Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Síða 10
8*
Verslunarskýrslur 1980
sem komu til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og elds'neyti, þarsem þýðingarlaus vörumagnstollur var látinn
haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar kvikmyndafilmur var
lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. Frá 1. janúar 1977 var vörumagnstollur
einnig felldur niður á þessum vörum, að undanskilinni gasolíu og brennsluolíu. —
Vegna ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom til
framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess að í verslunarskýrslum flestra
landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Farmgjöld. Öll millilandafarmgjöld íslenskra skipaútgerða eru verðskráð í
erlendum gjaldeyri og fylgdu því sjálfkrafa hækkandi gengi erlends gjaldeyris á
árinu (sjá það, sem segir hér á eftir um gjaldeyrisgengi). Hinn 6. maí 1980
hækkuðu farmgjöld Eimskipafélags íslands fyrir stykkjavöruflutning frá Evrópu
um 7% í erlendum gjaldeyri. Farmgjöld fyrir stykkjavöruflutning frá Banda-
ríkjunum hækkuðu 8. febrúar 1980 um 18% og aftur 11. júní um 7%. Ámiðju ári
hófust flutningar frá New York og eru farmgjöld þaðan 9% hærri en frá Ports-
mouth. — Að því er varðar hækkun farmgjalda fyrir stórflutning til landsins
(timbur, járn, áburður, laust korn o. fl.) réðst hún sem fyrr af samkeppnisaðstöðu.
Hinn 6. maí 1980 hækkuðu allir taxtar fyrir útflutning til Evrópulanda, nemafyrir
fiskmjöl og frystan fisk, um 7%. Farmgjöld fyrir stórflutning á frystum fiski til
Evrópulanda, sem samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda, hækkuðu frá
ársbyrjun 1980 úr$ 106 í $ 130átonn(„linerterms“).Farmgjöldfyrirfrystanfisk
til Bandaríkjanna hækkuðu frá sama tíma úr $ 85 í $ 105 á tonn „free out“. Til
viðbótar flutningsgjaldi á frystum fiski var haldið áfram að reikna olíuviðauka
vegna hás olíuverðs, en olíufrádráttur dreginn frá farmgjaldi, þegar olíuverð fór
niður fyrir umsamið viðmiðunarverð. Olíuviðauki/frádráttur var breytilegur frá
einni ferð til annarrar eftir breytingum olíuverðs. Olíuviðauki nam í árslok til
Bandaríkjanna $ 3,73 á tonn (vegið meðaltal). í árslok var olíufrádráttur frá
farmgjaldi til Evrópu $ 1,05 á tonn að meðaltali. — Hér hefur aðeins verið getið
meginbreytinga á farmgjöldum 1980, til þess að gefa mynd af þróun þessara mála
í stórum dráttum. Framan greindar upplýsingar eru frá Eimskipafélagi Islands, en
líkt mun hafa gerst hjá öðrum skipaútgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 8-9 í inngangi Verslunarskýrslna 1979 er skýrt frá
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1979. í árslok 1979 var doll-
argengi kr. 394,40 kaup og kr. 395,40 sala, en í árslok 1980 var það kr. 623,00
kaup og kr. 624,80 sala. Frá ársbyrjun til ársloka 1980 hækkaði því gengi
Bandaríkjadollars um 58,0% gagnvart íslenskri krónu. Fyrstu þrjá mánuði ársins
1980 varð almennt lítil breyting á gengi krónunnar, en 31. mars var það lækkað
um 3% og seig síðan stöðugt fram til ársloka. — Að því er varðar gengi á árinu
1980 vísast að öðru leyti til neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutn-
ing eftir mánuðum, sem birtist í hverju blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 58,0% hækkun á
gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1979 til ársloka 1980, en það sam-
svarar 36,7% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi hækkun á
gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt útreikningum Seðlabanka Islands, 57,0%
á kaupgengi og 51,7% á sölugengi. Árið 1980 var meðalgengi dollars gagnvart
krónunni kr. 478,95 kaup og kr. 480,09 sala, og er það 36,0% hækkun frá
meðalgengi dollars 1979, miðað við miðgengi.Samkvæmt útreikningum Seðla-