frá Eimskipa-
lelagi íslands, en likt mun hafa gerst hjá öðrum innlendum farskipa-
útgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 9*—10* í inngangi Verslunarskýrslna 1975
er greinargerð um breytingar á gengi íslensku krónunnar 1975 og áhrif
þeirra á tölur Verslunarskýrslna. Þar er og skýrt stuttlega frá þróun
gjaldeyrisgengis frá miðju ári 1973.
í árslok 1975 var dollargengi kr. 170,60 kaup og kr. 171,00 sala,
cn í árslok 1976 var það kr. 189,50 kaup og kr. 189,90 sala. Þessi hækkun
á gengi dollars stafar af gengissigi, sem nam að meðaltali um 1% á
mánuði 1976. Að því er varðar gengisbreytingar 1976 vísast að öðru leyti
til neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutning eftir mán-
uðum, sem birtist í hverju blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var um að ræða 11,1% hækkun á gengi
lians gagnvart krónunni frá árslokum 1975 til ársloka 1976, en það sam-
svarar 10% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi
hækkun á gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra
i gjaldeyriskaupum og -sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt útreikn-
ing'um hagfi-æðideildar Seðlabanka íslands, 11,2% á kaupgengi og 12,6%
á sölugengi. Árið 1976 var meðalgengi dollars gagnvart krónunni kr.
181,91 kaup og kr. 182,31 sala, og er um að ræða 18,4% hækkun frá
meðalgengi dollars 1975, miðað við miðgengi. Samkvæmt útreikningum
hagfræðideildar Seðlabanka íslands er hækkun frá 1975 til 1976 á árs-
meðalgengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjald-
eyriskaupum og -sölu, 15,2% á kaupgengi og 12,8% á sölugengi. Þótt
ýmsir fyrirvarar komi hér til, mun þetta hlutfall komast næst því að
sýna áhrif gengisbreytinga á verðmætistölur Verslunarskýrslna 1976. Hér
skal á það bent, að mikið kveður að því, að innflutningur — og í enn
rikara mæli útflutningur — sé verðskráður og greiddur í gjaldmiðli
annars lands en þess, sem selur hingað eða kaupir héðan vöru.
Sú regla gildir almennt, að verðmæti utanríkisverslunar eru tekin
á skýrslu á því gengi, sem gildir hverju sinni, er vörur eru tollafgreiddar
inn í landið eða út úr því. Við meiri háttar gengisfellingu er vikið frá
þessu, en um slíka var ekki að ræða 1976.