Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Page 4
4 Fréttir 6.–8. september 2013 Helgarblað
Bíður eftir Kristínu
n Jón Baldvin sagðist ætla að skoða rétt sinn
K
ristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ,
hefur enn ekki óskað eftir fundi
með Jóni Baldvin Hannibals
syni til að ræða við hann þá
stöðu sem komin er upp varðandi
gestafyrirlestra sem hann átti að halda
við skólann. Þetta herma heimildir
DV. Kristín sagði á mánudaginn að
hún ætlaði sér að ræða við Jón. Orð
rétt sagði Kristín í samtali við Vísi:
„Það var skortur á skýrum verklags
reglum sem leiddi til þess að málið
fór í mjög óheppilegan farveg. Fyrir
þetta vil ég biðjast afsökunar og ég
mun á næstu dögum leita eftir fundi
með Jóni Baldvini á næstu dögum.“
Hugsanlegt er að Jón Baldvin hyggist
höfða mál gegn skólanum sökum þess
hvernig staðið var að því að ákveða að
hann flytti ekki umrædda fyrirlestra
um smáríki. Sú ákvörðun hans kann
meðal annars að byggja á því hvern
ig fundurinn með Kristínu gengur.
Ástæðan fyrir ákvörðun Háskóla Ís
lands er hneykslismál sem upp kom í
fyrra þar sem Nýtt Líf birti klámfengin
bréf sem Jón Baldvin hafði sent barn
ungri frænku konu sinnar. Stúlkan
kærði Jón fyrir kynferðislega áreitni
en Jón var ekki ákærður. Ráðning Jóns
þótti þess vegna umdeild. ingi@dv.is
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 9. september, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
G
unnlaugur Blöndal
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna
svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Hótel Saga rambar
á barmi gjaldþrots
n Skuldar nærri sex milljarða króna n Ársreikningur áritaður með fyrirvara
H
ótel Saga, sem er í eigu
Bændasamtaka Íslands,
rambar á barmi gjaldþrots
en óvissa er um rekstrar
hæfi félagsins sem rekur
hótelið. Þetta kemur fram í árs
reikningi móðurfélags Hótel Sögu
sem skilað var til ársreikningaskrár
ríkisskattstjóra þann 29. ágúst síð
astliðinn. Félagið heitir Hótel Saga
ehf. og á einnig nær allt hlutafé í
Hótel Íslandi í Ármúla. Auk hótel
rekstursins rekur félagið veitinga
staði á Hótel Sögu, meðal annars
Grillið, og eins á Hótel Íslandi.
Í fyrra gerði rekstrarfélagið kyrr
stöðusamning við lánardrottna
sína en hefur enn ekki náð að kom
ast að samkomulagi um fjárhags
lega endurskipulagningu félagsins
þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Síð
ustu mánuðina hefur verið unnið
að því að tryggja rekstrargrund
völl Hótel Sögu. „Að mati stjórnar
veltur framtíð félagsins á því að
samkomulag náist við lánadrottna.
Í ársreikningnum er mat og fram
setning eigna og skulda miðuð við
áframhaldandi rekstrarhæfi.“
Eigið fé neikvætt um
þrjá milljarða
Í ársreikningnum kemur fram að
eigið fé samstæðunnar sé nei
kvætt um meira en þrjá milljarða
króna. Orðrétt segir í skýrslu stjórn
ar í ársreikningi félagsins: „Sam
kvæmt rekstrarreikningi námu
rekstrartekjur samstæðunnar
kr. 1.455.521.760 á árinu. Tap af
rekstrinum nam kr. 455.423.200.
Samkvæmt efnahagsreikningi
námu eignir samstæðunnar kr.
2.630.996.181 í lok ársins 2012.
Eigið fé í lok ársins er neikvætt um
kr. 3.186.103.660. Í ársreikningnum
eru upplýsingar um mat á helstu
eignum samstæðunnar.“
Hótel Saga skuldar rúma 5,8
milljarða króna en á móti þessum
skuldum eru eignir upp á 2,6 millj
arða og leiðir þessi staða af sér um
rædda neikvæða eiginfjárstöðu
upp á 3,2 milljarða króna. Staða fé
lagsins er því vægast sagt slæm og
nema skuldirnar meira en tvöföld
um eignum. Meirihluta skuldanna
er við Arion banka. Rúmlega 1,1
milljarðs króna skuld er við Bænda
samtökin sjálf, samkvæmt ársreikn
ingnum. Lánið frá Bændasamtök
unum var víkjandi og er því tapað
þar sem aðrir kröfuhafar félagsins
hafa forgang í bú þess.
Ársreikningur áritaður
með fyrirvara
Sökum þessarar slæmu stöðu árit
ar endurskoðandi félagsins, Einar
Hafliði Einarsson hjá Deloitte, árs
reikninginn með fyrirvara. Í fyrir
vara Einars Hafliða segir: „Fjár
hagsstaða félagsins er slæm og er
eigið fé í efnahagsreikningi í árs
lok neikvætt. Rekstur félagsins
skilar ekki nægu fjármagni til að
félagið geti staðið við gerðar skuld
bindingar og takist að varðveita all
ar eignir sínar. Félagið verður því
að treysta á fjárhagslega aðstoð frá
eigendum og lánadrottnum sínum
til þess. Í skýringu nr. 15 kemur
fram hjá stjórn félagsins að hún telji
að félagið geti ekki staðið við skuld
bindingar sínar á árinu 2013, nema
því takist að semja við lánadrottna
sína og afla félaginu nýs eigin fjár.“
Líkt og áður segir hefur ekki ver
ið gengið frá þessari fjárhagslegu
endurskipulagningu. n
Óvissa um
rekstrarhæfi
„Óvissa er um rekstrarhæfi félagsins,
fjárhagsstaða félagsins er slæm og
er eigið fé í efnahagsreikningi í árslok
neikvætt. Rekstur félagsins skilar ekki
nægu fjármagni til að félagið geti staðið
við gerðar skuldbindingar og takist að
varðveita allar eignir sínar. Skilmálar
í lánasamningum félagsins eru því
brostnir. Félagið verður að treysta á
fjárhagslega aðstoð frá eigendum og
lánadrottnum sínum til þess að halda
áfram rekstri félagsins og telur stjórn
félagsins að félagið geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar á árinu 2013, nema
því takist að semja við lánadrottna sína
og afla félaginu nýs eigin fjár. Stjórn
félagsins gerði kyrrstöðusamninga
við stærstu lánadrottna félagsins
sem rann út þann 15. apríl 2012 og frá
þeim tíma hafa aðilar reynt að ná sátt
um fjárhagslega endurskipulagningu
félagsins. Þær tilraunir hafa enn ekki
skilað árangri. Á vormánuðum ársins
2013 hafa aðilar verið að vinna að
samkomulagi um sameiginlega tilætlan
sem ætlað er að tryggja rekstrarhæfi fé-
lagsins. Að mati stjórnar veltur framtíð
félagsins á því að samkomulag náist við
lánadrottna. Í ársreikningnum er mat og
framsetning eigna og skulda miðuð við
áframhaldandi rekstrarhæfi.“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Formaðurinn Sindri Sigurgeirsson er nýr formaður Bændasamtakanna en Hótel Saga ehf.
skuldar félaginu rúmlega 1.100 milljónir. Samtökin eiga Hótel Sögu.
„Fjárhags-
staða
félagsins er
slæm
Bíður Rektor hefur ekki enn haft samband.
Hagnaður
vegna
leiðréttinga
Rúmlega 226 milljóna króna hagn
aður var af rekstri Emmess í fyrra.
Fyrirtækið framleiðir ís og rekur
ísbúðir. Þetta kemur fram í
ársreikningi félagsins fyrir árið
2012 sem nýlega var skilað til
ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.
Hagnaðurinn var samt ekki
rekstrarhagnaður heldur var um
að leiðréttingu á skuldum up á 274
milljónir króna. Félagið er í eigu
sjóðs sem er rekinn af verðbréfa
fyrirtækinu Arev.
Þrátt fyrir þennan hagnað í
fyrra er eiginfjárstaða fyrirtækis
ins hins vegar neikvæð sem nem
ur rúmlega 416 milljónum króna.
Mikill viðsnúningur var í rekstri
félagsins á milli áranna 2011 og
2012 þar sem nærri 245 milljóna
króna tap var á rekstrinum árið
2011. Félagið á eignir upp á rúm
lega 400 milljónir króna en skuld
ar nærri 820 milljónir króna.
Árið 2011 skuldbreytti félagið
lánum sínum úr erlendri mynt og
yfir í íslenskar krónur.
Afplánar á
Kvíabryggju
Halldór Viðar Sanne afplánar nú
dóm sem hann hlaut í Danmörku
fyrr á þessu ári á Kvíabryggju.
Greint er frá þessu á fréttavef
Ríkis útvarpsins en þar kemur fram
að Halldór hlaut tveggja og hálfs
árs fangelsisdóm í mars á þessu
ári í Danmörku og var gerður um
leið brottrækur frá Danmörku.
Halldór Viðar var handtekinn í
miðborg Kaupmannahafnar í lok
október í fyrra. Hann sat í gæslu
varðhaldi þar til dómur féll í máli
hans í byrjun mars. Hann var
talinn hafa svikið 600–800 iPhone
síma út úr fólki og hafa svikið um
110 milljónir af fólki. Hérlend
is liggur slóð svika eftir Halldór
Viðar.