Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 4
4 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað Áhugamál til frambúðar Golfíþróttin er ein heilnæmasta útivera sem mannfólkið getur stundað. Í golfinu reyna einstak- lingar á líkama og sál ásamt því að kúpla sig út úr daglegu amstri. Fegurðin við það að slá golfkúlu á nákvæmlega fyrirhugaðan stað af 200 metra færi er einstök og færir manneskju innri ró. Í golfinu læra einstaklingar einnig að treysta á sjálfa sig og eigið innsæi ásamt því að auka sjálfstraustið á eigin ákvarðanatöku. Því er ekki úr vegi fyrir ferming- arbarnið að byrja nógu snemma að stunda þessa göfugu íþrótt. Fyrir fermingarpeningana er hægt að kaupa golfsett sem það getur nán- ast nýtt sér alla ævi. Golfið er eitt- hvað sem fermingarbarnið mun stunda alla ævi og mun það seint sjá eftir því að hafa hafið ástund- un á einni elstu menningararfleifð mannfólksins. Ef fermingarbarninu hafa áskotnast peningagjafir í ferm- ingarveislunni upp undir hundr- að þúsund krónur þá væri ekki úr vegi að foreldrar þess myndu aka því sem leið liggur í Hafnarfjörð og kíkja í golfbúðina þar og fjárfesta í Ram Diablo-golfsetti. Eflaust frá- bær fjárfesting fyrir byrjendur. Í golfbúðinni Erninum á Bílds- höfða er einnig hægt að nálgast byrjendasett á viðráðanlegu verði og hver veit nema þar verði lagður grunnurinn að áhugamáli sem mun lifa fram á efri ár. Barnatrúin situr enn í mér n Anna fermdist með eldri bróður sínum árið 1964 n Klæddist jakkafötum og dauðöfundaði stelpurnar af fermingarkjólum þeirra É g var tólf ára og nýlega byrjuð í fyrsta bekk gagnfræðaskóla í Laugarnesskóla. Faðir minn hafði krafist þess af mér að ég gengi til prests ásamt bróður mínum árinu eldri en ég og að við fermdumst um haustið, en haust- fermingar voru vanalegar í Reykjavík á þessum árum,“ segir Anna Krist- jánsdóttir sem fermdist árið 1964. Anna segist hafa þráast við. „Þótt bróðir minn væri þegar byrjaður að ganga til prestsins taldi ég að ég væri engan veginn tilbúin til slíks, bæði vegna aldurs sem og þess að ég vildi fermast með jafnöldrum mínum. Foreldrarnir hömuðust í mér og það var þó ekki fyrr en að mér var gerð grein fyrir því að ég fengi fullt af peningum í fermingargjöf sem ég lét græðgina stýra mér og samþykkti að fermast með börnum sem flest voru einu til tveimur árum eldri en ég.“ Anna mætti í nokkra tíma hjá séra Garðari Svavarssyni. „Ég þekkti ekki marga en prestinn þekkti ég. Garðar var hinn mætasti maður og uppfull- ur af hjartahlýju en hafði orðið fyrir miklum fordómum kollega sinna eft- ir skilnað og nýtt hjónaband rúmum áratug fyrr,“ segir hún og bætir við að faðir þeirra hafi keypt fermingarfötin. „Forljót jakkaföt að mínu mati enda dauðöfundaði ég stelpurnar af ferm- ingarkjólunum þeirra. Um slíkt var þó ekki að ræða á þeim árum, enda voru tilfinningar sem mínar algjört bannorð á þessum árum og allsendis óþekktar á Íslandi.“ Hún segir fermingarmessuna hafa gengið þolanlega. „Mér tókst að þylja ritningargreinina mína með sóma en ég átti hræðilega erfitt með mig að fara ekki að hlæja þegar prestur- inn fór að tóna. Að messunni lokinni stilltum við okkur öll upp til mynda- töku í kirkjunni og hópmyndin mis- tókst hræðilega hvað mig snerti. Öll börnin stilltu sér upp með hendurn- ar saman í kjöltunni nema ég sem myndaðist þar sem ég beit á neðri vörina, átti enn erfitt með mig að skella ekki upp úr eftir tónun prests- ins og með hendurnar hangandi niður með síðunum. Ég ákvað því að kaupa ekki myndina og er hún nú flestum eða öllum gleymd.“ Veisla systkinanna var haldin í foreldrahúsum. „Íbúðin var svo lítil að vart var pláss fyrir fjölskylduna, hvað þá gestina. Hún gekk samt stór- áfallalaust, en engar myndir voru teknar í henni og Pierpont-arm- bandsúrið sem ég fékk í fermingar- gjöf frá foreldrunum er löngu glatað sem og peningarnir sem ég fékk. En barnatrúin situr enn í mér eftir öll þessi ár.“ indiana@dv.is Anna Kristjánsdóttir Anna segist ekki hafa haft áhuga á því að fermast fyrr en hún gerði sér grein fyrir að hún myndi fá peninga í fermingargjöf. Fermingarárið Anna er í efri röð, þriðja frá vinstri. Á enga fermingarmynd Myndin er tekin af Önnu stuttu eftir ferminguna. Skemmtilegar fermingarkökur Öðruvísi kaka Hugmynd frá Mörthu Stewart sem kemur vel út á fermingar- hlaðborðinu og er frekar einföld í fram- kvæmd, marthastewart.com. Krosskökur Fallegar smákökur sem einfalt er að laga og eru til prýði. Fermingartertan Margir velja kransa- köku en það er einnig gaman að því að hafa tertu í hennar stað til tilbreytingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.