Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2013, Blaðsíða 13
Við viljum endurvekja
stemninguna í Eden
Kunnum betur við
raunverulegt fólk
Ég er frjáls
frá Alþingi
Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Zalibunu. – DVÁsdís Olsen um vinsældir raunveruleikasjónvarps. – DVGuðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. – DV
Að vita hvað kanslarinn hugsar
Spurningin
„Ég nota Spotify. Það er svo
auðvelt að nota það til að finna
tónlist.“
Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir
19 ára tónlistarmaður
„Ég nota það ekki því ég skil ekki
tölvur.“
Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir
19 ára skáld
„Ég nota Spotify þó mér sé illa
við auglýsingarnar.“
Tam Eastly
29 ára vefhönnuður
„Ég nota bæði Netflix og Spotify.
Ég gæti ekki lifað án Spotify.“
Lisa Gerendini
33 ára viðskiptafræðingur
„Nei, ég á ekki tölvu.“
Maria Albert
21 árs nemi
Notar þú Net-
flix og Spotify?
1 Bognaði undan óheiðarleik-anum
Guðríður Arnardóttir gerði upp
bæjarpólitíkina í helgarblaði DV.
2 „Þetta var flugvél full af eiturlyfjum“
Mexíkósk vél var neydd til að lenda í
Venesúela. Forseti landsins útskýrði
ástæðuna.
3 Lést eftir að hafa drukkið metamfetamín
Breskur faðir taldi sig vera að smakka
heilsudrykk en annað kom á daginn.
4 Hefur lést um 15 kíló Guðni Ágústsson hefur lagt af eftir að
hann hætti í stjórnmálum og tekið upp
betri lífsstíl.
5 10.000 látnir á Leyte Fellibylurinn Haiyan sem náði
landi á Filippseyjum á dögunum er
mannskæður.
6 Jólageitin fokin Viðskiptavinum brá í brún á sunnudag
þar sem jólageit IKEA var farin á flakk
í veðravítinu.
Mest lesið á DV.is
Y
firmaður öryggisstofnunar
Bandaríkjanna, NSA, sat fyrir
svörum hjá bandarískri þing
nefnd um hleranir á síma Ang
elu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann
var spurður hvort hann gæti réttlætt
þær og þá hvernig. Hann svaraði að
bragði á þá leið að gott væri að vita
hvað kanslarinn væri að hugsa!
Veruleikinn er um sumt að taka á
sig myndir sem við hefðum ekki látið
okkur dreyma um fyrir nokkrum ára
tugum. Við fengum að vísu varnaðar
orð í skáldsögum á borð við 1984 eftir
George Orwell en veruleiki eftirlits
þjóðfélagsins eins og það er að birtast
okkur núna er miklu ýktari en ímynd
unarafl hugmyndaríkustu rithöfunda
fyrri tíðar leyfði, hvað þá okkar ímynd
unarafl, hins almenna manns. Þó voru
ýmsar vísbendingar um það hverju
mætti búast við ef við héldum ekki
vöku okkar.
Daufgerður heimur
Yfirlýsingin um að gott væri að vita
hvað kanslari Þýskalands sé að hugsa,
vakti að sönnu gagnrýnin viðbrögð. En
samt furðu lítil miðað við tilefnið og
ætti það í sjálfu sér að verða okkur til
umhugsunar, hve daufgerður heimur
inn er þegar mannréttindi eru annars
vegar.
Annað dæmi þar um eru upplýs
ingar um pyntingar í Írak sem tengjast
hernaðarbandalaginu „okkar“ – NATO.
Ég hef oft hugsað til þess hve vesöl við
brögð heimsbyggðarinnar hafa verið
við pyntingabúðum Bandaríkjamanna
í Guantanamó og síðan einnig í Írak.
Vissulega voru réttarhöld yfir einstak
lingum sem myndir voru til af við dýrs
legar aðfarir í Abu Ghraibfangelsinu
í Bagdad. Viðbrögð umheimsins voru
þó furðu daufleg þegar höfð er hliðsjón
af tilefninu.
Á okkar ábyrgð!
Og nú fáum við óvéfengjanlegar
fréttir af tengslum NATO við
pyntingar í Írak. Ég hef ekki orðið var
við önnur gagnrýnin fréttaskrif um
þær en hér í DV í prýðilegri saman
tekt nýlega. Vel má vera að umfjöll
un annarra miðla hafi farið framhjá
mér.
Upplýst er að bandarískir heil
brigðisstarfsmenn hafi tekið það
sem hluta af starfsskyldum sínum í
Írak að hjálpa til við pyntingar! Hve
margir skyldu vita þetta?
Öll höfum við þó aðgang að þess
um upplýsingum. Það er að sönnu
meira en gerist í einræðisríkjum á
bak við luktar dyr.
Uppljóstrurum að þakka
En gleymum því þó ekki að við fáum
þessar upplýsingar aðeins fyrir til
stilli uppljóstrara á borð við Snowden,
Manning og Wikileaks sem komið
hefur upplýsingum uppljóstraranna
á framfæri við heimsbyggðina. Ekk
ert af þessu vissum við, ef ekki væri
fyrir starf þessara aðila. Og þeir eru
hundeltir. Julian Assange situr í sendi
ráði Ekvador í London og veit hvað
bíður hans ef hann gengur þaðan
út. Sömuleiðis er Snowden fastur í
Moskvu og á yfir höfði sér stranga
fangelsisdóma í heimalandi sínu,
Bandaríkjunum, ef hann heldur þang
að á ný. Manning hefur hlotið dóm.
Opið lýðræðisþjóðfélag er ekki opnara
eða lýðræðislegra en þetta!
Og allt þetta lætur hinn daufgerði
heimur bjóða sér. Fólkinu sem hefur
upplýst okkur um að við séum hleruð
dag og nótt – ég og þú, Angela Merkel
og öll hin – er umsvifalaust stefnt fyrir
dóm þegar yfirvöldin hafa fest hendur
í hári þess!
Vöknum
Við stöndum að mörgu leyti á tíma
mótum. Við verðum að vakna til vit
undar um þær hættur sem opið lýð
ræðissamfélag stendur frammi fyrir. Að
mínum dómi er mesta hættan fólgin í
andvaraleysinu; að verða aðgerðarlaus
áhorfandi án þess að axla ábyrgð.
Í vikunni sem leið hóf Stjórnskip
unar og eftirlitsefnd Alþingis rann
sókn á ýmsu sem snertir hleranir
og eftirlit og samstarf við erlendar
leyniþjónustur. Enginn er að gera því
skóna að um slíkt samstarf hafi ver
ið að ræða við Þjóðaröryggistofnun
Bandaríkjanna, NSA. Engu að síður
er rannsókn hafin. Við viljum sýna ár
vekni en með því móti búum við okk
ur best undir framtíðina; með því að
byrgja brunninn áður en barnið fellur
í hann. n
Laugardalvöllur dúklagður Hlífðarklæðning lögð á Laugardalsvöll í undirbúningi fyrir leik Íslendinga og Króata næstkomandi föstudag í síðustu
viku. Festa þurfti dúkinn betur niður í vonskuveðrinu á sunnudag. MynD SigtryggUr AriMyndin
Umræða 13Mánudagur 11. nóvember 2013
„Við verðum að
vakna til vitundar
um þær hættur sem opið
lýðræðissamfélag stendur
frammi fyrir.
Kjallari
Ögmundur
Jónasson