Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2013, Blaðsíða 34
34 6.–8. september 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g ,,Sósíalískt ofurhetjudrama“ Elysium eftir Neil Bloomkamp Leynist fyrir- sögn hér?„ Svona fjölmiðlun með uppslætti úr kommentakerfum er að verða fáránlega þreytt djók. Kyndir undir reglu- legum (daglegum) upphlaupum, fóðrar reiði og fordóma og keyrir upp pólerís- eringu landsbyggðar vs. höfuðborgar, vinstri hægri etc. Jakob Bjarnar spilar á þetta í millifyrir- sögnum, „lafhræddir listamenn“, „Grjót- harður grímur“. Gylfi hatar homma, Grímur hatar listamenn, Sjón hatar Vestmannaeyjar, Gylfi segir Sjón að fara á sjóinn (gubb), listamenn drepa sjúklinga, ég hata síamstvíbura, Vigdís H. hatar alla, Kolbrún stuðar verkamenn, Lilliendahl hatar karlmenn, karlmenn hata konur, vinstri hatar hægri, Brynjar hatar náttúruna og 70‘s marxista … ekki smella á þennan link hér fyrir neð- an. Þetta er „self destruction takki“. Þetta er að eyðileggja Ísland. Fæ bréf frá vinum erlendis, „Hvað er í gangi þarna? Djöfull eruð þið að verða klikkuð“ Fæ statuskvíða núna – var ég að fóðra skrímslið? Leynist fyrirsögn hérna? Andri Snær Magnason um íslenska fjölmiðlun. – Facebook Meira um lista- mannalaun„ Les kommentakerfi um listamannalaun í frestunaráráttukasti. Langar til að rífa úr mér augun. Haukur S. Magnússon blaðamaður getur ekki hætt að lesa. – Twitter Íslenska fjallið„ Nú erum við búin að vera í viku í Króatíu og lífið er yndislegt hérna! Haffi fékk það stóra hlutverk að leika The Mountain í 4. seriu í þáttunum Game Of Thrones! Búnir eru tveir tökudagar af fjórum og þessi dvöl er búin að vera einstök upplifun er stoltust af manninum mínum sem stendur sig vel í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og allir hér eru rosalega ánægðir með hann! Ást frá Króatíu – with Hafþór Júlíus Björnsson. Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, unnusta Hafþórs Júlíusar sem lenti í þriðja sæti í Sterkasti maður heims og leikur nú í Game of Thrones. – Facebook Átök framundan„ Maður finnur meira að segja fyrir yfirvofandi árás Bandaríkjamanna á Sýrland hér á Suður- Spáni. Nálægt heimabæ kærustu minnar er beis bandaríska flughersins og það er ekki lát á flugumferð þangað þessa dagana, en flugvélar milli- lenda þar á leið sinni frá Bandaríkjunum austur til Miðausturlanda. Óttar Norðfjörð skáld skrifar frá Spáni. – Facebook Fréttamynd ársins„ Sigmundur Davíð óborg-anlegur á svipinn – eins og Jimmy Jump; ánægð- ur með að hafa smyglað sér í myndatökuna Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur um mynd af norrænu ráðherrunum með Barack Obama. – Facebook A ugu umheimsins beinast að Sýrlandi þessa dag- ana. Við Mazen höfum vart hist þegar við förum að ræða aðstæður í þessu nágrannaríki Líbanon, uppreisnar- menn og stjórnarher, Bandaríkja- menn og Rússa, vopnasölu og efna- vopnaárásir. Mazen segist eiga erfitt með að meta ástandið í Sýrlandi þegar hann er svo fjarri svæðinu. „Það er erfitt fyrir okkur sem erum hér í Reykjavík að vita hvað sé raunverulega að gerast í Sýrlandi. Við getum lesið fréttir en þær gefa takmarkaða mynd og oftar en ekki liggja einhverjir hagsmunir þar að baki.“ Hann á fjölmarga sýrlenska vini sem hafa flúið landið síðustu ár og þekkir því betur en margir aðrir hver veruleiki fólksins þar í landi er. Við dveljum ekki lengi við hin stóru heimsmál sem virðast svo víðs fjarri þar sem við sitjum og drekkum kaffi í íbúð í Reykjavík. Þegar Mazen segir sögu sína verður þó ljóst að líf hans er markað slíkum átökum á einn eða annan hátt. Ekkert vegabréf Mazen fæddist árið 1978 í Beirút í Líbanon og er palestínskur flótta- maður af þriðju kynslóð. Hann hefur frá fæðingu verið ríkisfangs- laus en kom hingað til lands í nóv- ember 2011 í gegnum ICORN, sem veita ofsóttum rithöfundum skjól. Að öllu óbreyttu rennur tímabundið landvistarleyfi hans út nú í október. Hann vonast til þess að geta öðlast íslenskan ríkisborgararétt en um- sókn þess efnis er í farvatninu. Mazen hefur sagt frá því í fjölmiðl- um að á meðan hann starfaði sem blaðamaður í Líbanon hafi hon- um borist fjölmargar hótanir. Þegar uppreisnin í Sýrlandi hófst svo fyrir rúmum tveimur árum færðust slíkar hótanir í aukana. Hann hefur verið vegabréfslaus frá fæðingu þar sem hann er af- komandi palestínskra flóttamanna og á því ekkert vegabréf. Veruleik- inn í Reykjavík er ansi ólíkur þeim veruleika sem hann lifði daglega við í Beirút að hans sögn: „Það var alltaf spenna í Líbanon, ég var alltaf taugastrekktur. Ég upplifði mig ekki öruggan þar einfaldlega vegna þess að ég var ekki öruggur. Ég hafði engin borgaraleg réttindi og mátti ekki einu sinni kjósa til stúdentaráðs í háskólanum mínum. Ég hef aldrei kosið. Hér hef ég mannréttindi, sem getur verið ruglandi á vissan hátt eftir það sem á undan er gengið, en það auðvitað á jákvæðan hátt.“ Þakklátur íslenskum vinum Við snúum okkur að Íslandi og ræð- um útgáfuhófið sem var í íslenskum og arabískum stíl. Ljóðabók Mazens – Ekkert nema strokleður – markar viss tímamót þar sem um er að ræða fyrstu tvímála útgáfu á arabísku og íslensku, en afar fá verk úr bók- menntaheimi arabískrar tungu hafa ratað hingað til lands. Mazen gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 2000, en síðan þá hefur hann sent frá sér tvær ljóðabækur og skáldsaga eftir hann er væntanleg innan tíðar. Flest ljóðanna í nýju bókinni eru úr síðustu bók hans sem kom út í Beirút. Mazen var kominn til Íslands þegar bókin var gefin út og hélt þess vegna aldrei neitt útgáfuhóf. „Þannig að þetta er í rauninni í fyrsta skipti sem ég árita þessa bók. Sú staðreynd leiðir mig auðvitað svolítið aftur til lífsins í Líbanon og þangað sem ljóð- in voru skrifuð.“ Hann er afar þakk- látur fyrir að þessi bók skuli koma út á tveimur tungumálum, arabísku og íslensku. „Nú fá þessi ljóð sem skrif- uð voru í Líbanon sína eigin tilvist á Íslandi. Að geta loksins áritað hana umkringdur íslensku fólki og góðum vinum gerir mér ljóst hversu mikinn kærleik vinir mínir hér bera til mín og ég til þeirra.“ Engin list án pólitíkur Í ljóðinu Stríð sem birt er hér fyrir ofan má sjá hvernig Mazen leikur sér að því að gera hið hápólitíska að persónulegu augnabliki sem á lítið skylt við utanaðkomandi átök. Mazen segist oft vera að takast á við það hvernig stór og hápólitísk átök smjúgi inn í daglegt líf fólks. Þess vegna sé í raun óumflýjanlegt að pólitíkin smitist inn í kveðskapinn með einum eða öðrum hætti, jafn- vel þó það sé á persónulegan og ef til vill svolítið þöglan hátt. „Þó að mér finnist mikilvægt að halda skáldskapnum hreinum frá pólitíkinni viðurkenni ég auðvitað að við getum ekki skapað list án pólitíkur.“ Hann segir pólitísk átök eins og þau sem eiga sér nú stað fyr- ir botni Miðjarðarhafs augljóslega hafa áhrif á smáatriðin í daglegu lífi fólks. „Pólitísk deilumál renna alltaf niður og í gegnum allt samfélagið, inn í hið daglega líf, inn í smáatriðin og þannig leiðir eitt af öðru. Fólk fyllist spennu sem verður til þess að hegðun þess breytist sem verður til þess að tungumálið breytist. Matur hækkar kannski í verði sem gerir það að verkum að fleiri eiga ekki fyr- ir mat og daglegt líf markast auðvit- að af þessu.“ Beitir smásjá Þessar endalausu breytingar á hög- um fólks, sem eru hluti af lífinu á átakasvæðum, eru á meðal hugðar- efna ljóðskáldsins. Það er einhvers staðar þarna, í röð þeirra atvika sem skekja líf manneskjunnar sem býr undir ómi hinna pólitísku átaka, sem Mazen grípur niður og sækir efni í skáldskap sinn. „Mér finnst freistandi að vinna með efni sem liggur þarna, það geta verið myndir eða hvað sem er, og ég beiti kannski eins konar smá- sjá til þess lýsa veruleika hins dag- lega lífs sem er auðvitað markað á einn eða annan hátt af þessum stóru átakamálum. Það er þannig sem ljóðin mín virka. Ég held ekki fyrirlestur um Palestínu, vil miklu frekar einbeita mér að einstökum afleiðingum, á hvaða áhrif þær hafa á hvern einstakling fyrir sig.“ Allar manneskjur eins Mazen er þeirrar skoðunar að hver einstaklingur sé þess verður að um hann sé fjallað. Smáatriðin í lífi okk- ar allra geti falið í sér mun stærri sögu. Hann á að eigin sögn auð- veldast með að notast við sjálfan sig og persónulega reynslu í skáld- skapnum. Þar finni hann myndir sem séu þýðingarmiklar fyrir líf sem sé undirorpið stöðugum breyting- um og erfitt geti verið að skilja. „Þetta er ljóðlist um smáat- riðin í lífinu, um hið hversdags- lega líf, um leiðir til þess að byggja upp möguleika á öðruvísi lífi. Og ég reyni að hafa þetta eins einfalt og ég ræð við, og eins áhrifamikið og ég get. Ég vil að ljóðin mín geti talað til allra. Ég trúi því nefnilega að við sem manneskjur séum öll eins í kjarnann. Við búum við sömu að- stæður á einn eða annan hátt. Við notum öll sömu tæknina til þess að hafa samskipti, verðum fyrir áhrif- um alþjóðlegra tískustrauma, og eflaust eigum við tveir mjög margt sameiginlegt með einhverjum í Kína eða í Afríku.“ Festist við ljóðlistina En hvers vegna byrjaði Mazen að skrifa ljóð? „Ég var sextán ára og ástfanginn af stelpu,“ segir Mazen og hlær. Lengi vel líkaði honum ekki við kennslustundir í arab- ísku en þegar nýr kennari tók við bekknum breyttist það. Sá beitti nýstárlegum aðferðum til þess að vekja áhuga nemendanna á sögu arabískrar ljóðlistar og Mazen fór að fikta við formið. „Ég skrifaði ljóð fyr- ir stelpuna þar sem ég notaðist við rím og hefðbundna bragarhætti,“ segir Mazen og bætir brosandi við að stíll hans hafi breyst töluvert mikið síðan þá. Ástarljóðið skilaði ekki tilætl- uðum árangri. „Ég skrifaði ljóð- ið til þess að laða hana að mér en það sem gerðist var að stelpan fór en ljóðið varð eftir. Þannig að ég, sem vildi festast með stelpunni, festist við ljóðlistina. Þannig að ég sat einn eftir og fastur í þeim vand- ræðum sem fylgja því að reyna að „Ég reyni að snerta ekki á pólitík í ljóðlist minni. Ég trúi því að bókmenntir geti skapað samræðugrundvöll fyrir ólíkt fólk,“ segir ljóðskáldið Mazen Maarouf í samtali við DV. Í þau næstum tvö ár sem Mazen hefur dvalið í Reykjavík hefur hann unnið að þýðingum á íslenskum bókmenntum yfir á arabísku. Hann hefur þegar þýtt verk eftir 30 höfunda, en á meðal þeirra verka eru Skugga-Baldur eftir Sjón, Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sagan af Bláa hnettin- um eftir Andra Snæ Magnason. Þá hefur hann einnig einbeitt sér að ljóðlistinni en Mazen hélt útgáfuhóf á Kex Hostel nú á fimmtudag í tilefni af útgáfu nýrrar ljóðabókar eftir hann sem ber heitið: Ekkert nema strokleður. Fjölmargir sóttu at- burðinn og þegar blaðamann bar að garði var bókin við það að seljast upp. Ljóst er að Mazen á sér marga áhangendur á Íslandi þrátt fyrir að hafa ekki verið hér í nema tæp tvö ár. Blaðamaður DV hitti Mazen á heimili hans í miðbæ Reykjavíkur í tilefni af útgáfunni og spurði hann út í ljóðlistina og lífið, Reykjavík og Beirút. Stelpan fór en ljóðið varð eftir Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Viðtal ,,Ekki sú hetja sem við þurfum“ Kick-Ass 2 Leikstjóri: Jeff Wadlow „Þó að mér finn- ist mikilvægt að halda skáldskapnum hreinum frá pólitíkinni viðurkenni ég auðvitað að við getum ekki skapað list án pólitíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.