Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1983, Síða 11
9
INNGANGUR
I skýrslu þessari er aó finna margvislegar upplýsingar um þróun bygg-
ingariðnaöar, samgangna og þjónustu á undangengnum árum. Skýrslugeróin
um byggingariðnaö nær hér til þeirrar atvinnustarfsemi, sem fellur undir
greinar 410 og 491-496 skv. atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar. Samgöngu-
greinarnar ná yfir atvinnugreinar 712-720 samkvæmt atvinnuvegaflokkun-
inni, aö undanskilinni grein 716, sem er rekstur hafna og vita. Auk
þess nær athugunin til atvinnugreinar 730, sem er starfsemi Pósts og
síma. Samheitió þjónusta er hér notaó i þrengri merkingu um 18 atvinnu-
greinar úr flokki 8, "þjónusta" samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu
íslands en úr þeim flokki hefur i þessu yfirliti aóallega verið sleppt
opinberri þjónustu og stjórnsýslu, en nánar er sagt frá heitum þessara
greina og þeirri atvinnustarfsemi, er fellur undir þær, i kaflanum um
þjónustu hér á eftir.
Talnaefni þessara þriggja kafla um byggingariðnaó, samgöngur og
þjónustu má svo skipta hverjum um sig i tvo megin hluta eftir tegund
upplýsinga.
1 fyrsta lagi eru birt áætluö rekstrar- og efnahagsyfirlit bygg-
ingariónaöar-, samgöngu- og þjónustugreina árió 1978 bæöi samanlagt
og eftir greinum.1^
1 ööru lagi er gerö nokkur grein fyrir uppbyggingu byggingar-
iðnaðar-, samgöngu- og þjónustugreina meö tilliti til vinnuaflsnotkunar
og fjölda fyrirtækja i hverri grein. Sýnd er stæróardreifing félags-
rekinna fyrirtækja og einstaklingsfyrirtækja í Reykjavik og utan
Reykjavikur og er vió stæróarflokkaskiptinguna byggt á slysatryggðum
vinnuvikufjölda fyrirtækjanna.
Auk þessa talaefnis hefur þessi skýrsla aó geyma ýmsar tölur, er
sýna m.a. hlutdeild byggingariönaöar, samgangna og þjónustu i heildar-
atvinnu landsmanna árin 1970-1979/1980, hlutdeild þessara greina i
vergri landsframleiðslu árin 1973-1978 og upplýsingar um vergt vinnslu-
viröi i byggingariónaði, samgöngum og þjónustu eftir greinum árin
1973-1978.
Þá eru einnig i skýrslunni upplýsingar um fjármunamyndun bæöi
i byggingum og mannvirkjum og einnig i heild ásamt visitölu byggingar-
kostnaóar, ýmsar tölur um starfsemi þjónustu- og samgöngufyrirtækja,
svo sem frá flugfélögum og skipafélögum o.fl.
Loks eru birt yfirlit yfir heildarveltu i nokkrum greinum
þjónustu árin 1972-1981, sem byggist á gögnum rikisskattstjóra um
heildarveltu og söluskattskylda veltu samkvæmt söluskattsframtölum
þessi ár.
1) Allar fjárhæóir i skýrslunni eru i gömlum krónum.