Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Síða 49
Verslunarskýrslur 1980
47*
stjórninni. í reglugerð (nr. 233/1978) var kveðið á um, til hvaða tollskrárnúmera
gjald þetta skyldi taka, og voru þau 635 talsins. Jöfnunargjaldið kom til fram-
kvæmda 1. júlí 1978. Lög nr. 83/1978 giltu til 31. desember 1980.— Með lögum
nr. 58 31. maí 1979 var lagt á annað 3% aðlögunargjald í sama tilgangi og tekur
það til sömu tollskrárnúmera og upphaflega 3% gjaldið. Kom þetta viðbótargjald
til framkvæmda 1. júlí 1979. Lög nr. 58/1979 giltu til ársloka 1980 eins og lög nr.
83/1978. Þessi tvö 3% gjöld eru lögð á og innheimt í einu lagi.
Með bráðabirgðalögum nr. 66 5. sept. 1980 var lagt sérstakt tímabundið inn-
flutningsgjald á sælgæti (40%) og kex (32%), og gilda þau lög til 1. mars 1982.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum vörum sem
hér segir, í millj. kr.:
1979 1980
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) 34 946,9 48 383,1
Bensíngjald2) 7 264,4 10 345,7
Gúmmígjald2) 75,9 102,6
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum 4 915,1 7 128,8
Gjald af gas- og brennsluolíum 699,9 501,2
Vörugjald 12 968,9 23 066,4
Jöfnunargjald af innflutningi 1 237,8 2 243,7
Aðlögunargjald af innflutningi 767,8 2 243,7
Innflutningsgjald á sælgæti og kexi “ 432,2
Alls 62 876,7 94 447,4
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en ekki til
endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. — Hinn almenni
söluskattur á innlendum viðskiptum sem hafði 16. september 1979 orðið alls 22 %
að meðtöldum viðaukum, hækkaði í 23,5% 14. apríl 1980, þegar við hann bættist
1,5% orkujöfnunargjald (sbr. Iög nr. 12/1980).
Síðan í ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) hafa 8% af andvirði 18%
söluskattshluta runnið í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í ríkissjóð sjálfan allt
andvirði 2% söluskattshluta og 92% af andvirði 18% söluskattshluta. Samkvæmt
j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota
eða neyslu innflytjanda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum
og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi námu 2 764,1 millj. kr. 1979,
en 5 415,2 millj. kr. 1980, hvort tveggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Hér á eftir er cif-verðmœti innflutnings 1980 skipt eftir tollhœð, bæði í beinum
tölum og hlutfallstölum. í yfirliti þessu er ekki tekið tillit til niðurfellingar og
endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær skipta þó
nokkru máli. F>á er og innflutningur til framkvæmda Landsvirkjunar, Kröflu-
virkjunar, íslenska álfélagsins og íslenska járnblendifélagsins, sem er tollfrjáls,
ekki talinn vera með 0% toll, heldur er hann flokkaður til þeirra tolltaxta, sem er á
viðkomandi tollskrárnúmerum. Þessir vankantar rýra nokkuð upplýsingagildi
yfirlitsins hér á eftir.
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1979 1 683,0 millj. kr., 1980 2 331,3
millj. kr.), byggingarsjóðsgjald sem er Va% af aðflutningsgjöldum (1979 168,3 millj. kr., 1980 233,1 millj. kr.),
og sérstakt gjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1979 60,3 millj. kr., 1980 109,4 millj. kr.). Tekjur
aftolliafsjónvarpstækjumnámu 1 057,4 millj. kr. 1979ogl 414,7 millj. kr. 1980. Tilársloka 1976 vorutekjuraf
bessum verðtolli „markaðar44 Ríkisútvarpinu, en síðan í ársbyrjun 1977 hafa þær runnið í ríkissjóð. Petta hefði átt
að koma fram í þessari neðanmálsgrein þegar í Verslunarskýrslum 1977.