Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 5
Fermingar 5Helgarblað 2.–4. mars 2012 Rokkstjarna – 3 skref Marga unglinga dreymir um að verða rokkstjarna. Til þess að sá draumur geti ræst þarf oftast að eiga hljóðfæri. Það getur kostað skildinginn að kaupa sér hljóðfæri en við fermingu er kjörið að láta til skarar skríða og koma sér upp rétta búnaðinum. DV tekur hér saman pakkann sem þarf til að hætta að dreyma og fara að láta tónlistina streyma. Magnari Fender Frontman 65 vatta gítar- magnari sem ætti að duga ung- lingnum ansi vel næstu árin. Hann er nægilega kraftmikill til þess að æra nágranna, en þó ekki svo stór að hann taki allt herberg- ið. Hreinn og skær tónn, sem ein- kennir Fender á mjög fínu verði í samanburði við sambærilega magnara. 12 tommu hátalarar, fjölbreyttar stillingar fyrir ólíkar tegundir tónlistar. Kostar 47.900 í Hljóðfærahúsinu. Gítar Crafter County AW. Ágætis raf- magnsgítar fyrir byrjend- ur sem líkist hinum heims- fræga Fender Stratocaster- rafmagns- gítar, sem þó er miklu dýrari. Með svona gítar er rétta útlitið að minnsta kosti tryggt. Hálsinn er úr hlyni og fingraborðið er úr gegnheilum hlyni. Hljóðfærið fæst í Gítarn- um, Stórhöfða 27 og kostar 44.900 krónur. Fetill Hljómaðu eins og Jimi Hend- rix eða framúrstefnulegur fönk- tónlistarmaður með Otto Filter- pedalanum frá Line 6. Hann er í mjög sterku málmboxi með traustum pedala. Otto Filter færir þér frábæra möguleika á að fá til- raunakennt hljóð út úr gítarnum þínum. Eitt það besta við þennan pedala er að hann kostar 6.900 krónur í Tónastöðinni, en flest sambærileg tæki kosta í kringum 15 þúsund krónur. Metþátttaka í borgaralegri fermingu n Fá þjálfun í gagnrýnni hugsun n Takast á við siðferðileg álitamál n Fermt í vor S iðmennt, félag siðrænna húm- anista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá því árið 1989 þegar 16 ung- menni tóku fyrst þátt. Síðan þá hefur þátttakan aukist jafnt og þétt, en tekið stærri stökk nokkur undanfarin ár. Árið 2007 voru fermingarbörnin alls 109 talsins, 2010 voru þau 166, í fyrra 195 og í ár er taka alls 215 ung- menni þátt og koma þau víðs vegar að af landinu. Haldnar verða sjö fermingarathafnir; tvær í Háskólabíói í Reykjavík 15. apríl, tvær í Salnum í Kópavogi 22. apríl, ein í Tryggvaskála á Selfossi 28. apríl, ein í Hofi á Akur- eyri 13. maí og ein á Fljótsdalshéraði 24. júní. Ungmennin hafa frá áramótum sótt vönduð undirbúningsnámskeið þar sem þau fá að fræðast um ýmis- legt sem mun gagnast þeim í lífinu. Auk þess fá þau þjálfun í gagnrýninni hugsun og að takast á við siðferðileg álitamál. Í ár eru haldin fimm ferm- ingarnámskeið fyrir íbúa höfuðborg- arsvæðisins, eitt helgarnámskeið í Reykjavík sem er ætlað börnum utan af landi og eitt helgarnámskeið á Ak- ureyri. Námskeið eru haldin á þeim stöðum á landinu þar sem næg þátt- taka er fyrir hendi. kristjana@dv.is Borgaraleg ferming Ungmenni taka á móti viðurkenningarskjali eftir að hafa fræðst um það sem gagnast þeim í lífinu. Myndi ekki fermast í dag Á næsta ári á ég tíu ára ferm- ingarafmæli. Mér finnst ég voða gömul að verða,“ segir söngkonan Íris Hólm sem fermdist þann 13. apríl 2003 í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ en það var séra Jón Þorsteinsson sem sá um athöfnina. Íris fór í hárgreiðslu á fermingardaginn en var ósátt við útkomuna. „Með fullri virðingu fyrir þeirri sem greiddi mér þá fór ég heim og grenjaði úr mér augun þeg- ar ég leit í spegilinn. Ég vildi helst ekki fara út úr húsi en lét mig svo hafa það,“ segir Íris og bætir við að sjálf athöfnin hafi gengið vel. „Nema af því að ég sat við hliðina á bekkjar- systur minni sem talaði svo mikið að ég átti erfitt með að verða ekki vand- ræðaleg,“ segir hún en bætir við að veislan hafi verið haldin í Framsókn- arsalnum í Mosfellsbæ. „Ég man að ég fékk hillusam- stæðu og vídeotæki frá foreldrum mínum. Svo fékk ég líka sjónvarp og gítar sem ég kann ekki ennþá að spila á. Frá einni góðri vinkonu fékk ég ljóð og gjafabréf þar sem hún lof- aði að bjóða mér í bíó og út að borða þegar hún hefði fengið sín fyrstu sumarlaun. Ég man samt ekki eftir að hafa innheimt það gjafabréf.“ Íris segist ekki hafa verið ánægð með fermingarmyndina sína. „Ég var mjög bólugrafin á þessum aldri og leið ekkert svakalega vel fyrir framan myndavélina eins og sést á ferming- armyndinni. Ég var ekkert í essinu mínu og var ekkert á því að brosa of mikið.“ Aðspurð segir Íris að hún myndi ekki fermast í dag ef hún hefði um það val. „Ég fann gamla ritgerð þar sem ég sagði að 80 prósent ákvörð- unarinnar um að fermast væru vegna trúarinnar, 10 prósent vegna gjafanna og 10 prósent vegna þess að allir aðrir létu ferma sig. Það er bara kjaftæði. Ætli það hafi ekki ver- ið 80 prósent út af gjöfunum,“ segir hún hlæjandi að lokum. indiana@dv.is n Íris Hólm var hvorki ánægð með greiðsluna né myndatökuna Ekki í essinu sínu Íris segist ekki hafa liðið vel fyrir framan myndavélina og var alls ekki á því að brosa. Níu ára fermingarafmæli Íris fermdist árið 2003 og á því tíu ára fermingarafmæli á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.