Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1981, Síða 78
28
Verslunarskýrslur 1980
Tafla IV. Innfluttar vörur 1980, eftir tollskrárnr. og löndum.
Imports 1980, by tariff numbers (CCCN) and countries of origin.
1. Tilgreint er fob-verdmœti og cif-verðmœti innflutnings í hverju tollskrárnúmeri, þar sem hann er einhver, í
þúsundum króna. Meðalumreikningsgengi dollars við innflutning 1980 var: $ 1 = kr. 480,09. Verðmæti innfluttr-
ar vöru í erlendum gjaldeyri er umreiknað í íslenskar krónur á sölugengi, þ. e. á því sölugengi, sem er á
tollafgreiðslutíma hverrar vörusendingar. Hér vísast að öðru leyti til þess, sem segir um gjaldeyrisgengi í inngangi
þessa rits. — Allar fjárhæðir eru í gömlum krónum.
2. Pyngd innflutnings er tilgreind nettó í tonnum með einum aukastaf. Nettóþyngd er brúttóþyngd að undanskildum
ytri umbúðum. — Auk þyngdar, er magn nokkurra vörutegunda gefið upp í rúmmetrum (áfengi, timbur),
paratölu (kvensokkar, hanskar úr leðri, skófatnaður) eða stykkjatölu (belti úr leðri, sokkabuxur, manchette-
skyrtur, sjónaukar, úr, skip, björgunarbátar, flugvélar, bifreiðar og fleiri flutningatæki, dráttarvélar, píanó, orgel
og nokkur önnur hljóðfæri, ýmsar vélar og tæki, bæði til atvinnurekstrar og til heimilisnota). í mars/apríl 1974
bættust allmargar vörur í hóp þeirra, sem slíkar magnupplýsingar eru gefnar um, sjá bls. 28 í Verslunarskýrslum
1974. Rúmmetratala/stykkjatala/paratala innflutnings frá hverju landi er tilgreind aftan við heiti þess, en
heildartalan er aftan við texta viðkomandi númers.
3. í töflu IV er sýndur innflutningur í hverju tollskrárnúmeri samkvæmt tollskrárlögum nr. 120 31. des. 1976, með
síðari breytingum. Tollskrárlög eru gefin út í heild á nokkurra ára fresti, og auk þess koma lög til breytinga á
gildandi tollskrá svo að segja árlega.
íslenska tollskráin er hin alþjóðlega Brússel-skrá, en hún er 4ra tölustafa vöruskrá, þar sem tveir fyrstu stafirnir
eru kaflanúmer (01—99) og tveir aftari stafirnir númer vöruliðs í kafla. Þar við bætast undirliðir við mörg númer,
en þeir eru til þess, að hver liður í hinni alþjóðlegu vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna — sem er ætluð til
tölfræðilegrar notkunar — eigi sér lið með sama vöruinntaki í Brússel-skránni. Auk þess sem þessir undirliðir eru í
íslensku tollskránni, er um að ræða frekari sundurgreiningu á sumum liðum hinnar alþjóðlegu skrár, vegna
íslenskra þarfa. Kemur þar aðallega til tvennt, skipting númers vegna þess að vara í því á að fá aðra tollprósentu en
aðrar vörur í því, og skipting númers til þess að fá fram sérgreiningu til upplýsingar.
4. Tollskrárnúmer hvers vöruliðs stendur með feitu letri yfir texta hans vinstra megin, en hægra megin er tilfært
samsvarandi vörunúmer samkvæmt hinni alþjóðlegu vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna. Er þar um að ræða
vöruskrá þessa eins og hún er eftir 2. endurskoðun hennar (Standard International Trade Classification, Revision
2), en breytingar, er urðu á bæði Brússel-skrá og vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna við þá endurskoðun,
voru teknar í íslensku tollskrána með setningu laga nr. 120/1976.
5. Stjarna fyrir framan texta tollskrárnúmers merkir, að hann sé styttur. Getur þar bæði verið um að ræða styttingu á
sjálfum texta viðkomandi tollskrárnúmers og styttingu, sem fólgin er í því, að atriðum í fyrirsögn eða fyrirsögnum
tollskrárnúmers er sleppt að nokkru eða öllu í textanum eins og hann er í töflu IV. Stjarnan er sett fyrir framan
texta slíkra tollskrárnúmera til þess, að notendur töflu IV viti, að þeir þurfa að slá upp í sjálfri tollskránni til þess
að fá fulla vitneskju um texta viðkomandi númers.
6. Eins og gerð er nánari grein fyrir í 1. kafla inngangs, þarf cif-verðmæti innflutnings frá landi að nema minnst
500 000 kr. til þess að það sé tilgreint sérstaklega. Ef aðeins er um að ræða innflutning frá einu landi, er það þó
tilgreint, þótt innflutningur frá því sé undir 500 000 kr. Tala landa, sem minna en 500 000 kr. er flutt inn frá, er
tilgreind í sviga aftan við ,,önnur lönd“ eða „ýmis lönd“.
1. Value of imports in each tariff number is reported FOB and CIF in thous. of kr. A verage conversion rate for dollar
1980: $ 1,00 = kr. 480,09 (selling rate is conversion rate for imports).
2. Weight of imports is reported in metric tons with one decimal. Weights are counted net, i. e. excluding „external“
packing, whereas „internal“ packing is included. The import of some commodities is, in addition to weight, also
reported in cubic metres (m1 2 3 4 5 6), numbers or pairs. —Such figures are, where they occur, listed next to the name of
each country of origin, but the total is in each case stated behind the text of the heading concerned.
3. The nomenclature is that of the lcelandic Customs Tariff which since 1963 has been the same as the Brussels Tariff
(B TN, a 4 digit code, now the CCCN) of the Customs Co-operation Council in Brussels, as subdividedforstatistical
purposes, and with further subdivisions for national use.
4. The tariff number of each heading is stated above its text to the left, but to the right is shown the corresponding
number in the Standard International Trade Classification, Revision 2.
5. An asterisk in front of the text ofa heading indicates that the text has been abbreviated. Thefull text can be seen inthe
Customs Tariff itself which is available in English translation.
6. Countries from which imports amount to less than 500 000 kr. (CIF) are not specified iftheir number is 2 or more.
The number of such countries is stated in brackets behind „önnur lönd“ or „ýmis lönd“ which signifies respectively
„other countries“ and „sundry countries“.