Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Side 27
Fólk 27Helgarblað 6.–8. september 2013 Þunglyndið var gjöf Ég var skrýtinn, uppátækja­ samur og sérkennilegur. Ég þótti sérkennilegur strax í upphafi og það hjálpaði ekki til að vera svona ofboðslega rauðhærður og heita svona fáránlegu nafni, því þegar ég var skírður og gefið nafn þá voru ekki nema örfáir menn sem hétu þessu nafni. Þegar ég var skráður í símaskrána þá var bara einn Ómar á undan mér; ég var Ómar númer tvö í símaskránni. Mér fannst það lengi vera leiðinlegt að vera eitthvað öðruvísi. Á þessum aldri vilja krakk­ ar vera eins og hinir krakkarnir; vera í hópnum. En úr því að ég gat ekki verið eins og ætlast var til að ég væri þá fór ég að hafa gaman af því að vera þá bara öðruvísi; spinna upp alls konar vitleysu og fíflagang og vera þá í þeirri deild.“ Hann segir að hressleikinn og húmorinn sé kannski meðfæddur en faðir hans var hress maður. „Hann hafði óendanlega möguleika til að sjá alltaf eitthvað spaugilegt við allt. Sumir af frænd­ um mínum voru mjög skemmtilegir menn eins og Eiríkur Jónsson; þeir voru systkinasynir og þegar þeir hittust þá var mikið fjör. Það var mikið grín og mikið gaman heima.“ Uppátækjasamur Hann tók þátt í leikritum í skólan­ um frá því hann var níu ára. „Það þótti mér afar gaman. Svo hafði ég líka gaman af því að koma fólki á óvart. Ég gat verið svolítið hrekkj­ óttur. Einu sinni stríddi ég strætis­ vagnabílstjóra svo mikið að hann rak mig út og sagði að ég fengi aldrei að koma í strætóinn aftur. Þá fór ég inn, borgaði, hljóp í gegnum vagn­ inn og kom inn aftur og borgaði. Það voru margir í strætó og hann fattaði í fjórðu ferðinni að hann var alltaf að hleypa sama stráknum inn í vagninn. Þá varð hann öskureiður.“ Þetta hlýtur að hafa verið dýrt fyrir 10 ára strák. „Ég safnaði fyrir þessu bara til þess að geta strítt honum.“ Ómar hlær. Hann segir fleiri strætósögur. „Þegar rigndi fór ég stundum með vinum mínum í strætó með vatnsbyssur. Við vorum orðnir mjög klárir í að miða; það var gluggi í loftinu á vögnunum og við reynd­ um að miða á hann svo það læki á fólkið fyrir neðan. Það var náttúr­ lega hámarkið þegar viðkomandi stóð upp og kvartaði við vagnstjór­ ann að glugginn læki.“ Ómar hlær að þessu. „Þá hlógum við eins og asnar. Við vorum með alls konar uppátæki.“ Strákarnir hlógu mikið og höfðu gaman af lífinu. Missti vin sinn og var sendur í jarðarför Örlög manna eru misjöfn og Ómar kynntist þeirri bitru staðreynd strax sem gutti. „Vinur minn drukknaði í sundi þegar við vorum sjö ára og ég og ein stelpa úr bekknum vorum send sem fulltrúar bekkjarins í jarðar­ förina. Annar vinur minn, sem var mjög skemmtilegur strákur og mikill sundmaður, drukknaði líka, þegar hann var 12 ára. Ég var síðan í sveit með strák sem drukknaði næstum því í sundi en hann lést síðan langt um aldur fram þegar hann fékk hjartaáfall. Þrír af bestu vinum mínum voru farnir þegar ég var í menntaskóla og það hafði náttúrlega mikil áhrif á mig,“ seg­ ir Ómar og ræðir í framhaldinu um þunglyndið sem hann fann fyrir í kjölfar þess að missa vin sinn. Réð ekki við þunglyndið Þunglyndisköstin fékk hann sem barn. Það fór fyrst að bera á þeim um níu ára aldur en þau urðu alvar­ legust á táningsárunum. „Ég fékk þunglyndisköst sem stóðu yfir í tvo til þrjá daga. Þá var ég alveg ómögulegur, sat bara inni í herbergi, var rosalega leiðinlegur og gat eiginlega ekki gert neitt.“ Hann hlær. „Ég var rosalega fúll. Ég fór aldrei til sálfræðings en þegar á leið hugsaði ég með mér: Nú er ég að fara í þunglyndiskast en af hverju í fjandanum er ég að því? Af hverju þarf ég að taka tvo daga í þetta þegar ég veit að ég mun hvort eð er fara út úr kastinu; af hverju ekki bara að sleppa því? Svona var maður að rökræða við sjálfan sig en maður gat ekkert gert. Þetta kom og fór og þess vegna hef ég mikla sam­ úð og skilning gagnvart þeim sem eru þunglyndir. Það er ekkert hægt að ráða við þetta. Eftir á að hyggja sé ég ekkert eftir þessum dögum sem fóru í þetta. Mér finnst ég hafa öðlast meiri lífs­ reynslu og skilning. Það er ekki hægt að setja allt fólk í einhvern pakka og segja að svona eigi all­ ir að vera og að sá sem fer ekki ná­ kvæmlega eftir formúlunni sé bara óalandi og óferjandi. Við munum aldrei verða hamingjusöm ef við umgöngumst hvert annað á þann hátt. Þess vegna hefur lífssýn mín mótast mikið af þessu. Við erum gallagripir og þurfum að glíma við það.“ Enginn glaður alla daga Ómar þjáðist af þunglyndinu yfir vetrartímann. Fékk tvö til þrjú köst á hverjum vetri. Þess á milli lék lífið við hann og svo fór að þunglyndið eltist af honum. „Svo eltist þetta af mér um tvítugt og ég hef aldrei orðið var við það síðan. Ég held að það hvað ég er heppinn með lífsförunaut hafi hjálpað mikið til í þessu efni. Þetta bráði nefnilega af mér fljótlega eftir að ég kvæntist Helgu. Ég vil slá á þá ímynd að ég hafi alltaf verið skælbrosandi frá því ég vaknaði á morgnana þangað til ég fór að sofa á kvöldin. Það er enginn þannig.“ Hætti að syngja þegar fyrirmyndin dó Ómar segir að hann hafi verið á fjórða ári þegar hann fór að skemmta. Hann kunni þá vinsæl­ ustu lögin og í afmælum var farið að setja hann upp á borð þar sem hann söng. „Lagið sem ég söng var rokklag – Rokkarnir eru þagnaðir. Það var lag um rokk. Spunarokk. Jón frá Ljárskógum var vinsæl­ asti skemmtikraftur landsins en hann var frændi okkar. Þess vegna leit maður upp til hans sem lítill krakki. Alls staðar í kringum mig er bæði harmur og gleði því Jón fékk snemma berkla og dó kornungur. Maður upplifði það mjög sterkt sem krakki þegar ædólið manns fór svona um það leyti sem mað­ ur var að fá vit á tilverunni. Ætli ég hafi ekki verið svona sjö ára þegar hann dó enda hætti ég af einhverj­ um ástæðum alveg að vilja syngja. Ég söng ekkert eftir það nema bara í sveitinni og síðan gerði ég það í Kaldárseli af einhverri innri þörf. Og næst þegar ég gerði það var ég kominn í menntaskóla.“ Stressaður í fyrsta hlutverkinu Þegar Ómar var 12 ára fékk hann stórt hlutverk í Vesalingunum. Honum finnst hlutverkið marka upphaf ferils hans og getur þess vegna sagst eiga 60 ára leikafmæli á árinu. „Mér var hent inn í alvarlegt og stórt hlutverk í leikriti, sem var sýnt í Iðnó, bara 12 ára gömlum. Það voru Vesalingarnir og var um að ræða þriggja og hálfs tíma sýn­ ingu; allt verk Victors Hugos. Ég lék götustrákinn og hélt ræðu, þrumu­ hvatningarræðu, yfir stúdentun­ um. Þessu var stillt þannig að ef ég klúðraði þessu þá væri það svaka­ lega slæmt sem var alveg hár­ rétt. Þegar ég var búinn með þessa ræðu á frumsýningunni þá stopp­ aði sýningin af því að það brast á þetta svaka klapp. Þá vissi ég að ég hafði sloppið. Ég á á þessu ári 60 ára leikafmæli. Það væri kannski gott að halda því til haga.“ Boltinn fer að rúlla Eftir frammistöðuna í Vesalingun­ um segir Ómar nógu marga hafa vitað að það væri eitthvert leikara­ vesen á honum. Eða eins og hann orðar það; „einhver leikaraþráður.“ „Ég var spurður hvort ég gæti ekki sungið eitthvað eða farið með eitthvað eða lesið eitthvað; „get­ urðu verið kynnir, getur þú komið með eitthvað …“ Ég var í fjórða bekk í mennta­ skóla þegar ég samdi lagið Ban­ vænt stökk. Ég var lélegur í leikfimi þó ég hafi verið góður í íþróttum og ég hataði þessi heljarstökk og önn­ ur stökk sem ég gat ekki tekið. Þetta var fyrsta gamanvísan en ég gerði grín að þessum stökkum. Það var svo tveimur árum síðar, það eru akkúrat 55 ár síðan, sem ég kom með heilt prógramm á 75 ára afmæli Framtíðarinnar. Þetta var skemmtiprógramm sem var full­ mótað frá upphafi til enda. Jónas Jónasson og Laxness voru á meðal þeirra sem voru í salnum og Jónas, sem var þarna sem blaðamaður, skrifað um þetta í Fálkann. Ég var síðan fenginn til að skemmta á fögnuði hjá Stúdentafé­ lagi Reykjavíkur á gamlárskvöld og fékk borgað fyrir. Þar með var bolt­ inn farinn að rúlla og níu mánuð­ um síðar var ég búinn að fara á hvern einasta stað á landinu.“ Pólitískur skemmtikraftur Ómar kann enn skemmtipró­ grammið frá a­ö. Með atriðum sín­ um sló hann nýjan og pólitískan tón. „Menn höfðu verið að syngja dönsk lög en ég söng rokklög og sneri þeim upp á atburðina og var ofboðslega pólitískur því pólitíkin var eitt af því sem ég las mikið um þegar ég var einn inni að lesa; ég ætlaði að verða stjórnmálamaður þegar ég var 10 ára og hlustaði á allar útvarpsumræður og gæti þess vegna enn þann dag í dag farið með búta úr ræðum sumra eins og þá­ verandi forsætisráðherra. Ég, sem skemmtikraftur, var sá fyrsti sem tók pólitíkina alveg í gegn. Ég óð beint í stjórnmála­ mennina og hjólaði í þá alla. Laga­ valið var alveg nýtt; ég hermdi eft­ ir þeim og var með uppistand. Ekkert af þessu hafði þekkst áður – ekki svona blandað; eftirherm­ ur, gaman vísur, uppistand og bein­ skeytt ádeila eða grín um pólitík­ ina. Þetta var sá stíll sem ég tók upp strax og hef haldið síðan.“ Jólasöngleikur Ómar segir að þegar hann var krakki hafi Alfreð Andrésson ver­ ið átrúnaðargoð sitt en hann lék Gáttaþef á jólaskemmtunum. „Hann var mikill gamanleikari og fyrirmynd mín og það heyrist þegar ég byrja að syngja að ég er svolítið að stæla hann.“ Ómar segir að jólin eftir að hann varð landsþekktur skemmtikraftur hafi hann verið beðinn um að leika jólasvein. Þá má geta þess að hann „Ég vil slá á þá ímynd að ég hafi alltaf verið skælbros- andi frá því ég vaknaði á morgnana þangað til ég fór að sofa á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.