Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1983, Side 18
16
Á árinu 1977 varó samdráttur i vinnuafli i byggingariönaði,
og er skýringa aóallega að leita i verktakastarfseminni,
atv.gr. 410, þar sem samdrátturinn nam tæpum 17%, en á árinu
1976 var lokió viö ýmsar framkvæmdir, svo sem Sigölduvirkjun.
Á árinu 1978 varö aukning i vinnuafli i byggingariönaði (án
opinberra framkvæmda), og er skýringa aóallega að leita i verk-
takastarfseminni atv.gr. 410, þar sem aukningin nam tæpl. 4%.
Hlutur byggingariönaöar i heildaratvinnu árin 1970-1978
er svipaður eóa á milli 11-12%, en minnkaði þó á árinu 1977 og
1978 eins og áóur sagði, og fór nióur i 10% á árinu 1979.
Þessi sömu ár hefur hlutur byggingariónaóar án hins opinbera
verió á bilinu 7-8% af heildarvinnuaflinu. Þetta er nánar
rakió i töflu 4.3. i töfluviöauka.
2.6. Vinnsluvirði - hlutdeild i vergri þjóðarframleióslu
Með vergu vinnsluviröi, tekjuvirói er átt vió heildar-
tekjur atvinnugreinar aö frádregnu verömæti aókeyptrar vöru og
þjónustu frá öörum atvinnugreinum og innflutningi. Vinnslu-
viröiö má einnig lita á sem summuna af hagnaöi og þeim rekstrar-
kostnaöi, sem ekki telst aöföng, en þaö eru laun, afskriftir
og vextir. Hér er þvi um aó ræóa þann virðisauka, sem atvinnu-
greinin skapar, þaó er framlag atvinnugreinarinnar til vergrar
þjóöarframleióslu. Hugtakiö vergt vinnsluvirói á tekjuviröi er
einnig nefnt vergar þáttatekjur.
Sundurliðun á vergu vinnsluviröi einstakra greina i
byggingariónaði kemu fram i töflu 6.1. En i töflu 6.2. er
sýndur hlutur byggingariðnaðar (án hins opinbera) í vergri
landsframleiðslu á timabilinu 1973-1978. Hlutdeild byggingar-
iðnaöar í landsframleiðslu árió 1978 er metin 6,4%, sem er lægra
hlutfall en undanfarin ár. Munur þjóóarframleiðslu og lands-
framleiöslu liggur i launa- og eignatekjum nettó frá útlöndum.
Þessar tekjur eru meótaldar i þjóðarframleiðslu en ekki i
landsframleiðslu.
Skilgreiningu vinnsluvirðis i töflum 6.1. og 6.2. hefur
verió breytt frá þvi sem verið hefur skv. rekstraryfirlitum
fyrir árabilið 1972-1978. Má i þvi sambandi nefna breytingu
á skilgreiningu aófanga og vinnsluviróis til samræmis viö
Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuöu þjóðanna. Þannig hafa aöstööu-
og iðnlánasjóösgjöld og fasteignagjöld fram til þessa verið
talin til aöfanga en eru nú talin til óbeinna skatta. Jafnframt
er launaskattur nú talinn óbeinn skattur en hefur til þessa