Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Mánudagur 11. nóvember 2013 Afdrif áttA AuðmAnnA n Sex af átta af stærstu útrásarvíkingum þjóðarinnar hafa verið ákærðir n Flestir ennþá sterkefnaðir skorist í leikinn því verðandi forstjóri FL Group hafði sett Hannesi stólinn fyrir dyrnar: Annaðhvort kæmu þessir þrír milljarðar aftur inn á reikning félagsins eða lögreglan yrði kölluð til. Þá kom Hreiðar til skjal- anna og lánaði Fons, félaginu sem peningar FL Group höfðu runnið til, fyrir endurgreiðslunni á peningun- um. Hannes slapp því tímabundið – í rúm átta ár – með skrekkinn. Enn í Lúx Þannig voru völd Hreiðars Más á þessum tíma. Hann einn gat tekið ákvarðanir um lánveitingar upp á háar fúlgur fjár. Lykilvitnið í máli sérstaks saksóknara gegn honum hafði líka sagt að hann hefði teikn- að Al Thani-snúninginn upp, ásamt bankastjóra Kaupþings í Lúx. Með falli Kaupþings hrundi valdastaða Hreiðars Más eðlilega líka en hann var ennþá sterkefnaður eftir að hafa fengið tugi milljóna í mánað- arlaun hjá Kaupþingi um árabil. Hann stóð sömuleiðis í fjárfestingum á Íslandi, þrátt fyrir að vera búsettur í Lúxemborg, en félagar hans og vinir komu gjarnan að þeim fjárfestingum með honum og voru jafnvel í forsvari fyrir þær fyrir hann. Hann hafði verið sterklega bendlaður við uppkaupin á Hótel Hengli á Þingvöllum, leigurétt á nokkrum laxveiðiám og ferðaþjón- ustufyrirtæki í Reykjavík. Ekkert stórt – en samt. Hreiðar Már hafði hins vegar eðlilega ekki veitt Hannesi lánið án nokkurra veða: Hann var að skera hann úr snörunni. Hreiðar Már lét Hannes vera persónulega ábyrgan fyrir endurgreiðslu á láninu sem notað var til að endurgreiða FL Group í gegnum Kaupþing í Lúxem- borg. Hreiðar Már lét viðskipta- félaga Hannesar og félaga sinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, einnig vera í persónulegum ábyrgðum fyrir endurgreiðslu á láninu sem Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haralds- sonar, endaði svo á að greiða upp. Sá sem borgaði upp lánið Á þeim tíma sem Pálmi Haraldsson í Fons greiddi upp lánið við Kaup- þing stóð félagið traustum fótum eftir að hafa skilað bókfærðum hagnaði upp á milljarða króna. Fons bókfærði meira en tíu millj- arða króna hagnað bara á viðskipt- unum með Sterling í október 2005. Þá seldi Fons danska flugfélagið til FL Group fyrir um 15 milljarða króna en félagið hafði keypt Sterling nokkrum mánuðum áður fyrir um fjóra milljarða króna. Árið 2007 tóku eigendur Fons til dæmis 4,4 milljarða króna í arð vegna rekstrar- ársins 2006, var hann greiddur út til eignarhaldsfélags í Lúxemborg. Pálmi hefur misst allar fyrir- tækjaeignir sínar frá því á árunum fyrir hrunið, meðal annars Fons og ferðaskrifstofuna Iceland Express sem og breska flugfélagið Astraeus. Lítið hefur spurst til Pálma frá því að Iceland Express lagði upp laupana. Síðast þegar af fréttist átti Pálmi hins vegar íbúð í London og einbýlishús að Sól- vallagötu 4 í Reykjavík. Pálmi er hins vegar ennþá fjár- sterkur maður, enda voru arðgreiðslurn- ar sem hann tók út úr íslenska fjár- málakerfinu á ár- unum fyrir hrunið drjúgar. Hann var hins vegar ekki í sigti sérstaks saksóknara í Sterling-mál- inu þrátt fyrir að peningarnir hafi runnið til eignarhaldsfélags hans. Sá eini sem er ákærður í málinu er Hannes. Pálmi hefur ekki verið ákærður í neinu máli hjá sér stökum saksóknara hingað til. Spuni Jóns Ásgeirs Þegar aðalvitni ákæruvaldsins í Al Thani-málinu lýsti fundi sem hann hafði átt með Hreiðari Má út af viðskiptunum við katarska sjeik- inn vissi hins vegar enginn að hann og Jón Ásgeir Jóhannesson hefðu komið að viðskiptunum sem Hann- es var ákærður fyrir. Þetta átti hins vegar eftir að koma í ljós daginn eftir, fimmtudaginn 7. nóvember, þegar Fréttablað Jóns Ásgeir birti frétt um ákæruna gegn Hannesi þar sem þetta kom fram. Fréttin byggði á ákærunni og greinargerðinni í henni og getur hún einungis hafa komið frá Hannesi sjálfum sem fékk hana í hendur daginn áður en fréttin birtist. Enginn annar en Hannes, og ákæruvaldið, hafði þá fengið ákæruna. Fréttapunkturinn um persónu- lega ábyrgð Jóns Ásgeirs var hins vegar ekki útgangspunkturinn í frétt blaðs hans heldur gamalkunn staðreynd um að verðandi forstjóri FL Group hafi þrýst á Hannes um að endurgreiða lánið. Þannig náði einn af hagsmunaaðilunum í mál- inu, og sjálfsagt einn þeirra sem var hagsmunaaðili í viðskiptunum með Sterling-flugfélagið sem millj- arðarnir frá FL Group voru notaðir í, að stýra fyrstu fjölmiðlaumfjöll- uninni um ákæruna áður en aðrir fjölmiðlar gátu fengið hana afhenta. Jón Ásgeir er ekki ákærður í málinu en persónuleg ábyrgð hans á láninu frá Kaupþingi sýnir aðkomu hans að því: Hver skrifar undir persónu- lega ábyrgð fyrir þriggja milljarða króna láni án þess að eiga nokkurra hagsmuna að gæta eða fá nokkuð fyrir sinn snúð? Enginn. Jón Ásgeir var á bólakafi í viðskiptunum með Sterling enda leið ekki á löngu þar til hann var orðinn ráðandi í FL Group. Fréttablað Landsbankans Líkt og gilti um Hreiðar Má var millifærslumál Hannesar ekki efst í huga Jóns Ásgeirs þessa daga í síð- ustu viku. Fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs er í bullandi erfiðleikum eftir að hafa tapað miklum fjölda áskrifenda að Stöð 2 og vegna mik- illar skuldsetningar fyrirtækisins. Ljóst er að Jón Ásgeir getur ekki haldið fyrirtækinu til lengdar og að bankinn muni á einhverjum tíma- punkti grípa inn í og reyna að koma 365 í verð. Bankinn á einfaldlega of mikilla hagsmuna að gæta til að horfa á fjölmiðlafyrirtækið sigla að feigðarósi. „No comment,“ segir upplýs- ingafulltrúi Landsbankans þegar hann er spurður að því hvort staða 365 sé orðin þannig að bankinn þurfi að lána fjölmiðlafyrirtækinu rekstrarfé um hver mánaðamót. 365 er síðasta eign Jóns Ásgeirs sem hann heldur eftir hrunið 2008 en líkt og gilti um öll fyrirtæki sem hann kemur nálægt þá er fjölmið- illinn mjög skuldsettur, svo skuld- settur að þegar skuldir félagsins eru dregnar frá raunverulegum eignum þá er alveg ljóst að eiginfjárstaða fyrirtækisins er neikvæð. Jón Ásgeir gerir sér samt vonir um að fá 8 millj- arða króna frá fjölmiðlafyrirtæk- inu með neikvæða eiginfjárstöðu. Raunvirði 365 er kannski einn fjórði af því sem Jón Ásgeir telur það vera en verðmæti 365 er tjakkað upp í hæstu hæðir með því að bókfæra 6 milljarða viðskiptavild sem eign á móti öðrum þriggja milljarða hald- bærari eignum. Bjargvættur Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir mun ekki geta haldið 365 til lengdar til þess er fyrirtækið of skuldsett og ekkert fjármála- fyrirtæki er reiðubúið að endurfjár- magna 7 milljarða skuldir hjá fyrir- tækinu þar sem 2/3 hlutar eignanna eru óefnisleg viðskiptavild. Jón Ás- geir á ekki lengur hauka í horni í ís- lensku viðskiptalífi sem eru reiðu- búnir að lána honum peninga svo hann geti haldið eignum, líkt og fyrir hrun. Um tíma hélt Jón Ásgeir sinni stærstu og bestu eign, smásölu- risanum Högum, vegna þess að áðurnefndur Hreiðar Már hafði aðstoðað hann til þess um sumar- ið 2008. Þá lánaði Hreiðar Már og Kaupþing eignarhaldsfélaginu 1998 ehf. milljarða króna til að kaupa hlutabréf í Högum af eigendum Baugs. Svo kom að skuldadögum og Jón Ásgeir missti yfirráðin yfir Högum til arftaka Kaupþings, Arion banka, og smásölurisinn var seldur nýjum fjárfestum. Hreiðar Már var því líka, um tíma, bjargvættur Jóns Ásgeirs. Ef Jón Ásgeir missir 365 á hann engar fyrirtækjaeignir eftir á Íslandi. Erfitt er hins vegar að segja til um hversu mikla peninga Jón Ás- geir á í raun. Líkt og flestir þeirra sem fjallað er um hér hefur Jón Ásgeir verið ákærður af embætti sérstaks sak- sóknara. Ákæran gegn Jóni Ásgeiri er í svokölluðu Aurum-máli og er fyrir umboðssvik. Segist lítið eiga Við hliðina á tímabundnum bjarg- vætti Hannesar og Jóns Ásgeirs í dómsalnum sat Sigurður Einars- son, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og hlustaði á vitnis- burði í Al Thani-málinu. Tveimur mánuðum áður hafði hann verið í viðtali við sænska viðskiptablaðið Affärsvärlden þar sem hann ræddi um ákæru sérstaks saksóknara á hendur sér. Hann hafði setið á þekktum matsölustað og bar í mið- borg Stokkhólms, Sturehof við Stureplan, og horft yfir torgið á meðan hann ræddi við blaðamann- inn. Hinum megin við götuna, mitt í hjarta Stokkhólms, hafði Kaup- þing verið með höfuðstöðvar sín- ar í gömlu og reisulegu húsi sem í dag hýsir Álandsbankann. Staða Sigurðar var gerbreytt frá þeim „Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið nein lög Búsettur í Lúxemborg Hreiðar Már Hreiðarsson er búsettur í Lúxemborg um þessar mundir. Eignir: Var einna launahæsti bankamaður landsins á árunum fyrir hrun. Engar fyrir- tækjaeignir beint á Íslandi – tengist kaupunum á Hótel Hengli og viðskiptum með veiðirétt í laxveiðiám. Ákærður: Í Al Thani-málinu Húsið á Laufásveginum Jón Ásgeir Jóhannesson seldi móður sinni hús sem hann átti á Laufásvegi 68. Jón Ásgeir er búsettur í Bretlandi. Eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingibjörg Pálmadóttir, á einnig hús á Sóleyjargötu. Eignir: Fjölmiðlafyr- irtækið 365 sem meðal annars á og rekur Stöð 2, Fréttablaðið og Bylgjuna – fjármunir hér og landi og erlendis. Eignir fyrir hrun: Ráðandi hlutur í Baugi og FL Group í gegnum ýmis félög en þau áttu meðal annars Bónus, Útilíf, Hagkaup, House of Fraser, Hamleys, Glitni og mörg önnur fyrirtæki. Ákærður: Í Aurum-málinu. Situr á arði Pálmi Haraldsson er búsettur í Lúxemborg. Hann á hins vegar þetta hús á Sól- vallagötu. Eignir: Fasteign á Sólvallagötu. Fasteign í London. Fjármunir erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.