Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Qupperneq 12
10 Verslunarskýrslur 1988
2. yfirlit. Vöruskiptajöfnuður 1979-1988
Table 2. Balance oftrade 1979-1988
í millj. kr. million ISK Útflutt exports fob Innflutt imports fob Vöruskiptajöfnuður balance oftrade
Á gengi hvers árs at current exchange rates Á gengi ársins 1988° at constant 1988 rate of exchange Hlutfall af lands- framleiðslu % per cent of GDP
1979 2.784,5 2.648,0 136,5 1.477,3 1,42
1980 4.459,5 4.316,6 142,9 1.115,5 0,92
1981 6.536,2 6.702,9 -166,7 -972,6 -0,68
1982 8.478,8 10.299,0 -1.820,2 -6.759,0 -4,77
1983 18.633,0 18.183,9 449,1 909,7 0,68
1984 23.557,0 23.931,2 -374,2 -651,7 -0,43
1985 33.749,6 33.766,4 -16,8 -22,9 -0,01
1986 44.967,8 41.101,0 3.866,8 4.579,9 2,44
1987 53.053,1 55.260,2 -2.207,1 -2.521,3 -1,06
1988 61.666,7 62.243,2 -576,5 -576,5 -0,23
n Miðað við meðalgengi á viðskiptavog at trade weighted average effective rate ofexchange
Sem fyrr segir eru innflutningstölur gerðar upp á
fob-verði í íslenskum þjóðhagsreikningum. Mismunur
cif-verðs og fob-verðs, sem er aðallega farmgjöld og
vátrygging eins og áður var getið, færist þá á útgjalda-
lilið þjónustureiknings þannig að niðurstaðan á
viðskiptareikningi (þ.e. samtölu vöru- og þjónustu-
reiknings) verður hin sama óháð því hvorri aðferðinni
er beitt. Tölur um vöruskiptajöfnuð brey tast hins vegar
að mun. Þetta kemur fram í 2. yfirliti sem sýnir vöru-
skiptajöfnuðinn, þ.e. útflutning umfram innflutning,
þar sem verðmæti útflutnings og innflutnings er hvort
tveggja reiknað á fob-verði. Til þess að gefa betri
vísbendingu um stærð vöruskiptajafnaðarins er
jafnframt sýnt hlutfall hans af landsframleiðslu sam-
kvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar.
í 2. yfirliti kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn
við útlönd hefur verið hagstæður fjögur af þeim tíu
árum, sem hér eru sýnd. Eitt þessara ára, 1986, var
umtalsverður afgangur eða sem nam 2,4% af þjóðar-
framleiðslu. A hinn bóginn var halli á vöruskiptajöfn-
uðinum sex þessara ára, mestur 4,8% af þjóðarfram-
leiðslu árið 1982.
Verð- og magnbreytingar 1987-1988 Price and
volume changes 1987-1988.3. yfirlit sýnir samanburð
á utanríkisverslunartölum á föstu gengi árin 1987 og
1988. Hér er um sams konar töflu að ræða og Hagstofan
sendir frá sér í hverjum mánuði til upplýsingar um
framvindu helstu flokka innflutnings og útflutnings í
samanburði við næstliðið ár. Tölur fyrra árs eru þá
jafnan umreiknaðar til meðalgengis líðandi árs til þess
að eyða áhrifum gengisbreytinga á verðmætistölur svo
samanburður milli ára verði marktækari en ella.
í tölum 3. yfirlits kemur fram að á föstu gengi jókst
verðmætiútflutningsum l,8%fráárinu 1987tilársins
1988, en verðmæti innflutnings dróst saman um 1,4%.
Breytingar á útflutnings- og innflutningsverði í erlend-
um gjaldeyri eru þá meðtaldar. Samkvæmt upplýsingum
Þjóðhagsstofnunar er áætlað að útflutningsverð hafi
hækkað um 19,2% í krónum milli áranna 1987 og
1988. Meðalverð erlends gjaldeyris mælt á viðskiptavog
hækkaði um 14,2% á sama tíma og því hefur útflutn-
ingsverð í erlendum gjaldeyri hækkað um 4,4%. Þessi
verðhækkun stafaði einkum af mikilli hækkun á verði
áls og kísiljáms en sjávarafurðaverð hækkaði um
rösklega 1 % í erlendri mynt, miðað við meðalgengi á
viðskiptavog. Að frátalinni hækkun á verði áls og
kísiljáms hækkaði verð útfluttra afurða um 15,4% í
krónum en í því felst að útflutningsverð hafí hækkað
um 1% í erlendum gjaldeyri.
Verðmæti vöruútflutnings í krónum (að meðtöldum
gengisbreytingum og verðbreytingum í erlendum gjald-
eyri) jókst um 16,2% frá árinu 1987 til ársins 1988.
Sem fyrr segir er áætlað að útflutningsverð í krónum
hafí hækkað um 19,2% og að teknu tilliti til verðbreyt-
inga hefur útflutningurinn því dregist saman um 2,4%
að raungildi. Verðmæti innflutnings fobjókst um 13,1 %
á árinu 1988, innflutningsverð er talið hafa hækkað um
17,7% íkrónum-um 3% íerlendum gjaldeyri-og því
er innflutningurinn talinn hafa dregist saman um 3,9%
að raungildi.
I þessu sambandi skal tekið fram að vegna breytinga
á gerð verslunarskýrslna hefur ekki verið unnt að
reikna verðbreytingar útflutnings og innflutnings með
sama og jafn nákvæmum hætti og áður. Því er hér
stuðst við áætlaðar tölur Þjóðhagsstofnunar um breyt-