Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Síða 11
Verslunarskýrslur 1980
9*
bankans er hækkun frá 1979 til 1980 á ársmeðalgengi allra erlendra gjaldmiðla,
vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og -sölu, 36,9% á kaupgengi og
36,8% á sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér til, mun þetta hlutfall komast
næst því að sýna áhrif gengisbreytinga á verðmætistölur Verslunarskýrslna 1980.
Hér skal á það bent, að mikið kveður að því, að innflutningur — og í enn ríkara
mæli útflutningur—sé verðskráður og greiddur í gjaldmiðli annars Iands en þess,
sem selur hingað eða kaupir héðan vöru.
Sú regla gildir almennt, að verðmæti utanríkisverslunar eru tekin á skýrslu á því
gengi, sem gildir hverju sinni, er vörur eru tollafgreiddar inn í landið eða út úr því.
Áður fyrr var vikið frá þessu, þegar um var að ræða verulega gengisfellingu í einu
stökki, en á seinni árum hefur almennu reglunni verið fylgt.
í árslok 1980 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri sem hér segir
(í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Bandaríkjadollar 1 623,00 624,80
Sterlingspund i 1 489,00 1 493,30
Kanadadollar i 523,65 525,15
Dönsk króna 100 10 340,20 10 370,10
Norsk króna 100 12 025,90 12 060,60
Sænsk króna 100 14 223,70 14 264,80
Finnskt mark 100 16 223,95 16 270,85
Franskur franki 100 13 737,60 13 777,30
Belgískur franki 100 1 973,40 1 979,10
Svissneskur franki 100 35 197,75 35 299,45
Gyllini 100 29 228,20 29 312,70
Vestur-þýskt mark 100 31 818,20 31 910,10
Líra 100 67,03 67,22
Austurrískur schilling 100 4 469,15 4 482,05
Escudo 100 1 176,60 1 180,00
Peseti 100 785,90 788,10
Yen 100 306,00 306,90
írskt pund 1 1 181,80 1 185,20
SDR (sérstök dráttarréttindi) 1 794,58 796,87
Dollargengiðvareinsogáðursegir58,0% hærraíárslok 1980 en í árslok 1979,
en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir: Sterlingspunds 69,3%,
danskrar krónu 40,2%, norskrar krónu 50,2%, sænskrar krónu 50,1%, sviss-
nesks franka 42,6% og vestur-þýsks marks 38,9%.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í íslenskar krón-
ur á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi.