Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Qupperneq 32
30
Verslunarskýrslur 1988
5. Skipting innflutnings eftir tollhlutfalli
Break-down ofimports by percentage tarijfs
I Verslunarskýrslum undanfarinna ára hefur verið
gerð grein fyrir helstu gjöldum af útflutningi og innflutn-
ingi. Utflutningur frá Islandi er almennt toll- og
gjaldfrjáls og aðeins er um að ræða álagningu full-
vinnslugjalds af lagmeti. A innfluttar vörur eru hins
vegar lögð margvísleg gjöld. Nákvæm grein er gerð
fyrir þeim í inngangi Tollahandbókar ríkistollstjóra og
vísast til hennar um nánari upplýsingar um þetta efni.
Tollur er mikilvægasta gjaldið af innflutningi. I 15.
yfirliti kemur fram hvemig innflutningur skiptist eftir
gjaldflokkum tolls árið 1988. Þar kemur fram að nær
62% af heildarinnflutningnum var tollfrjáls. Innflutn-
ingur skipa og flugvéla er að langmestu leyti tollfrjáls
og sé hann frátalinn reynist 58% annars innflutnings
hafa verið tollfrjáls árið 1988. Á 6% af heildarinnflutn-
ingnumlagðist4eða5%to!lur, 18%hansbar 10%toll,
7% bar 15% toll, á 5% innflutningsins lagðist 20-30%
tollur og á 2% hans lagðist 50% tollur.
15. yfirlit. Skipting innttutnings eftir toilhlutföllum og markaðssvæðum árið 1988
Table 15. Break-down ofimports by percentage tariffs and market areas in 1988
Millj. kr. cif million ISK cif Tollur tarijfs % Öll lönd all countries EFTA EB EC A-Evrópa E-Europe Bandarfkin USA Önnur lönd other countries
0 42.430,2 10.819,3 21.251,2 2.992,3 3.009,0 4.358,4
4 15,8 10,4 5,3 0,0 0,1
5 3.951,8 1.421,8 2.335,8 7,8 129,1 57,3
10 12.383,9 1.690,9 5.988,1 324,3 1.088,0 3.292,6
15 5.038,0 523,3 3.343,5 45,5 126,5 999,2
20 1.197,1 227,1 771,0 35,4 141,0 22,6
25 313,8 26,3 147,8 104,9 34,8
30 2.013,9 305,7 1.090,8 17,7 225,8 373,9
35 72,8 0,9 64,8 7,0 0,1
50 1.306,0 119,2 450,6 381,8 354,4 0,0
Alls total 68.723,2 15.144,9 35.448,9 3.804,8 5.185,7 9.139,0
6. Viðskipti eftir markaðssvæðum og löndum
External trade by market areas and countries
í töflum II og III er utanríkisverslunin tilgreind eftir
helstu viðskiptalöndum og eftir þriggja stafa SITC-
flokkun. I töflu IV er útflutningur sýndur eftir helstu
markaðslöndum og þriggja stafa útflutningsflokkun
Hagstofunnar. Töflur V og VI sýna innflutning og
útflutning eftir tollskrámúmemm og einstökum löndum.
Töflur VII og VIII sýna hagræna flokkun innflutnings
og útflutnings svo og skiptingu eftir markaðssvæðum.
I inngangi eru sýnd þrenns konar yfirlit .um
utanríkisverslunina eftir markaðssvæðum og löndum.
16. yfirlit sýnir útflutning og innflutning eftir markaðs-
svæðum og einstökum löndum innan þeirra árin 1987
og 1988. Þessi tafla er ný í verslunarskýrslum en sams
konar töflur hafa verið birtar ársfjórðungslega í Hag-
tíðindum um nokkurt skeið. 17. yfirlit sýnir hlutdeild
landa og gjaldmiðla í útflutningi og innflutningi árið
1988. Þessi tafla er ný og byggist á því að frá og með
árinu 1988 er skráð sérstaklega í hvaða gjaldmiðli hver
sending útfluttrar og innfluttrar vöra er reiknuð.
Niðurstöður þessarar töflu era mjög athyglisverðar þar
sem í mörgum dæmum munar miklu á hlutdeild landa
í vöraskiptum og hlutdeild gjaldmiðla sömu landa í
viðskiptum með vörur. Þetta kemur skýrt fram hvað
snertir Bandaríkin og bandaríkjadollar. Árið 1988 fór
13,6% vöraútflutningsins til Bandarrkjanna en 45,8%
útflutningsins voru reiknuð í dollurum.
Loks sýna 18. og 19. yfirlit innflutning og útflutn-
ing eftir einstökum löndum.
I sambandi við alla landaskiptingu í verslunar-
skýrslum skal tekið fram að miðað er við neyslulönd
h vað útfluming snertir og framleiðslulönd fyrir innflutn-
ing. Þannig er leitast við að greina endanlegan áfanga-
stað útfluttrar vöru og uppranaland innfluttrar vöru en
ekki söluland eða viðskiptaland.