Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Page 5
Formáli
Verslunarskýrslur 1988 eru nú gefnar út með nýju
sniði. Þetta stafarbæði af breytingum á skýrslugerðinni
sjálfri og af því að æskilegt var talið að stækka brot
Hagskýrslna íslands til þess að bæta framsetningu á
töflum.
í ársbyrjun 1988 breyttist gerð verslunarskýrslna
mikið og kom þrennt til. I fyrsta lagi tók gildi ný
tollskrá sem byggist á nýju, samræmdu flokkunarkerfi
Tollasamvinnuráðsins. Þessi tollskrá er mun
sundurliðaðri en hin eldri. I öðru lagi voru tekin upp ný
eyðublöð fyrir aðflutnings- og útflutningsskýrslur. I
öllum aðalatriðum gera þessi eyðublöð ráð fyrir að
innflytjendur og útflytjendur láti í té svipaðar
upplýsingar og áður. Hins vegar var eyðublöðunum
breytt talsvert þar sem þau voru nú beinlínis miðuð við
samræmda tölvuskráningu tollyfirvalda auk þess sem
þau bera nokkur merki samræmingar við hið svonefnda
„samskjal“ (single administrative document, SAD)
sem samið hefur verið um að tekið verði upp í vöruskipt-
um EFTA- og EB-ríkja. 1 þriðja lagi hófu tollyfirvöld
í ársbyrjun 1988 að tölvuskrá aðflutningsskýrslur. Fram
að því hafði Hagstofan tölvuskráð aðflutnings- og
útflutningsskýrslur vegna skýrslugerðar sinnar.
Tölvuskráning tollyfirvalda tók fyrst í stað aðeins' til
Reykjavíkur en síðar á árinu hófst töl vuskráning einnig
í Hafnarfirði og á árinu 1989 hafa tvö önnur toll-
umdæmi bæst við. Hagstofan hefur jafnóðum hætt að
skrá aðflutningsskýrslur frá þessum embættum en tekur
í þess stað við upplýsingum með vélrænum hætti úr
gagnaskrám Ríkistollstjóra. Á hinn bóginn heldur
Hagstofan áfram að skrá aðflutningsskýrslur frá öðrum
embættum svo og allar útflutningsskýrslur.
Vegna allra þessara breytinga ákvað Hagstofan að
endurskipuleggja alla vinnu við gerð verslunarskýrslna.
Tölvukerfi verslunarskýrslna var endumýjað 1987 og
1988 og á árinu 1989 hefur áfram verið unnið að endur-
bótum á kerfinu. Kerfissetning og forritun var unnin af
kerfisfræðideild Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur-
borgar undir stjórn Garðars Hilmarssonar,
kerfisfræðings.
Þær breytingar, sem hér hafa verið raktar, voru
mjög umfangsmiklar og þeim fylgdu margháttaðir og
ófyrirséðir erfiðleikar. Á árinu 1988 gætti ýmissa
byrjunarörðugleika, bæði í skráningu hjá tollyfirvöldum
og í úrvinnslu í hinu nýja tölvukerfi verslunarskýrslna,
og tafðist skýrslugerðin talsvert af þeim sökum. Þessir
erfiðleikar reyndu mjög á þolrifin í starfsfólki Hag-
stofunnar í innflutnings- og útflutningsdeild. Þrátt fyrir
mikla örðugleika skilaði þetta fólk, undir stjóm Hildar
Thorarensen í innflutningi og Högna ísleifssonar í
útflutningi, verkum sínum með mikilli prýði og kann
Hagstofan þeim bestu þakkir fyrir elju þeirra og alúð
við skýrslugerðina.
Þær verslunarskýrslur sem hér birtast, eru um margt
frábrugðnar eldri skýrslum um sama efni. Helstu
breytingarnar eru þrenns konar:
1. Sem fyrr segir er hin nýja tollskrá miklum mun
sundurliðaðri en hin eldri. Tollskráin nýja telur
6.700 númer en hin eldri taldi um 2.900 númer.
Aðaltöflur skýrslunnar hafa því lengst til muna.
Textar tollskrár em og miklu ítarlegri en áður var
og byggjast fremur á skilgreiningum en vöruheit-
um. Af þessum sökum er ekki ltngur unnt að birta
texta einstakra tollskrárnúmera í aðaltöflum og
vísast til tollskrár í því efni. Hins vegar er birt hér
í viðauka útdráttur úr atriðaorðaskrá þeirri, sem
prentuð er með tollskrá.
2. Við gildistöku nýrrar tollskrár 1. janúar 1988 var
farið að flokka útflutning eftir henni, en hann hafði
áður verið sundurgreindur eftir sérstakri sex og
tveggja stafa flokkun Hagstofunnar. Flokkun
útflutnings eftir tollskrá svo og flokkun hans eftir
þriggja stafa SITC-númerum er hér birt í fyrsta
sinn. Jafnframt er birt ný sérgreind flokkun Hag-
stofunnar sem er hliðstæð og um fiest sambærileg
við eldri tveggja stafa útflutningsflokkun hennar.
3. Inngangur verslunarskýrslna hefur verið
endurskoðaður og í hann aukið ýmsum yfirlitum.
Má þar sérstaklega benda á yfirlit um utanríkis-
verslun eftir markaðssvæðum og eftir gjaldmiðlum.
Þá má vekja athygli á nýjum töflum VII og VIII um
hagræna skiptingu innflutnings og útflutnings.
Verslunarskýrslur fyrir árið 1988 eru hinar fyrstu
sem eru tölvuunnar að fullu á Hagstofunni. í þessu efni
þurfti að yfirstíga ýmsa byrjunarörðugleika og hefur
það tafið fyrir útkomu þessa rits. Sigrún Helgadóttir,
reiknifræðingur, hefur annast alla forritun fyrir úr-
vinnslu taflna og töflugerð, en Sigurborg Stein-
grímsdóttir hefur annast setningarvinnu og allt umbrot.
Hafa þær leyst verk sitt fágætlega vel af hendi.
Hagstofa íslands í janúar 1990
Hallgrímur Snorrason