Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.05.1973, Blaðsíða 12
4
a beinu mati fjármuna, en síðan aukið við fjárfestingu á
hverju ári samkvæmt fjármunamyndunarskýrslum og jafnframt
fært niöur um áætlaðar, hæfilegar afskriftir.
3. Jtflutningur iðnaöarvöru.
Upplýsingar um útflutning iðnaðarvara eru fengnar úr
Hagtíðindum. í töflu 3.1. er sýndur útflutningur iönaðar-
vöru 1969 til 1972 í sundurliðun skv. útflutningsflokkun
Hagstofunnar.
1 töflu 3.2. er sýnt rekstraryfirlit útflutnings-
fyrirtækja £ iðnaði 1971. Upplýsingar um útflutnings-
verðmæti einstakra fyrirtækja eru fengnar frá Ötflutnings-
miöstöð iðnaðarins og iðnaðardeild S.Í.S.. Aðrar upplýsingar
eru fengnarúr skattframtölum og ársreikningum viðkomandi
fyrirtækja. Fyrirtækin eru flokkuð eftir aðalútflutnings-
vöru sinni og skipt í greinar eftir flokkum Hagstofunnar.
Þó eru flokkarnir 82, 83 og 84 teknir hér saman í eina grein
og flokkunum 85 (sement, enginn útflutningur) og 87 (ál og
álmelmi) sleppt. Heildarútflutningur í þeim greinum, sem
rekstraryfirlit þetta nær til, var að verðmæti 712,8 m.kr.
árið 1971, en útflutningsverðmæti þeirra fyrirtækja, sem
tekin voru með í athugunina, var 604,2 m.kr. eða 84,8% af
heildinni.
4. Vísitölur framleiðslumagns.
Hagstofa íslands birtir árlega í Hagtíðindum upplýsingar
um iðnaðarvöruframleiðslu (sjá Hagtíðindi nr.9, des.1972).
1 töflum Hagtíðinda kemur skýrt fram, að ekki er þar um tæmandi
upptalningu iönaðarvöruframleiðslu að ræða. A gundvelli
þessara upplýsinga reiknaði Efnahagsstofnunin magnvísitölu iðnaðar-
vöruframleiðslu (sjá Fjármálatíðindi, jan.-maí 1967 og jan.-maí
1971), og var því starfi haldið áfram í hagrannsóknadeild.
Vísitala þessi hefur um árabil verið eini mælikvarðinn á magn-
breytingar iðnaðarvöruframleiðslunnar í heild. Þessi magn-
vísitala iðnaðarvöruframleiðslu, sem hér á eftir veröur til
hægðarauka kölluð MIF, er sýnd í töflu 4.1. fyrir árin 1961-
1971. Hún á að gefa sæmilega vísbendingu um framleiðslubreyt-
ingar í iðnaði á þessu tímabili, en er ekki nákvæmur eða tæm-
andi mælikvarði, og kemur þar einkum tvennt til.