Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 2
2 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað Ógleymanlegar fermingargjafir Stjarna Fermingarbarnið sem á allt á þetta ekki. Fyrirtækið Internationa l Star Registry sérhæfir sig í engum venjuleg um gjöfum, en þar er hægt að kaupa stjörnu í hi minhvolfinu handa fermingarbarninu og nefna þ á stjörnu í höfuðið á unglingnum, eða leyfa því a ð velja sjálft nafn- giftina. Fyrirtækið hefur star fað frá árinu 1979 og á tveggja til þriggja ára frest i koma út ítarlegar bækur þar sem skjalfest er h ver á hvaða stjörnu. Ferðataska Ferðataska hljómar ef til vill ekki sem róttæk eða mjög spennandi gjöf, en ferðataska ber með sér von um ferðalög og ævintýri. Ef til vill getur fylgt henni smá gjaldeyrir eða skemmtileg ferðabók, til dæmis bókin 501 Places to Visit Before You Die. Þar getur unglingurinn látið hugann reika og ímyndað sér alla þá staði sem hann getur heimsótt fari hann vel með fermingaraurinn sinn. Minningabók Allar líkur eru á því að fermingarbarnið fái góðar gjafir á sjálfan fermingardaginn. Við fermingu er talað um að unglingurinn sé tekinn inn í fullorð- inna manna tölu og þá getur verið gaman að líta yfir farinn veg og eiga minningabók um barnæskuna. Ljósmyndir, listaverk, barnatennur eða hárlokkar geta komið hér við sögu. Sniðugt er að skilja eftir nokkrar lausar blaðsíður í bókinni þar sem hægt er að rifja upp ferminguna og jafnvel komandi merkisdaga í lífi ungmennisins. Árskort í bíó Kvikmyndahús landsins eru félagsmið- stöðvar unglinganna og árskort í bíó er skemmtileg og óvenjuleg gjöf. Þá er líka um að gera að panta strax að fara með unglingnum á einhverja spennandi mynd sem er í sýningu. Þannig verður gjöfin persónulegri. Ævintýradagur Fyrir ævintýragjarna unglinga er gaman að setja saman ævintýradag sem byggist jafnvel upp á þrautum. Auðvelt er að setja upp slíkan dag. Til dæmis að skella sér í flúðasiglingar eða jafnvel í klettaklifur, fara á snjóbretti eða skíði. Dagurinn byggist upp á því sem unglingnum finnst skemmtilegt og hægt er að gera saman. Tími í hljóðveri Hvort sem fermingarbarnið er upp-rennandi tónlistarmaður eða ekki er gaman að fara í hljóðver og fá þar að taka upp sitt eigið lag. Þetta getur verið mikil upplifun og skemmtilegur tími. Fyrir tón-listarfólk er þetta dýrmæt reynsla, þar sem hægt er að fræðast um það hvernig upptökuferli tónlistar virkar og hvernig á að bera sig að í hljóðveri. Fyrir ungmenni sem ekki hafa komið nálægt tónlist er þetta skemmtilegur tími til að sleppa fram af sér beislinu og takast á við nýjar áskoranir og verður eftirminnilegt í alla staði. Á hugasvið unglinga eru marg- slungin og því getur reynst erfitt að finna hina fullkomnu fermingargjöf. Margir velja að gefa ungmennunum gjafir með drjúgt notagildi á meðan aðrir færa þeim peninga til framtíðarinnar. Þær gjafir sem sitja þó eftir í minning- unni eru þær sem komu fermingar- barninu á óvart og byggjast á því að eiga saman skemmtilega stund eða upplifun. Hér eru sex fermingargjafir sem geta slegið í gegn Það þarf alls ekki að fylgja hefðum þegar skreytt er fyrir fermingarveisl- una. Hefðinni fylgja vanalega árituð kerti, sálmabækur, kransakökur og áritaðar servéttur. En hvers vegna ekki að nota ein- faldari leiðir eða það sem til er innan veggja heimilisins til skrauts? Það má til dæmis stilla upp bókum sem skrauti og nota þá bækur sem eru líklegar til að verða ungmenninu gagnlegar á lífsleiðinni. Hávamál, Ís- lendingasögur eða orðabækur eru tilvaldar. Þá má skreyta með mynd- um af fermingarbarninu, þá er ekk- ert því til fyrirstöðu að skreyta með blöðrum þótt tilefnið sé hátíðlegt. Fallegar skreytingar í veisluna Frumlegar hugmyndir Stórar blöðrur Stórar blöðrur fást til dæmis í Partýbúðinni í Faxafeni. Myndir í krukkum Myndir af fermingarbarninu í krukkum með blómum og skreyttum greinum. Kerti í krukkum Falleg og einföld skreyting. Bækur og blóm Góð hugmynd að stilla upp Njálu, Hávamálum og bókum sem innihalda speki er gagnast fermingarbarninu. Hugmyndir að fermingargreiðslum Laus flétta Hárið er tekið upp í laust tagl að aftan og tyllt niður með spennum. Lausa hárið er svo fléttað saman í fiskifléttu sem hægt er að skreyta með fallegum blómum. Hárband Gaman er að leyfa fallegu hári að njóta sín á ferming- ardaginn. Hægt er að gera meira úr hárinu með því að bylgja það með krullu- eða sléttujárni og lífga upp á svo það með hárbandi. Snúningur Einföld og látlaus greiðsla sem auðvelt er að gera sjálfur. Hárið er tekið til hliðar og snúið saman. Tekið í tagl í hnakkanum og fest niður með spennum. Svo er hægt að skreyta snúninginn með blómum. Tekið upp Það getur verið bæði þægi- legt og klæðilegt að taka allt hárið frá andlitinu. Þetta er mjög frjálsleg greiðsla þar sem hárið er tekið upp með spennum í hliðum og svo fest í lausan hnút að aftan. Fallegt er að hafa nokkra lokka lausa og skreyta með blómum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.