Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 11. nóvember 2013 Þetta er Rob Ford n Fæddist með silfurskeið í munni n Dreymdi um að verða ruðningshetja B orgarstjórinn í Toronto í Kanada hefur ekki átt sjö dag- ana sæla. Frá því í maí hefur Rob Ford verið verið í slæm- um málum vegna mynd- bands sem sýnir hann neyta eiturlyfs- ins krakks. Málið hefur undið upp á sig í haust og svo fór á dögunum, að hann neyddist til að viðurkenna tilvist þess og biðjast afsökunar. Síðan hefur ann- að myndband komið upp á yfirborðið. Það sýnir þennan skrautlega borg- arstjóra, sem kjörinn var árið 2010, í miklu reiðikasti. Hann eys úr skálum reiði sinnar yfir ónefndan mann og hótar að myrða hann. Myndbandið virðist hafa verið tekið upp á síma án þess að borgarstjórinn yrði þess var. Mikill pressa er á Ford að segja af sér en hann hefur, hingað til í það minnsta, ekki tekið það í mál. En hver er þessi skrautlegi borgarstjóri? Eins og áður segir tók Ford við stjórnartaumum í borginni árið 2010, í desember nánar tiltekið. Hann hafði fram að því, frá árinu 2000, ver- ið borgarfulltrúi í Etobicoke, sem er hverfi innan borgarinnar. Bróðir hans á sæti í borgarráði auk þess sem fað- ir hans var stjórnmálamaður. Fjöl- skyldan er eigandi Deco Labels, um- búðaframleiðslufyrirtækis sem skilar þeim miklum tekjum. Rob Ford ólst upp við allsnægtir og stefndi á að verða atvinnumaður í amerískum fót- bolta. Af því varð ekki því hann komst ekki einu sinni í háskólalið. Hann hrökklaðist úr háskólanámi, úr stjórn- málafræði, og fór að vinna hjá fjöl- skyldufyrirtækinu – sem hann í dag stýrir ásamt öðrum fjölskyldumeðlim- um. Ford reyndi fyrir sér sem þjálfari skólaliðs í amerískum fótbolta en var látinn fara eftir að hafa lent í útistöð- um við leikmann. Hann stýrði Don Bosco Catholic Secondary School í 12 ár, frá 2001 til 2013, eða þar til hann var látinn fara vegna myndbands- ins margumrædda. Ford hefur látið gott af sér leiða í heimi íþróttanna því hann hefur látið fé af hendi rakna til skóla sem hafa átt í erfiðleikum með að halda úti fótboltaliðum. Ford, sem er í yfirvigt, hefur ekki verið við góða heilsu undanfarin ár. Hann þjáist af astma og hefur í tvígang þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna nýrnasteina. Einu sinni var hann lagð- ur inn vegna ertingar í hálsi. Hér fyrir neðan má lesa hvernig málinu, sem hann sætir nú gagnrýni fyrir, hefur undið fram. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Bindið stal senunni Þegar Rob Ford baðst afsökunar á því að hafa reykt krakk vakti klæðaburður hans athygli. Hann var í hefð- bundnum jakkafötum og hvítri skyrtu, eins og svo sem flestir, en með litskrúðugt bindi. Fjölmargar greinar hafa verið skrifað um bindið sem skorar ekki mörg stig hjá tískulöggum. Á bindinu eru lógó liða í NFL-deildinni. Sams konar bindi er nú til sölu á eBay. 3. maí Robyn Doolittle og Kevin Donovan, blaðamenn Toronto Star, hitta Mohamed Siad, meðlim Dixon Bloods- glæpaklíkunnar í Toronto, í aftursæti bifreiðar í Toronto. Siad sýnir þeim myndband af borgar- stjóranum á farsíma og segist ætla að reyna að selja myndbandið fyrir háa fjárhæð. 22. maí Doug Ford, bróðir borgar- stjórans, kemur honum til varnar á blaðamannafundi. „Aldrei, aldrei hefur kanadískur stjórnmálamaður eða fjölskylda hans fengið svona meðhöndlun hjá fjölmiðlum.“ 23. maí Gawker tilkynnir að 165 þúsund dalir hafi safnast, 20 milljón- ir, en forsvarsmenn vefjarins séu ekki lengur í sambandi við seljandann. 1. júní Nokkur hundruð manns mótmæla í miðborg Toronto og kalla eftir afsögn borgar- stjórans. Í skoð- anakönnun kemur fram að fleiri en færri telji að myndbandið sé til. 12. júní Rob Ford tilkynnir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014. 18. júlí Forsvarsmenn Gawker tilkynna að peningarnir sem söfnuðust vegna myndbandsins verði gefnir til fjögurra góðgerðasamtaka, samtals rúmlega 25 milljónir króna. 17. ágúst Lögreglan í Toronto yfirheyrir fimm fyrrverandi starfsmenn borgarstjórans vegna gruns um að bílstjóri hans, Alessandro Lisi, hafi reynt að kaupa umrætt myndband. 9. september Siðanefnd blaða- manna í Toronto fjallar um meint brot Toronto Star á siðareglum í tengslum við umfjöllun um málefni borgarstjórans. Ford borgarstjóri mætir ekki þó hann sé boðaður. 31. október (kvöld) Ford tjáir sig opinberlega og getur ekki annað en játað tilvist myndbandsins. Hann segist þó ekki ætla að segja af sér embætti. „Það er engin ástæða fyrir mig að segja af mér. Ég ætla að halda áfram að gera það sem ég var kjörinn til að gera.“ 7. nóvember Annað myndband kem- ur fram í dagsljósið þar sem Ford talar um að myrða manneskju. „Annaðhvort deyr hann eða ég,“ sagði hann og baðst síðar afsökunar á myndbandinu. Afsakaði hann sig með því að segjast hafa verið mjög ölvaður þegar myndbandið var tekið. 30.–31. október Hæstiréttur Ontario í Kanada úrskurðar að rannsóknargögn lögreglu vegna bílstjóra Fords borgarstjóra skuli gerð opinber. Þau eru gerð opinber daginn eftir og þar kemur ýmislegt fram sem rennir stoðum undir það að Ford hafi reykt krakk. Í gögnunum kemur fram að lög- regla hafi fylgst með ferðum Lisi og Fords í nokkra mánuði, eða frá mars og fram í október. Í kjölfarið stígur fyrrverandi sam- starfsmaður Fords fram og segir að Lisi hafi útvegað Ford fíkniefni, meðal annars marijúana og kókaín. Yfirmaður lögreglu kemur fram á blaðamannafundi þann 31. október og segir að lögregla hafi lagt hald á myndbandið. Efni þess sé í samræmi við umfjöllun fjölmiðla undanfarna mánuði. Lisi er ákærður og yfirmaður lögreglunnar segir að myndbandið, sem sýnir borgarstjórann reykja krakk, muni koma fyrir sjónir almenn- ings í dómsmáli gegn Lisi. 17. maí Ford tjáir sig í fyrsta skipti um myndbandið þegar hann yfirgefur heim- ili sitt árla morguns. „Þetta er ekki satt, alveg fáránlegt.“ Gawker stofnar sjóð sem hefur það að markmiði að safna 200.000 dölum, 25 milljónum króna, til að kaupa myndbandið. Hneykslismál borgarstjórans 16. maí Vefmiðillinn Gawker greinir frá tilvist myndbands sem á að sýna borgarstjórann reykja krakk. Greint er frá því að myndbandið hafi verið tekið upp síðla árs 2012. Á sama tíma greina Kevin Donovan og Robyn Doolittle frá því opinberlega að þau hafi séð myndbandið. Toronto Star birtir mynd af Ford með þremur klíkumeðlimum, þar af tveimur sem voru skotnir í mars 2013 með þeim afleiðingum að annar lést. 24. maí Rob Ford tjáir sig aftur opinberlega um ásakanirnar. „Ég nota ekki krakk og er ekki fíkill. Ég get ekki tjáð mig um myndband sem ég hef ekki séð og er ekki til.“ 15. ágúst Pistlahöfundur Toronto Sun greinir frá því að myndbandið hafi komið fyrir augu fjölmargra lögmanna í Toronto. Ástæðan sé sú að lögregla hafi frakvæmt húsleit víða í hverfinu þar sem myndbandið var meðal annars haldlagt. 7. október Lögreglu- skýrslum er lekið til fjölmiðla en þar kemur fram að bílstjóri Fords, Alessandro Lisi, hafi verið handtekinn þann 1. september eftir að hafa reynt að láta töluvert magn af marijúana í skiptum fyrir farsíma sem hann sagði að hefði verið „stolið af samstarfsmanni“. Menn átta sig fljótlega á því að síminn sem um ræðir geymir væntanlega umrætt mynd- band af krakkreykingum borgarstjórans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.