Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1983, Side 48
46
4. Vinnuafl
Upplýsingar um vinnuafl i samgöngum eru fengnar úr skrám
Hagstofu Islands um slysatryggðar vinnuvikur. I töflum 3.1 og 3.2 er
sýnt vinnuafl i samgöngum eftir atvinnugreinum timabilið 1968-1978.
I töflu 3.1 er sýndur fjöldi mannára i hverri atvinnugrein, en i
töflu 3.2 er sýnd reiknuð vinnuaflsvisitala sem ætti aó gefa allgóða
mynd af breytingum vinnuafls milli ára. Nióurstöður þessara talna má
draga saman meó eftirfarandi hætti fyrir samgöngugreinarnar i heild,
meó og án Pósts og sima. En eins og áður er komið fram þá hafa rekstrar-
og efnahagsyfirlit Pósts og sima ekki verið birt i atvinnuvegaskýrslum
Þjóðhagsstofnunar fyrr en nú.
1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978
Visitala vinnu- afls 1970 = 100,0 100,0 105,5 111,9 112,0 112,0 111,7 113,9 114,0 116,5
Breyting frá fýrra ári - +5,5 +6,1 +0,1 +0,0 -0,3 +2,0 +0,1 +2,2
Visitala vinnu- afls án reksturs Pósts og sima og geymslustarf- semi 1970 = 100 100,0 104,2 112,3 112,1 112,9 113,2 113,9 116,7 119,1
Breyting frá fyrra ári _ +4,2 +7,8 -0,2 +0,7 +0,3 +0,6 +2,5 +2,1
Vinnuafl i atvinnugreinum samgangna hefur aukist stöóugt undan-
farin ár að árinu 1975 undanskildu. Mest varð aukningin milli áranna
1971 og 1972 en sióan dregur úr hlutfallslegri aukningu, og verður hún
neikvæó milli áranna 1974 og 1975 en eykst sióan. Vinnuafl hefur á
þessu átta ára timabili aukist um 16,5%. Af ofangreindum tölum sést
einnig, að vinnuafl i flutningastarfsemi þ.e. samgöngur alls án reksturs
pósts og sima og geymslustarfsemi, hefur aukist stöðugt, að árinu 1973
undanskildu. Vinnuafl i flutningastarfsemi hefur á þessu niu ára tima-
bili aukist um rúmlega 19%.
I töflu 3.3 er sýnd hlutdeild samgangna i heildarvinnuafli árin
1970-1980. Þar kemur fram, að á þessu tiu ára timabili hefur hlutdeild
samgangna minnkað úr 8,2% i 7,0%.