Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Síða 36
34*
Verjlunarskýrslur 1980
í töflu VI á bls. 260 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslugreinum hvert
áranna 1976—80. Er hér um að ræða sérstaka flokkun útflutnings, sem gerð hefur
verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun 1970. Hefur þessi flokkun verið birt i
Hagtíðindum fyrir hvern ársfjórðung, en í verslunarskýrslum er hún aðeins birt
fyrir heil ár.
Einsoggreint varfráí 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verslunarskýrsl-
um talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) í þeirri
höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla getur
ekki átt við ísfisk, sem íslensk skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um
verðákvörðun hans í verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var,
auk löndunar- og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks
ákveðin fjárhæð á tonn fyrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með
ársbyrjun 1968. Á árinu 1980 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við út-
reikning á fob-verði ísfisks (og kolmunna í bræðslu) út frá brúttósöluandvirði
hans, og var hann tekinn í útflutningsskýrslur samkvæmt því (hundraðstölur
tilgreindar hér á eftir miðast allar við brúttósöluandvirði):
Bretland og V-Þýskaland: Á öllum ísfiski nema ísaðri síld: Löndunarkostnaður
kr. 9,60 á kg, hafnargjöld o. fl. 5,3%, sölukostnaður 3% í Bretlandi en 2% í
V-Þýskalandi, tollur 2% á ísuðum karfa, 3,7% á ísuðum þorski, ýsu og ufsa og
15% á öðrum ísfiski. Á ísaðri síld: 5% sölukostnaður í V-Þýskalandi. Danmörk:
Á ísaðri síld: Sölukostnaður 6% í nóvember en 5% í desember. Á koimunna í
bræðslu: 5% hafnargjöld o. fl. Fœreyjar: Á ísfiski: 5,3% hafnargjöld o. fl. í maí og
ágúst en 5% í desember. Á kolmunna í bræðslu: 5% hafnargjöld o. fl.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran hluta af
andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til greiðslu á skips-
hafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefndum frádrætti til útreiknings
á fob-verðmæti. Skortir því mjög mikið á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé
skilað til bankanna.
Útflutningsverðmœti 7skipa, sem seld voru úr landi 1980 (í nr. 93.20.00 í töflu
V), nam alls 2 921 084 þús. kr. Hér fer á eftir skrá yfir skip seld úr landi 1980, en
þau eru öll talin með útflutningi desembermánaðar:
Rúmlestir Útflutn.verðm.
brúttó þús. kr.
Hólmatindur SU-220 til Frakklands, skuttogari 328 505 797
Selá til Panama, farskip 1 450 304 750
Álafoss til Panama, farskip 499 530 530
Kljáfoss til Sýrlands, farskip 500 73 740
Brúarfoss til Panama, farskip 3 132 326 449
Skógafoss til Kýpur, farskip 2 435 571 500
Reykjafoss til Panama, farskip 2 435 608 318
Samtals 10 779 2 921 084
Á árinu 1980 voru 8 flugvélar seldar úr landi, að verðmæti alls 1 571 485 þús.
kr. Með útflutningi júnímánaðar eru taldar 2 flugvélar seldar til Finnlands að
verðmæti 730 421 þús. kr. og 2 til Bandaríkjanna að verðmæti 461 700 þús. kr.—
4 flugvélar seldar til Bandaríkjanna að verðmæti 379 364 þús. kr. eru taldar með
útflutningi desembermánaðar.
I 6. yfirliti er sýnd hlutfallslegskiptitig á verðmœti útfluttra afurða eftir uppruna,
þ. e. í meginatriðum eftir atvinnuvegum. Frá ársbyrjun 1970 kom til framkvæmda
endurskoðuð og bætt flokkun á útfluttum afurðum eftir uppruna. Hafa niður-