Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Page 10
8
Verslunarskýrslur 1988
stafimir mynda kafla frá 01-97. Þau ríki sem hafa
undirritað samninginn um upptöku þessa samræmda
kerfis, hafa skuldbundið sig til þess að fylgja þessu sex
stafa kerfi, en þeim er frjálst að beita nákvæmari
flokkun með fleiri stöfum. Flest ríki sem tekið hafa HS-
skrána í notkun, nota fleiri stafi en sex og sum allt upp
í tíu stafa flokkun. íslenska tollskráin er átta stafa skrá,
þar sem HS-skránni er fylgt á sex stafi en í ýmsunr
tilvikum eru síðustu tveir stafimir notaðir til nákvæmari
flokkunar miðað við íslenskar þarfir. Tollskráin nýja er
mun sundurgreindari en tollskráin frá 1978 sem stafar
mest af því að HS-skráin, sem er sex stafa skrá, er
miklum mun ítarlegri en CCCN-skráin, sem byggðist
á flokkun á fjóra stafi. HS-skráin telur alls rösklega
5.000 vörunúmer en CCCN-skráin taldi alls um 1.920
númer. Árið 1988 voru nær 6.700 tollskrámúmer í
íslensku tollskránni en þau voru tæplega 2.900 í
tollskránni frá 1978. Þess má geta að á árinu 1988 kom
einhver innflutningur fram í rösklega 5.200 tollskrár:
númerum en útflutningur kom aðeins fyrir í um 730
númerum.
Sem fyrr segir er útflutningur flokkaður samkvæmt
tollskrá frá og með ársbyrjun 1988, en áður hafði
flokkun útflutnings byggst á sérstöku kerfi Hagstof-
unnar. Hagstofuflokkunin, sem svo var nefnd, var sex
stafa skrá, sem dregin var saman í kafla eftir tveimur
fyrstu stöfum skrárinnar. Eftir að farið var að flokka
útflutning eftir tollskrá árið 1988 var sex stafa hag-
stofuflokkunin aflögð, en um leið tekin upp ný flokkun
vegna innlendra þarfa. f þeirri flokkun er útfluttum
vörum raðað eftir nýrri þriggja stafa skrá Hagstofunnar
og er hún hliðstæð eldri sundurgreiningu í tveggja
stafa kafla. Nýja hagstofuflokkunin er töluvert sundur-
greindari en hin eldri og telur fleiri vöruliði, en skrámar
eru þó að mestu sambærilegar.
Aðaltöflur verslunarskýrslna (töflur V og VI) sýna
sundurliðun innflutnings og útflutnings eftir
tollskrámúmerum, en tafla IV sýnir útflutning eftir
hinni sérgreindu flokkun Hagstofunnar. Aðrar töflur
sýna utanríkisverslunina eftir vörudeildum/flokkum
(töflur I—III) og eftir hagrænum flokkum (notkunar-
flokkum, töflur VII og VIII) auk þess sem útflutningur
er flokkaður eftir vinnslugreinum (tafla IX).
Sundurliðun eftir vörudeildum eða vömflokkum
byggist á alþjóðlegri vömskrá hagstofu Sameinuðu
þjóðanna (Standard Intemational Trade Classification,
SITC). Þessi skrá er ætluð til hagskýrslugerðar og
miðast við það að unnt sé að draga skyldar vörur saman
í flokka eða deildir. I tengslum við samningu HS-
skrárinnar varvöruskráhagstofu Sameinuðu þjóðanna,
SITC-skráin, endurskoðuð í þriðja sinn. Sjálf vöruskráin
hélst að mestu óbrey tt og endurskoðunin fólst aðallega
í samningu einhlíts lykils milli HS-skrárinnar og SITC-
skrárinnar. Hagstofan tók upp þriðju endurskoðun
SITC-skrárinnar í ársbyrjun 1988 um leið og ný tollskrá
tók gildi. Grunnflokkun SITC-skrárinnar byggist á
fjögurra stafa undirflokkum sem eru alls 1.033 að tölu.
Þar af skiptast 720 undirflokkar nánar í 2.805 vöruliði
þannig að vömliðir verða alls 3.118 að tölu. Þessir
vöruliðir eru dregnir saman í 261 þriggja stafa
vöruflokka, sem aftur ganga upp í 67 tveggja stafa
vörudeildir og mynda að lokum 10 vörubálka eftir eins
stafs flokkun frá 0 til 9. í Verslunarskýrslum 1988 er
SITC-flokkuninni beitt við sundurliðun á tveggja stafa
vörudeildir í töflu I og á þriggja stafa vömflokka í
töflum II og III. Athygli skal vakin á því að útflutningur
er nú sýndur í fyrsta sinn eftir þriggja stafa SITC-
vöruflokkum í töflu III svo og að í þeirri töflu og
samsvarandi töflu II fyrir innflutning kemur nú fram
þyngd, sem ekki hefur áður verið tilgreind í tilsvarandi
töflum í verslunarskýrslum.
í verslunarskýrslum undanfarin ár, fyrst fyrir árið
1969, hefur innflutningur verið flokkaður eftir
svonefndum notkunarflokkum, þ.e. í neysluvöru,
rekstrarvöru og fjárfestingarvöm og einstaka undir-
flokka þessara liða. Þessi flokkun var séríslensk. Þegar
ný tollskrá var tekin upp 1988 þótti ekki mögulegt að
ráðast að nýju í gerð séríslenskrar lyklunar milli tollskrár
og notkunarflokka. Þessu réði hvort tveggja, geysileg
vinna sem þetta hefði útheimt og að með séríslenskri
flokkun væri tekið fyrir beinan samanburð við tölur
annarra ríkja. Því varð að ráði að tekin var upp hagræn
flokkun hagstofu Sameinuðu þjóðanna (Classification
by Broad Economic Categories). Þessi flokkun er mjög
einföld í framsetningu, þar sem hún geymir alls 19
flokka sem dregnir eru saman í 7 aðalflokka. í
verslunarskýrslum er aukið við tveimur flokkum fyrir
skip og flugvélar. Þessi flokkun kemurfram í töflu VII
fyrir innflutning og töflu VIII fyrir útflutning, en útflutt-
ar vörur hafa ekki verið sundurgreindar fyrr með þessum
hætti. Vegna samanburðar við fyrri ár var ætlunin að
innflutningur 1988 yrði sýndur eftir eldri notkunar-
flokkum. Þetta reyndist hins vegar vandkvæðum bundið
vegna þess að hin nýju tollnúmer eiga sér ekki í öllum
tilvikum beina samsvörun í eldri númerum. Niðurstaðan
og þar með samburðarhæfni við fyrri ár var því ótraust-
ari en æskilegt má telja og því var frá þessu horfið.
Loks má nefna að um allmörg ár hefur útflutningur
verið flokkaður í verslunarskýrslum eftir vinnslugrein-
um. Þessi framsetning hefur þótt skýr og notadrjúg og
er henni því haldið eins og sjá má í töflu IX.
Verðreikningur inn- og útflutnings Pricing. Svo
sem venja hefur verið mörg undanfarin ár sýna
verslunarskýrslur verðmæti innfluttrar vöru bæði á cif-
verði og fob-verði en verðmæti útflutnings á fob-verði
eingöngu. Með fob-verði (free on board) er átt við verð
vörunnarkomið um borð í flutningsfarí útflutningslandi.
Cif-verð (cost, insurance, freight) telur að auki þann
kostnað, sem fellur á vöruna þar til henni er skipað upp