Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað Heitustu fermingargjafirnar n Vantar þig hugmynd að fermingargjöf? Spjaldtölvur n Þó að spjaldtölvur kosti alla jafnan mikið eru þær skemmtileg tæki. Spjaldtölvur voru valdar jólagjöf ársins um síðustu jól og þrátt fyrir að margir hafi furðað sig á því að svo dýr gjöf yrði fyrir valinu kom í ljós eftir jólin að slíkar tölvur voru mikið keyptar sem jólagjöf. Það er hins vegar ljóst að margir fengu ekki slíkan grip í jólapakkann og vildu án efa flestir fermingarung- lingar gjarnan fá slíkt tæki í fermingarpakkann. Skartgripir n Það er alltaf gaman að opna pakka sem inniheldur fallegan skartgrip. Bæði strákar og stelpur kunna að meta fallega hluti og er hægt að finna ógrynni af fallegum skartgripum í íslenskum verslunum. Úr, eyrnalokkar, hálsmen og armbönd þurfa ekki endilega að kosta mikið þrátt fyrir að hafa útlitið með sér. Íslenskir skartgripir eru sérstaklega sniðugir í fermingarpakkann. Bækur n Þó að alla jafnan finnist unglingum ekki endilega áhugaverðast að fá bækur í gjöf er góð hugmynd að gefa veglega bók. Bækur sem eru vandaðar og vel gerðar eru gjöf sem fylgir fermingarunglingnum líklega um ókomin ár. Þó að skáldsögur og ævisögur geti verið áhugaverðar er sniðugra að gefa fermingarunglingum ríkulega myndskreytta listaverkabók eða eitthvað í þeim dúr. Íslensk hönnun n Árið 2009 var íslensk hönnun valin jólagjöf ársins. Það er enn gott og gilt og á alveg eins vel við fermingargjöf og jólagjöf. Íslensk hönnun hefur verið sérstaklega vinsæl á undanförnum árum og er mikil gróska í þeim geira. Hægt er að finna mjög fallega muni víða um landið sem ekki kosta mikið. Upplifun n Það er fátt skemmtilegra en eftirminnileg upplifun. Ferðir til útlanda, út á land, í leikhús eða í raun hvert sem er geta verið góðar fermingargjafir og þurfa ekki endilega að kosta mikið. Ferð til Grænlands eða Færeyja getur til dæmis verið lífsreynsla sem endist fermingarunglingum ævilangt. Að sama skapi getur verið ævintýri að fara út á land og upplifa ekta íslenska skemmtun, hvort sem það er í litlu sjávarplássi eða í menningarferð á Akureyri. Rúm n Rúm hafa í gegnum árin verið klassísk fermingargjöf. Vönduð rúm geta enst í langan tíma og er oft það húsgagn sem fylgir fólki þegar það flytur fyrst að heiman. Fjöldi verslana bjóða rúm á sér- stöku fermingartilboði og er því tilvalið fyrir þá sem hafa tök á að gefa eitt slíkt í fermingargjöf. Það er þó mikilvægt að vanda valið vel því rúmið verður líklega ekki endurnýjað á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.