Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað DV ræddi við nokkur fermingarbörn og spurði þau til að mynda út í ástæður þess að þau ætla að fermast og hvaða væntingar þau hafi til fermingardagsins. Hvað þýðir að fermast? „Að játa að þú trúir á Guð og Jesú og þetta er staðfesting á skírninni. Ég ætla að láta ferma mig því ég trúi á Guð og vil staðfesta það.“ Ætlar þú að vera með veislu? „Já, ég á stóra fjölskyldu og það kemur fullt af fólki. Svo koma líka tveir eða þrír vinir.“ Ferð þú með ritningarvers í athöfn- inni? Hvaða ritningarvers? „Já, ég veit það ekki ennþá, ekki búinn að ákveða mig.“ Ert þú búinn að kaupa föt fyrir ferminguna? „Já, ég ætla að vera í ís- lenska þjóðbúningnum.“ Ætlar þú í klippingu? „Já, fer í klippingu og ætla að vera með stutt hár.“ Ætlar þú að fara í myndatöku? „Ég veit ekki alveg hvort ég fer í myndatöku.“ Veist þú hvað þú færð í fermingar- gjöf? „Ég fæ úr frá mömmu og pabba og síðan örugglega fullt af pening.“ Hvað langar þig mest í? „Mig langar í græjur í herbergið til að geta hlustað á eitthvað og haft gaman. Mig langar líka í myndavél til að taka myndir, sérstaklega í fermingunni til minningar um daginn.“ Veist þú eitthvað um fermingar for- eldra þinna? „Nei. Eina sem ég veit er að mamma man ennþá ritningarversið sitt.“ Hvaða væntingar hefur þú til fermingardagsins? „Ég held ég muni fá skrýtna tilfinningu þegar ég fermist. Ég verð örugglega spenntur og stressaður. Ég er það ekki núna en verð það þá, ef ég þekki mig rétt.“ Hlakkar þú til? „Já, ég hlakka til.“ Arndís Þóra Þórisdóttir Arndís Þóra gengur í Smáraskóla í Kópavogi. Hún hefur æft fót- bolta síðan hún var 5 ára og körfubolta síðan hún var 9 ára. Fjöl- skyldan eignaðist hvolp nýlega sem hún hefur gaman af að leika við og einnig eiga þau einn hest. Tvisvar á ári fara þau saman í skíðaferð til Akureyrar. Arndís Þóra fermist í Digraneskirkju þann 5. apríl. Hvað þýðir að fermast? „Að ganga í kristna trú og vera tekinn í fullorðinna manna tölu.“ Af hverju ætlar þú að fermast? „Af því að ég trúi á Guð.“ Hvar fermist þú og hvenær? „Í Grensáskirkju þann 15. apríl.“ Ætlar þú að vera með veislu? „Já, í sal á Sléttuvegi. Það koma um það bil 60 manns og líka nokkrir vinir.“ Ferð þú með ritningarvers í athöfn- inni? „Já, ég held það en ég veit ekki ennþá hvaða vers.“ Ert þú búinn að kaupa föt fyrir ferm- inguna? „Nei, en ég er að fara að kaupa þau í kvöld. Ég ætla að vera í jakkafötum með slaufu og axlabönd.“ Ætlar þú í hárgreiðslu? „Nei.“ Ætlar þú að fara í myndatöku? „Já, öll fjölskyldan verður með á sumum myndum.“ Veist þú hvað þú færð í fermingar- gjöf? „Nei.“ Hvað langar þig mest í? „Mig langar mest í tölvu og peninga.“ Veist þú eitthvað um fermingar foreldra þinna? „Já, það var veisla hjá báðum. Pabbi fékk steríógræjur og fermdist í Þýskalandi. Mamma fékk rafmagnsorgel.“ Hvaða væntingar hefur þú til fermingardagsins? „Að þetta verði góður dagur.“ Hlakkar þú til? „Já.“ Hvað þýðir að fermast? „Að staðfesta trú og skírn.“ Af hverju ætlar þú að fermast?„Til þess að stað- festa að ég er kristin.“ Ætlar þú að vera með veislu? „Ég verð með tvær veislur. Annars vegar heima í Reykjavík fyrir þá sem búa hér og hins vegar á Akureyri, því svo margir ættingjar mínir búa fyrir norðan og austan. Allt í allt hugsa ég að þetta verði um 100 manns.“ Ferð þú með ritningarvers í athöfninni? „Já, „Það sem að þér viljið að aðrir gjöri yður, skulu þér og þeim gjöra“.“ Ert þú búin að kaupa föt fyrir ferminguna? „Já, ég ætla að vera í bláum rosalega flottum kjól úr Flash.“ Ætlar þú í hárgreiðslu? „Já, hún verður svona pínu gamaldags, með hnút aftan á hnakkanum og litlum lifandi hvítum brúðarblómum í, ofboðslega töff.“ Ætlar þú að fara í myndatöku? „Já, er búin að fara í myndatökuna og öll fjölskyldan var þar líka nema hálfbróðir og hálfsystir mín.“ Veist þú hvað þú færð í fermingargjöf?„Já, bara frá pabba og mömmu, en frá þeim fæ ég pening upp í myndavél sem mig langar svo í.“ Hvað langar þig mest í? „Canon 600d-myndavél, því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun.“ Veist þú eitthvað um fermingar foreldra þinna? „Nei, voða lítið, en þá voru látlausari veislur og minni gjafir.“ Hvaða væntingar hefur þú til fermingar- dagsins? „Að hann verði sem skemmtilegastur og eftirminnilegastur.“ Hlakkar þú til? „Nei... jú, auðvitað.“ Hörður Jónsson Hörður gengur í Árbæjarskóla, er skáti og sundmaður. Hann fermist þann 5. apríl í Árbæjarkirkju. Hvað þýðir að fermast? „Að staðfesta skírnina.“ Af hverju ætlar þú að fermast? „Af því að ég trúi á guð.“ Ætlar þú að vera með veislu? „Já, við verðum með veislu í sal í Hafnar- firði og bjóðum um hundrað manns. Það koma einnig vinir.“ Ferð þú með ritningarvers í athöfninni? „Já, „Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ Jóh. 8:12.“ Ert þú búin að kaupa föt fyrir ferminguna? „Já, ég ætla að vera í hvítum blúndukjól, hvítum sokkabuxum og í bláum hælaskóm.“ Ætlar þú í hárgreiðslu? „Já, mamma ætlar að greiða mér en ég ætla að hafa einfaldar fastar fléttur sem koma síðan saman í tagl og í taglinu verða krullur.“ Ætlar þú að fara í myndatöku? „Já og fjölskylda mín verður með í henni.“ Veist þú hvað þú færð í fermingargjöf? „Nei, ég hef enga hugmynd.“ Hvað langar þig mest í? „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég ekki hugmynd um það og ég er bara opin fyrir öllu.“ Veist þú eitthvað um fermingar foreldra þinna? „Já, mamma fermdist í Kópavogskirkju og pabbi fermdist í Bústaðakirkju. Fermingarveislan hennar mömmu var heima hjá langömmu og langafa og henni fannst voða gaman í veislunni. Hún fékk græjur, basthúsgögn og skíði. Fermingarveislan hans pabba var heima og honum fannst líka mjög gaman en hann fékk líka hest, skrifborð, rúm, myndavél og Commodore-tölvu.“ Hvaða væntingar hefur þú til fermingardagsins? „Ég vona að það verði mjög skemmtilegur dagur með fullt af fólki sem mér þykir vænt um.“ Hlakkar þú til? „Já, mjög svo.“ Bergþóra Björk Jónsdóttir Bergþóra Björk er í Réttarholtsskóla og æfir handbolta með 5. flokki Víkings. Hún er einnig að læra á harmonikku og er í skátunum. Bergþóra fermist í Bú- staðakirkju þann 25. mars. Sæmundur Sven Alexandersson Schepsky Sæmundur er í Réttarholtsskóla og æfir fót- bolta með Víkingi. Hann fermist þann 15. apríl í Grensáskirkju. Fer ingarbörn HÁRmót Trönuhrauni 10 Hafnarfirði Fermingar- greiðslur Tilboð Ef pantað er fyrir 9. mars 9.900 kr. Þórunn Sandholt sími 698-4530 d v e h f. 2 0 12 / d av íð þ ó r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.