Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2013, Blaðsíða 14
É
g mæli eindregið með þessu ef
maður hefur gaman að því að
þrífa, eins og ég,“ segir Arna
Björk Unnsteinsdóttir, 19 ára
háskólanemi, en hún tekur að
sér heimilisþrif fyrir fólk og hefur
unnið við það síðan í mars. Á heima-
síðunni bland.is má sjá fjölda aug-
lýsinga frá fólki og fyrirtækjum sem
taka að sér þrif. Yfirleitt er það samn-
ingsatriði hvað beri að gera en yfir-
leitt snúast þrifin um að ryksuga og
skúra gólf, þurrka af yfirborðsflötum,
þrífa baðherbergi og eldhús og oft er
einnig skipt á rúmum. Yfirleitt eru
hreinsiefni innifalin í verðinu. Al-
gengt er að greitt sé sérstaklega fyrir
þrif á bakaraofnum eða ísskáp.
Stór svartur markaður
Arna segir verðið fara eftir fermetra-
fjölda og umfangi verksins. „Ef fólk
vill borga tímakaup er það 4.000
krónur en ég reyni að gera frekar til-
boð og hafa fast verð,“ segir hún. Hún
miðar við að verð fyrir 100 fermetra
íbúð væri milli 7.000 og 10.000 krón-
ur. Arna gefur tekjurnar upp til skatts
en svört starfsemi á sviði heimilis-
þrifa er fyrirferðamikil. Algengt verð
fyrir svarta vinnu er um 2.500 til
3.000 krónur á tímann, oft um 7.500
krónur fyrir skiptið eða helmingi
minna en hjá fyrirtækjunum sem
rukka milli 15.000 og 20.000 krónur.
Vill læra meira um rekstur
Arna vill gjarnan ná að stofna fyrir-
tæki um reksturinn. „Ég er að læra
bókfærslu, uppgjör og fyrirtækja-
rekstur og er að vinna í að fá að ráða
starfsfólk,“ segir hún en hún á von
á barni. Önnur kona sem DV talaði
við var tilbúin til að vinnan yrði
gefin upp, yrði þess óskað en það
var ekki regla. Hún sagði ekki mik-
ið að gera en var þó með fast heim-
ili þar sem hún þrífur reglulega en
þau hafa verið fleiri. Aðspurð hvort
henni þætti ekki varhugavert að fara
heim til ókunnugs fólks án nokkurrar
tryggingar segir hún: „Ef það hringir
einhver nýr þá fer ég á staðinn og kíki
á íbúðina og ef mér líst vel á það þá
geri ég tilboð. En ef það hringir til
dæmis karlmaður þá er ég kannski
með varann á. En yfirleitt eru það
konur sem hringja.“ n
14 Neytendur 25. nóvember 2013 Mánudagur
Verð á jólabókum breytist lítið
n DV kannaði verð á nokkrum jólabókum milli ára
E
kki er veruleg hækkun á verði
jólabóka frá fyrri árum ef tekið
er mið af óformlegri könnun
sem DV gerði á nokkrum titl-
um sem koma út í ár og hafa komið
út árin á undan. Í flestum tilfellum
lækkar verðið í Nettó.
Borið var saman útsöluverð
á nýjustu bókum Arnaldar Ind-
riðasonar, vinsælum ævisög-
um og bókaflokknum Stelpur eft-
ir Kristínu Tómasdóttur sem nú
sendir frá sér bókina Strákar með
Bjarna Fritzsyni. Verðið var kannað
í einni bókaverslun, Eymundsson
og einni matvöruverslun, Nettó.
Í Eymundsson hafa skáldsögur
Arnaldar Indriðasonar hækkað í
verði um 8,3% frá árinu 2011 en
verðið stendur í stað frá fyrra ári.
Nýjasta sagan, Skuggasund kostar
nú 6.490. Í Nettó kostar Skugga-
sund 3,8% meira en Reykjavíkur-
nætur frá í fyrra en er samt 12%
ódýrari en Einvígið var þegar það
kom út árið 2011.
Í Nettó kostar barna- og ung-
lingabókin Strákar 17% minna en
Stelpur geta allt sem út kom í fyrra,
en 12% minna en Stelpur frá A-Ö
sem út kom árið 2011. Í Eymunds-
son hefur barnabókin hækkað um
10% frá því sem var fyrir tveim-
ur árum en kostar 5.990 í ár, líkt og
árið 2012.
Samanburður var gerður á verði
þriggja ævisagna, þeirra Jakobs
Frímanns Magnússonar, Ellýjar
Vilhjálms og Hemma Gunn. Verð
á ævisögum stóð í stað í Eymunds-
son milli áranna 2011 og 2012 en
hefur nú hækkað um 9%. Í upplýs-
ingum frá versluninni kom fram að
uppgefið verð væri innkaupsverð
auk virðisaukaskatts. 12% lækkun
hefur verið á ævisögum í Nettó á
sama tímabili. n
fifa@dv.is
Allt í Exel
„Ég passa að taka kvittun
fyrir öllu og setja allt í Excel-
skjal með dálkum fyrir tekjur
og útgjöld heimilisins. Fyrst er
það pynting svo verður þetta
svo gaman þegar maður fer
að stjórna fjárstraumnum að
það verður eins og að kíkja í
nammipoka.“
Greta Ósk Óskarsdóttir, ráðgjafi
hjá Fulbright-stofnuninni
Sparnaðarráð:
Ostinn í
frystinn
Á mörgum heimilum klárast ost-
stykki aldrei alveg heldur er eftir
þykkur endi sem sumum finnst
ekki alveg passa á brauðsneið
þó aðrir viti ekkert betra. Gott
ráð er að frysta endann á ostin-
um og svo er hægt að rífa hann
ofan á pítsur og ofnrétti. Eins er
mjög gott að skera ostinn í bita
og blanda honum saman við
brauðdeig þannig að ostbitarnir
komi í ljós þegar brauðið er skor-
ið. Þetta er líka tilvalið að gera
við afganga af hvítmygluosti sem
óvart hefur gleymst aðeins of
lengi í ísskápnum.
Kolsýra
skemmir nýru
Dagleg neysla á kolsýrðum drykkj-
um getur haft slæm áhrif á nýrun.
Þetta er niðurstaða nýrrar rann-
sóknar vísindamanna við Osaka-
háskólann í Japan sem gerðu
tilraun með um átta þúsund þátt-
takendum sem allir höfðu heil-
brigð nýru. Þátttakendunum var
skipt í þrjá hópa og drakk sá fyrsti
eina dós af kolsýrðum drykk á dag,
annar hópurinn tvær dósir en sá
þriðji hélt sig alfarið frá þeim.
Eftir þrjú ár var próteininni-
hald þvags í 10% þess hóps sem
drakk mest orðið of hátt en það er
áhættuþáttur varðandi nýrnasjúk-
dóma, hjartasjúkdóma og ótíma-
bær dauðsföll. Vísindamennirnir
rekja hækkunina til hás innihalds
frúktósa í drykkjunum.
Metsöluhöfundur
Bækur Arnaldar
standa í stað í verði
frá því í fyrra.
Hrein íbúð kostar
sjö þúsund krónur
n Stór svartur markaður n Hafa varann á sér ef karlmaður hringir
Auður Alfífa Ketilsdóttir
blaðamaður skrifar fifa@dv.is
Heimilisþrif „Ef það hringir einhver nýr þá fer ég á staðinn og kíki á íbúðina og ef mér líst vel á það þá geri ég tilboð. En ef það hringir til
dæmis karlmaður þá er ég kannski með varann á. En yfirleitt eru það konur sem hringja.“
Lögin tryggi öryggi starfsfólks
D
rífa Snædal, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreina-
sambandsins, skilaði meist-
araritgerð um þessi mál við
Háskólann í Lundi fyrir ári. Hún
segir eftirspurn eftir starfsfólki
í heimilisstörf hafa aukist jafnt
og þétt í Evrópu frá tíunda ára-
tug síðustu aldar og er það rak-
ið til skertrar velferðarþjónustu,
aukinna krafna á vinnumarkaði
og meiri fjárhagslegrar getu til að
greiða fyrir slíka vinnu. Framboðið
hefur að sama skapi aukist vegna
hins frjálsa flæðis vinnuafls inn-
an Evrópusambandsins og EES-
svæðisins þar sem fólk frá fátækari
svæðum býður fram starfskrafta
sína til heimila í ríkari löndum.
„Engar rannsóknir eru til á Íslandi
um umfang þessarar starfsemi en
sterkar vísbendingar eru um svip-
aða þróun á Íslandi og í Evrópu,“
segir hún.
Hún segir Alþjóðavinnumála-
stofnunin hafa lýst áhyggjum
vegna þessara starfa. „Þær varða
þau skilyrði sem hljótast af sérs-
tökum vinnuskilyrðum þeirra sem
starfa innan einkaheimila annarra
þar sem starfsmaðurinn er ein-
angraður frá öðrum í svipuðum
sporum. Markaðurinn er að stóru
leyti óformlegur sem gerir starfs-
fólk á heimilum jafnvel berskjald-
aðra og réttarbætur knýjandi,“ segir
hún. „Íslensk löggjöf um starfsfólk á
heimilum er afsprengi hins gamla
bændasamfélags og bergmál úr-
eltra sjónarmiða. Starfsfólk á hin-
um formlega vinnumarkaði er hins
vegar verndað af grundvallarmann-
réttindum auk vinnulöggjafarinnar
með nokkrum undantekningum
þó sem varða vinnutíma og aðbún-
að. Starfsfólk á hinum óformlega
vinnumarkaði nýtur einnig vernd-
ar gegnum mannréttindasáttmála
en getur trauðla sótt þessi réttindi.
Það eru ríkir hagsmunir til að breyta
óformlegum vinnumarkaði í form-
legan og reynslan frá Svíþjóð getur
nýst vel í því tilliti.“ Þá segir hún
fyrir myndir á innlendum vinnu-
markaði og í skattalöggjöfinni sem
hægt væri að nýta í þeim efnum. Í
slíku segir hún sérstaklega mikil-
vægt að gæta sérstaklega að hópum
eins og unglingum, fólki í vistráðn-
ingu (au pair) og innflytjendum. n