Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Blaðsíða 53
Verslunarskýrslur 1976
51
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. —
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum varð 1. mars 1975
alls 20% að meðtöldum sérstökum viðaukum, og hefur haldist svo síðan.
Að því er varðar skiptingu andvirðis hans milli ríkissjóðs sjálfs og ann-
arra aðila fram til ársloka 1975 vísast til bls. 51* í Verslunarskýrslum
1975. Frá ársbyrjun 1976 (sbr. lög nr. 76/1975) runnu 8% af 18% sölu-
skattshluta í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Frá sama tima gekk 1% til
Olíusjóðs og 1% til Viðlagasjóðs. Að undanskildum 8% af 18% sölu-
skattshluta og 1% í hvorn fyrr nefndra sjóða rann allt andvirði þessa
20% gjalds i ríkissjóð. — Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um
söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda
leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætl-
aðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi námu 991,0 millj. kr. 1975, en
1 210,7 millj. kr. 1976, hvort tveggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs, Oliu-
sjóðs og Viðlagasjóðs dregst frá.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald
á fjöhnargar innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu
leyti sem þær eru framleiddar innanlands. Frá 1. janúar 1976 var gjald
þetta lækkað í 10%, en frá 7. maí 1976 (sbr. lög nr. 20/1976) var það
hækkað i 18% með gildistíma til 31. desember 1976. Með lögum nr.
119/1976 var vörugjaldið framlengt til ársloka 1977. Vörugjald á inn-
fluttum vörum er reiknað af tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrar-
vörur og ýmsar brýnar neysluvörur eru undanþegnar gjaldi þessu, en
hins vegar er það t. d. yfirleitt tekið af fjárfestingarvörum. Tekjur af
vörugjaldi, sem renna óskiptar í ríkissjóð, námu 1 152 millj. kr. 1975 og
3 505 millj. kr. 1976.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
löldum söluskatti, vörugjaldi og gjaldi af gas- og brennsluolíum, sem
aðeins var innheimt 1976), sýnir 19,8% hækkun þeirra frá 1975 til 1976.
Heildarverðmæti innflutnings hækkaði hins vegar um 14,1% frá 1975 til
1976. Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin — en á þeiin
eru engin gjöld — er hækkun innflutningsverðmætis 18,9%. Sé enn
fremur sleppt innflutningi til framkvæmda Landsvirkjunar, Kröflunefnd-
ar og til íslenska álfélagsins h.f. — en hann er undanþeginn aðflutnings-
gjöldum að mestu — hækkar innflutningsverðmæti um 18,1% milli um-
ræddra ára.
Hér á eftir er cif-verðmæti innflutnings 1975 og 1976 skipt eftir
tollhæð, bæði í beinum tölum og hlutfallstölum. 1 yfirliti þessu er ekki
tekið tillit til niðurfellingar og endurgreiðslu tolls samkvæmt heimild-
um í 3. gr. tollskrárlaga, en þær skipta þó nokkru máli. Þá er og
innflutningur til framkvæmda Landsvirkjunar, Kröflunefndar og íslenska
álfélagsins h.f., sem er tollfrjáls, ekki talinn vera með 0% toll, heldur er
hann flokkaður til þeirra tolltaxta, sem eru á viðkomandi tollskrárnúmer-