Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1977, Blaðsíða 41
Verslunarskýrslur 1976
39
1970. Þá voru og þessar tölur látnar ná aftur til ársins 1881. 6. yfirlit,
þannig breytt, birtist fyrst í Verslunarskýrslum 1974. Það er í raun alveg
ný tafla með samræmdum upplýsingum allt frá árinu 1881. Að öðru leyti
vísast til skýringa i neðanmálsgrein við 6. yfirlit. — Flokkun sú á út-
flutningi, er hér um ræðir, kemur fram í töflu III á bls. 20—27, og þar
sést staður hverrar útflutningsvöru í þessari flokkun. Þó er flokkunin i
töflu III önnur að því leyti, að afurðir af hvalveiðum mynda þar ekki
sérflokk, heldur eru þær með sjávarafurðum. Hér er um að ræða töluliði
nr. 30, 40, 41 og 48 í töflu III, og auk þess getur verið eitthvað af hval-
afurðum í nr. 49 (sjávarafurðir ót.a.). — Flokkun þessi á útfluttum vör-
um eftir uppruna, sem eins og áður segir kom til framkvæmda frá árs-
byrjun 1970, var ákveðin i samráði við landbúnaðarráðuneytið, sjávar-
útvegsráðuneytið og iðnaðarráðuneytið, og auk þess var flokkun þessi
borin undir þær stofnanir hinna þriggja aðalatvinnuvega, sem hér eiga
hlut að máli. Enginn ágreiningur var um það, hvernig þessari flokkun
skyldi hagað. Hins vegar telja stofnanir og samtök iðnaðarins niður-
soðnar og niðurlagðar sjávarvörur (nr. 18 í töflu III) með afurðum iðn-
aðar, er þessir aðilar reikna hlutdeild hans í útflutningsverðmætinu
i heild.
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutnings 1976
skiptist á mánuði.
Vörusala Islensks markaðar h.f. íslenskur markaður h.f. hóf i ágúst
1970 verslun með islenskan varning í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Stærstu hluthafar í þessu fyrirtæki eru Samband ísl. samvinnufélaga
(28,6%) og Álafoss h.f. (24,3%). Glit h.f., Osta- og smjörsalan og Slátur-
félag Suðurlands eiga hvert um sig 10% hlutafjárins, en aðrir hluthafar,
um 20 talsins, eru aðallega framleiðendur iðnaðarvöru. Aðalviðskipta-
menn íslensks markaðar eru flugfarþegar, sem eru á förum úr landi, en
auk þess er nokkuð um, að kaupendur panti vörur og fái þær sendar í
pósti. Hvorki vörusala á staðnum né póstsending til útlanda er tekin í
útflutningsskýrslur. Að meðaltali hefur um 91% sölunnar verið í erlend-
um gjaldeyri, og hefur sú sala numið sein hér segir (í þús. kr.). 1971:
69 274, 1972: 72 194, 1973: 82 725, 1974: 88 018, 1975: 158 784 og 1976:
226 820.
Framhald á bls. 44*