Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Page 9
Inngangur
Introduction
1. Gerð verslunarskýrslna
A general note on the external trade statistics
Heimildir og skráning Sources and registration.
Verslunarskýrslureru gerðareftiraðflutningsskýrslum
innflytjenda og útflutningsskýrslum útflytjenda. Fram
til ársins 1988 voru skýrslumar allar skráðar í Hag-
stofunni, en frá ársbyrjun 1988 hófst tölvuskráning
aðflutningsskýrslna hjá Tollstjóranum í Reykjavík og
seint á árinu var tekin upp sams konar skráning í
Hafnarfírði. Jafnharðan var hætt að skrá skýrslur frá
þessum umdæmum í Hagstofunni, en í þess stað fékk
Hagstofan aðgang að gagnaskrám Ríkistollstjóra og
sækir þangað með vélrænum hætti þær upplýsingar úr
aðflutningsskýrslum sem nauðsynlegar eru fyrir gerð
verslunarskýrslna. Þessar upplýsingar eru yfirfamar
eins og kostur er, og villur sem finnast eru leiðréttar
eins og jafnan hefur verið gert. Hagstofan hélt á árinu
1988 áfram að taka við samritum að aðflutnings-
skýrslum úr öðrum tollumdæmum, yfirfara þær og
tölvuskrá. Innflutningsskýrslur voru því unnar með
tvennum hætti á árinu 1988. Tollyfirvöld hafa ekki
hafið tölvuskráningu útflutningsskýrslna og því fór
skráning þeirra enn fram á Hagstofunni á árinu 1988
eins og verið hefur.
Flokkun Classification. Flokkun vörutegunda í
verslunarskýrslum byggist á tollskrá. Til ársloka 1987
var útflutningur þó flokkaður samkvæmt sérstöku
flokkunarkerfi Hagstofunnar þar sem tollskrá þótti
ekki gefa færi á nægilegri sundurliðun sjávarafurða.
Frá og með árinu 1988 er útflutningur flokkaður
samkvæmt tollskrá á sama hátt og innflutningur en
jafnframt eru útflutningsafurðir flokkaðar eftir svipuðu
kerfi og Hagstofan beitti áður.
Árin 1963-1987 var svonefnd Brusselskrá
grundvöllur tollskrár hér á landi. Brusselskráin var
samþykkt á ráðstefnu Tollasamvinnuráðsins í Brussel
árið 1950 og gefín út árið 1955. Þessi skrá var
endurskoðuð í tengslum við gerð annarrar útgáfu
vöruskrár Sameinuðu þjóðanna á árinu 1975 og gaf
Tollasamvinnuráðiðþáútnýjatollskrárfyrirmynd.Þessi
skrá var þekkt undir skammstöfuninni CCCN (Cus-
toms Co-operation Council Nomenclature) eftir hinu
enska heiti Tollasamvinnuráðsins. Islenska tollskráin
sem gefin var út með lögum nr. 7/1963 var byggð á
Brusselskránni frá árinu 1955 og eftir endurútgáfu
hennarárið 1975 varmeð lögum nr. 120/1976 gefin út
ný tollskrá sem tók gildi í ársbyrjun 1977.
Tollasamvinnuráðið gerði enn frekari breytingar á
CCCN-skránni árin 1976 og 1978 og voru þær teknar
upp í íslensku tollskrána með lögum nr. 82/1978. Frá
þeim tíma voru einungis gerðar fáar breytingar á
tollskránni fram til þess að ný og gjörbreytt tollskrá tók
gildi hinn 1. janúar 1988.
Tollskráin nýja var sett með lögum nr. 96/1987 um
breytingátollalögum nr. 55/1987. Með þessari tollskrá
varð gjörbreyting á vöruflokkun í hátt við þær breyt-
ingar, sem þá höfðu verið gerðar á hinu alþjóðlega
vöruflokkunarkerfi Tollasamvinnuráðsins. Þessar
breytingar tengdust heildarendurskoðun og samræm-
ingu ýmissa flokkunarkerfa sem beitt hafði verið í hag-
skýrslugerð af mjög mörgum af aðildarríkjum
Sameinuðu þjóðanna. Fyrsti áfanginn í þeirri endur-
skoðun var útgáfa nýrrar vöruflokkunar í utanríkis-
viðskiptum. Þessi nýja skrá er nefnd hið samræmda
flokkunarkerfi og er þekkt undir skammstöfuninni HS
eftir hinu enska heiti sínu (the Harmonized Commod-
ity Description and Coding System). HS-skráin var
viðtekin með samningi Tollasamvinnuráðsins íBrussel
í júní 1983 og gefin út árið 1985. íslendingar voru
aðilar að þessum samningi og var hann fullgiltur af
Islands hálfu í júní 1986. HS-skráin var tekin í notkun
af flestum aðildarríkjum Tollasamvinnuráðsins frá og
með 1. janúar 1988.
Sem fyrr segir má skoða útgáfu HS-skrárinnar sem
fyrsta áfangann í heildarendurskoðun og samræmingu
ýmissa mikilvægustu flokkunarkerfa sem beitt er við
alþjóðlega hagskýrslugerð. Auk þess sem þessi
endurskoðun hefur miðast við að taka tillit til nýrra
vörutegunda, atvinnugreina og umsvifa, hefur verið
stefnt að því að auka á nákvæmni í skýrslugerð og
tengja saman hin ýmsu flokkunarkerfi. Þannig hafa
þegar verið lögð drög að nýrri atvinnugreinaflokkun
(Intemational Standard Industrial Classification of All
Economic Activities, ISIC) sem tengist HS-kerfínu á
grundvelli nýrrar alþjóðlegrar „framleiðsluskrár“
(Central Product Classifícation, CPC) sem samkomu-
lag hefur orðið um í meginatriðum og væntanlega
verður gefin út af hagstofu Sameinuðu þjóðanna á
næstunni. Þessu starfi tengist og endurskoðun hinnar
alþjóðlegu starfaflokkunar (Intemational Standard
Classification of Occupations, ISCO). Loks má svo
nefna þá endurskoðun, sem að líkindum er hvað
umfangsmest, endurskoðun þjóðhagsreikningakerfis
Sameinuðu þjóðanna (System of National Accounts,
SNA) sem nú er unnið að.
HS-skráin eða tollskrárfyrirmynd Tollasamvinnu-
ráðsins er sex stafa flokkunarkerfi þar sem tveir fyrstu