Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Mánudagur 11. nóvember 2013 Hyggst rifja upp gamla tíma í Brighton E va Laufey Hermannsdóttir var sæl og glöð í útgáfuveislu sinni á Restaurant Reykjavík á föstudag fyrir helgi. Eva Laufey hélt ræðu og tileink- aði matreiðslubók sína Hemma Gunn, föður sínum sálugum og minntist á að hann hefði fylgst með framvindu og verið alsæll með að hún hefði sætindin með, því þau freistuðu fólksins. Guðni og Margrét á bak við eldavélina Eva Laufey bauð upp á ljúffengar veitingar og var nóg af fallegum, sætum freistingum á boðstólum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gerði síðan heiðarlega tilraun til að stela sen- unni, sló í gegn með ræðu sinni og nýtti tækifærið til að kynna bókina sína í leiðinni. Kvaðst hafa glaðst mikið þegar hann vaknaði á föstu- dagsmorgun og bókin hafi beðið hans í pósthólfinu. Hann og Margrét (eiginkona hans) hafi umsvifalaust skellt sér bæði bak við eldavélina til að prófa uppskriftirnar, og vísaði þar glettinn til frægra ummæla sinna um að staða konunnar væri á bak við eldavélina en lagði áherslu á að þau hefðu bæði verið þar núna. Ánægður með framsóknartengslin Þá sagðist hann afar ánægð- ur með það þegar hann komst að því að tengdafjölskylda Evu væri framsóknarfólk út í gegn og sér í lagi að tengdamóðir hennar Evu væri Ingibjörg Pálmadóttir, „besti heilbrigðis ráðherra sem við Ís- lendingar höfum átt.“ Guðni lauk ræðunni með því að panta djöfla- tertu frá Evu fyrir sitt eigið útgáfu- teiti. n Eva Laufey lokkar Guðna í bakstur n Evu Laufeyju tókst að fá Guðna Ágústsson bak við eldavélina n Vinningar áskriftarleiks DV og WOW afhentir É g hugsa að ég fari til London,“ sagði Aðalheiður Þóra Sigurðar- dóttir, annar vinningshafa áskrift- arleiks DV og WOW air. Nýjum áskrifendum var boðið að taka þátt í áskriftarleik dagblaðsins í samvinnu við flugfélagið WOW air. Vinningur- inn var ekki af verri endanum, flug- miði báðar leiðir fyrir tvo, til annað- hvort London eða Kaupmannahafnar. Miðinn er opinn og gildir í ár frá af- hendingu hans. Aðalheiður vill rifja upp gamla tíma frá því hún var í enskuskóla suður af London. „Mig langar að fara niður til Brighton. Ég var þar í eld- gamla daga,“ bætti hún við og brosti í kampinn. Aðalheiður Þóra og Guðný Björg Briem Gestsdóttir, hinn vinningshafi leiksins, voru glaðlegar þegar þær sóttu vinninga sína til Jóhanns Arnar B. Benediktssonar, á skrifstofu DV og smellti ljósmyndarinn Sigtryggur Ari af nokkrum myndum af þeim. Guðný Björg var óákveðin hvora borgina hún myndi velja. „Ég á vini á báðum stöðum,“ sagði hún og kvaðst hafa komið til beggja landa. „En þetta verður ekki alveg strax,“ og mun hún geta gefið sér góðan tíma til að taka ákvörðun. n ingosig@dv.is Söknuður Audda „Skrýtið að vera ekki daglega leng- ur, farinn að sakna ykkar!“ skrif- ar útvarps- og sjónvarpsmaður- inn Auðunn Blöndal í skilaboðum til hlustenda sinna á Twitter fyrir helgi. Auðunn hefur undan- farin tvö ár stjórnað þættinum FM95BLÖ á FM957 á virkum dög- um en breytingar urðu á því nú um mánaðamótin. Útvarpsþáttur- inn varð að víkja vegna verkefna hans við Ísland Got Talent þar sem hann verður kynnir en útvarps- þátturinn heldur áfram á föstu- dögum. Boðaði Auðunn mikla veislu í fyrsta þættinum í nýja fyrir- komulaginu þar sem Steindi Jr. var honum til halds og trausts. Hringrás fjölmiðlalífsins „Allt fer í hringi; einu sinni var ég að vinna með pabba hennar Birtu sem er nú skrifta í Kastljósinu,“ skrifar Kastljósmaðurinn Jóhann- es Kr. Kristjánsson við mynd sem hann birtir á Facebook. Birta þessi sem prýðir myndina er dótt- ir Sigmundar Ernis Rúnarssonar, fyrrverandi fjölmiðla- og þing- manns, og Elínar Sveinsdóttur út- sendingarstjórans reynda. Birta á því ekki langt að sækja fjölmiðla- áhugann en faðir hennar og Jó- hannes Kr. unnu meðal annars saman á Stöð 2 á árum áður, í fréttaskýringaþættinum Kompási á sínum tíma. Tvífari krakk- borgarstjóra Atli Fannar Bjarkason, aðstoðar- maður Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Bjartrar fram- tíðar, er lunkinn í að finna hið spaugilega í daglegu lífi. Atli Fannar fylgist vel með fréttum enda gamall fréttahaukur sjálfur en ein athyglisverðasta frétt síð- ustu viku fjallaði um dópskandal Robs Ford, borgarstjóra Toronto í Kanada. Sá náðist á myndband við að reykja krakk og láta öll- um illum látum. Atli Fannar var fljótur að sjá að Ford er sláandi líkur einni bústinni Hollywood- stjörnu sem fallin er frá: „Hver bjóst við að Chris Farley myndi endurholdgast sem borgarstjór- inn í Toronto?“ skrifar hann glett- inn á Twitter-síðu sína. Alsæl Guðný Björg Briem Gestsdóttir, Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir og Jóhann Örn B. Benediktsson við af- hendingu vinninganna. MynD SiGtryGGur Ari Hvött af Hemma Eva Laufey sagði föður sinn, Hermann Gunnarsson, hafa hvatt sig til dáða. MynDir ÞOrri Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Eva Laufey og Guðni Guðni fór á kostum í boði Evu Laufeyjar, pantaði hjá henni Djöflatertu og sagðist hafa skellt sér á bak við eldavélina með eiginkonu sinni Margréti til að baka. Vinkonur Helga Björg Antonsdóttir og Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. Sæt saman Elli Egilsson og María Birta mættu saman í boðið. Félagar í freistingum Eva Laufey og Thelma Þorbergsdóttir sem bloggar um sætindi eins og Eva hefur gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.