Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Side 26
26 Fólk 6.–8. september 2013 Helgarblað
Þunglyndið var gjöf
Ó
mar er sonur þeirra, Jónínu
R. Þorfinnsdóttur og Ragnars
Edvardssonar. Hann er fædd-
ur 16. september, 1940, í
Reykjavík. Hann varð augna-
yndi foreldra sinna en hárið vakti
athygli.
„Ég var náttúrlega með algjörlega
óeðlilega rautt hár,“ segir Ómar. „Það
var til þess tekið hvers konar fyrir-
brigði þetta væri á fæðingardeildinni.
Það varð bara sjokk vegna þess að
hvorugt foreldra minna var rauðhært
og ekki ömmur mínar og afar.
Þar sem ég fæddist svona rauð-
hærður þá sögðu foreldrar mín-
ir að þau ætluðu ekki að eiga dreng
sem yrði uppnefndur Óli rauði. Þess
vegna völdu þau nafn sem var það
sérkennilegt að það þurfti ekkert að
segja Ómar rauði.“
Hæglátur bókaormur
Það kemur mörgum á óvart að
Ómar var afskaplega hæglátur og
rólegur sem barn. „Það þótti mjög
afbrigðilegt og asnalegt að mamma
mín gæti farið með mig í heimsókn
til vinkvenna sinna, sett mig á stól
og sagt mér að sitja þangað til hún
færi. Þá var ég með einhverja bók
eða eitthvað og ég minnist þess
óljóst að ég þurfti ekki einu sinni
bók. Ég var settur þarna eins og
púði og ég bara sat þar og sagði ekki
neitt.
Ég var allt öðruvísi krakki en fólk
heldur. Ég var mjög rólegur og af-
skaplega mikið til hlés. Ég lá í bók-
um og var ekkert mikið úti. Það var
hins vegar mikið fjör þegar ég fór út
að leika mér. Þá sagði maður sögur;
ég settist á steinveggi við Stórholtið
þar sem ég bjó og fór að segja sögur.
Ég spann alls konar vitleysu.“
Var strítt
Hann var kallaður prófessorinn og
segir að sér hafi verið strítt þar sem
hann var svo mikið inni að lesa.
„Ég gerði mér grein fyrir að ég
gat svolítið sjálfum mér um kennt
að vera strítt. Að vísu þótti mér
leiðinlegt að vera kallaður prófess-
orinn en ég gerði mér grein fyrir því
að ég gæti sloppið við það ef ég væri
meira úti að leika mér með krökk-
unum. Ég man ekki eftir því að hafa
verið óhamingjusamur út af þessu
og mér sárnaði aldrei. Ég sló þessu
bara upp í grín.
Ómar Ragnarsson hefur glatt landann ára-
tugum saman og fékk Íslendinga smáa sem stóra
til að hlæja með sér í laginu Hláturinn lengir lífið.
En gleðin var depurð blandin og umlukin skuggum.
Sem barn og unglingur glímdi Ómar við þunglyndi
eftir að hafa horft á ástvini sína hverfa yfir móðuna
miklu. Svava Jónsdóttir ræddi við Ómar um
þunglyndið og uppvöxtinn og veginn sem hann fet-
aði í átt að hamingjunni og hlátrinum. „Mér finnst
ég hafa fengið meiri lífsreynslu og skilning,“ segir
Ómar um gjöf þunglyndisins sem eltist af honum.
„Ég vil slá á þá ímynd að ég hafi alltaf verið skæl-
brosandi frá því ég vaknaði á morgnana þangað til
ég fór að sofa á kvöldin. Það er enginn þannig.“
„Ég var allt
öðruvísi krakki
en fólk heldur
Lífið gengur upp og niður „Mér
finnst svo dásamlegt viðfangsefni
að fást við lífið sama þó það gangi
illa; það gengur náttúrlega upp
og niður eins og sænskurinn segir:
„Saad ńt er livet, det gaar op og
det gaar ned“.“ mynd Sigtryggur ari
„Vinur minn
drukknaði í sundi
þegar við vorum sjö ára
og ég og ein stelpa úr
bekknum vorum send
sem fulltrúar bekkjarins í
jarðarförina.
Svava Jónsdóttir
ritstjorn@dv.is
Viðtal