Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1983, Blaðsíða 36
34*
Verslunarskýrslur 1982
Innflutningur varnarliðseigna. Við lok heimsstyrjaldarinnar var sett á fót
nefnd, er keypti fyrir hönd ríkissjóðs ýmsar eignir setuliðanna tveggja, sem jjau
fluttu ekki úr landi. Nefndin sá og um sölu slíkra eigna til innlendra aðila. Arið
1951 hófust sams konar kaup af bandaríska liðinu, sem kom til landsins sam-
kvæmt varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna í maí 1951. Síðar hafa hér bæst
við kaup á bifreiðum o. fl. frá einstökum varnarliðsmönnum, svo og kaup frá
íslenskum aðalverktökum á tækjum o.fl., sem þeir hafa flutt inn tollfrjálst vegna
verka fyrir varnarliðið. Eru hvor tveggja þessi kaup meðtalin í þeim tölum, sem
hér fara á eftir. — Vörur þær, sem hér um ræðir, fá ekki tollmeðferð eins og aðrar
innfluttar vörur, og er þar af leiðandi ógerlegt að telja þær með innflutningi í
verslunarskýrslum. Rétt þykir að gera hér nokkra grein fyrir þessum innflutningi,
og fer hér á eftir yfirlit um heildarupphæð þessara kaupa hvert áranna 1951—82 (í
þús nkr.):
1951 2,0 1958 51,1 1965 42,8 1972 193,3 1979 2 323,0
1952 0,8 1959 98,0 1966 41,2 1973 245,7 '1980 5 148,0
1953 6,6 1960 168,3 1967 53,5 1974 349,2 1981 6 730,3
1954 17,3 1961 80,3 1968 91,6 1975 512,5 1982 8 537,6
1955 20,5 1962 44,7 1969 105,6 1976 640,4 mi 10.177,8
1956 24,4 1963 63,4 1970 193,1 1977 984,1
1957 24,0 1964 41,4 1971 181,1 1978 1 331,2
í kaupverðmætinu er innifalinn kostnaður við viðgerðir o. fl. til aukningar á
söluverðmæti o. fl. Sundurgreining kaupverðmætisins eftir vöruflokkum 1981 og
1982 fer hér á.eftir (í þús. kr.):
Fólksbílar (1981: 178, 1982: 131) ..........................
Vöru- og sendiferðabflar (1981: 55, 1982: 38) ..............
Aðrir bflar ................................................
Vörulyftur, dráttar- og tengivagnar ........................
Vinnuvélar .................................................
Aðrar vélar og tæki ........................................
Varahlutir í bfla og vélar, einnig hjólbarðar ..............
Skrifstofu- og búsáhöld, heimilistæki og húsgögn ...........
Fatnaður ...................................................
Matvæli, niðursoðin, sælgæti og gosdrykkir .................
Ýmsar vörur ................................................
Vörur keyptar innanlands vegna söluvamings, svo og viðgerðir
1981 1982
4 140,3 4 982,6
403,5 523,1
21,8 35,0
37,0 18,9
168,4 466,1
30,3 45,5
131,6 42,4
382,2 272,8
239,8 110,8
599,4 1 313,1
373,1 415,9
202,9 311,4
Alls 6 730,3 8 537,6
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu V (bls. 240—254) er sýndur útflutningur á hverri einstakri vörutegund
eftir löndum. Röð vörutegunda í þessari töflu fylgdi áður vöruskrá hagstofu
Sameinuðu þjóðanna, en frá og með 1970 er röð vörutegunda í þessari töflu
samkvæmt sérstakri vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning. Um þetta vísast til
nánari skýringa í 1. kafla þessa inngangs og við upphaf töflu V á bls. 240.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti útflutningsins eftir vörudeildum
núgildandi vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóðanna. í töflu III á bls. 20—27 eru
verðmætistöflur útflutnings svarandi til 2ja fyrstu tölustafa hinnar 6 stafa tákntölu
hvers vöruliðs í vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning, með skiptingu á lönd.